Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 35

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 35
að rjómaskánin ofan á byttunum var alveg ýkjulaust þrír fjórðu úr senti- metra á þykkt. Út á þetta var stráð sykri og smámuldum tvíbökum. Við vorum orðnir bæði svangir og þyrstir, en leitun er á mat, sem svo vel svalar hvorutveggja sem rjómakoll- an. Og naumast mun ég í annan tíma hafa tekið jafnrösklega til matar míns. Víkurbræður létu heldur ekki sitt eftir liggja. Fórum við í kappát úr byttun- um, og mátti lengi ekki á milli sjá. Stúlkurnar hlógu að okkur, sólin skein inn um opnar dyrnar og lykt af brunn- um eini angaði frá öskunni í arninum. Fór svo að lokum, að ég dróst aftur úr, en síðan Lars. Jakob hélt velli, en hafði þó hvergi nærri lokið úr byttu sinni. Þá komu stúlkurnar með flat- brauð, smjör og kjúku, en enginn hafði lyst á slíku. Var okkur þá gefið kaffi. Loks vöguðum við með erfiðismunum út í brekkuna fyrir framan selið og lágum þar langa stund óvígir í sólskin- inu. Stúlkurnar settust hringinn í kring og stríddu okkur. Þá var mikið hlegið. Við vorum öll ung og glöð og ör af fjallaloftinu, en framundan var enda- laust líf, fullt af dásemdum. Þegar stúlkunum þótti of mikil værð færast yfir okkur, lokkuðu þær til sín hóp af kiðlingum, sem voru á beit all- skammt þaðan. Og nú kárnaði gamanið: kiðlingarnir hófu villtan dans ofan á bumbum okkar, sleiktu okkur í framan og jöpluðu hár okkar og nörtuðu okk- ur í nefið. Stúlkurnar engdust sundur og saman af hlátri. Við sáum loks þann kost vænstan, að hverfa af hólminum. Losnuðum við þá við kvenfólkið, en kiðlingarnir eltu okkur jarmandi, meyj- unum til mikillar skemmtunar. Loks hittum við fyrir nokkra krakka og keyptum þá með sælgæti til að reka frá okkur þennan stefnivarg. Við gengum upp á Gullhringshaug, en um hann er sú saga, að selstúlka frá Vík hafi misst Þar trúlofunarhring sinn. Fann Huldan hann og heimtaði koss hjá mannsefni stúlkunnar í fund- arlaun. Ekki man ég hvernig þetta end- aði, en á Gullhringshaugnum er eitt fegursta útsýni, er ég sá í Noregi. Djúpt undir fótum okkar framan við selja- brekkuna lágu Fitjadalur og Fitjavatn, en hinum megin dalsins hófust háfjöil- in. Tindur blánaði við tind, en milli þeirra gnæfði hvítt hvolfþak Folgfon- nenjökuls. Loftið var tært og hressandi, ■—- svalt og hlýtt í senn, og algjör kyrrð ríkti. Ég safnaði þarna nokkrum jurt- um, sem ég á enn. Flestar þeirra vaxa einnig hér á landi. Og í móunum fann ég litla hagamús, sem var svo spök, að hún kom og þefaði af hendinni á mér. Þetta atvik minnti mig á spádóm- inn forna um friðarríki á jörð: þá mun úlfurinn búa hjá lambinu. Þarna var vissulega eitthvað sem minnti á Kæri Astró! Ég er fæddur að morgni dags klukkan 7.00 í N.-Þing- eyjarsýslu. Ég óska eftir að fá leyst úr sinum torráðnu gátum lífsins, sem fram und- an bíða mín. Því fremur er mér þetta áhugamál, þar sem að líf mitt hefur verið nokk- uð áfallasamt til þessa. Tvívegis hef ég verið tal- inn frá — ekki hugað líf. Þó varð nú sú raunin á, að ég rétti við og er enn í tölu lif- enda. í fyrra sinnið er tvísýnt var um líf mitt, veiktist ég hastarlega veturinn 1938, af botnlangabólgu og lífhimnu- bólgu, botnlanginn sprung- inn og allt komið í óefni, er ég var skorinn upp. Eftir þann uppskurð náði ég mér aldrei að fullu. í seinna skiptið, er líf mitt hékk á bláþræði, var í maí 1954. Þá lamaðist ég af völd- um byssukúlu, sem lenti í höfðinu. Síðan hef ég verið sjúklingur á sjúkrahúsum og heilsuhælum. Ég er að vísu 1 miklum afturbata, en þó vantar enn nokkuð mikið á að ég geti talizt fullgildur til starfs í raðir vinnandi manna. Ég er ógiftur, en til þess hefur hugur minn lengi stað- ið, að mér mætti auðnast að eignast góða konu. En sá SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR galli er í fari mínu, að ég er mjög hrifgjarn; komið hefur það fyrir, að ég hefi samtímis verið hrifinn af tveimur eða þremur konum, og átt erfitt með að gera upp á milli, svo að allt hefur runnið úr greipum mér út í sandinn, og ég setið eftir með sárt ennið. Það er kann- ske ekki óeðlileg aðstaða konunnar, að vilja ekki bind- ast fötluðum manni. En hversvegna þá að láta lík- lega, en snúa svo baki við manni, þegar til alvörunnar kemur? Það á ég óhægt með að skilja. Hvers má ég vænta í þessum efnum. Er hægt að búast við að ég lendi í lukku- pottinum á þessu eða næsta ári og eignist góða konu og heimili? Ég óska eftir að fæðingar- staður verði ekki birtur í blaðinu. Með fyrirfram þökk. Birkir. Svar til Birkis: Þakka þér fyrir langt og greinargott bréf, sem lýsti erfiðum örlögum þínum. Það er nú svo með þetta líf okk- ar hér á jörðinni, að okkur eru lagðar misþungar byrð- ar á herðar og oft er því þann veg farið, að þeir, sem ~ "2" S ' _ erfiðast eiga líkamlega, búa yfir mikilli andagift. Svo virðist mér vera um kort þitt. Þessir jarðnesku erfið- leikar koma eins og í köfl- um með mismunandi tíma- bilum, stundum gengur okk- ur vel, en aðra stundina illa, eftir því hvernig plánetuaf- stöðurnar eru hverju sinni. Það er auðsætt, að þegar í fæðingarkortinu þínu býrðu yfir lágri lífsorku og ekki þurfti mikil áföll til að illa færi. Þannig var því að nokkru farið með sálarlíf þitt, sem gefur til kynna til- hneigingu til svartsýni, er gæti leitt til mjög mikilla óheillaverka í sambandi við sjálfan þig. En ég bið þig að minnast Þess, þegar dreg- ur fyrir sólu í lífi þínu og myrkur virðist grúfa hvar- vetna, að dagur kemur á eft- ir nótt, hversu svört sem hún annars kann að virðast. Bjartsýnin verður að vera mannanna, jafnvel mitt i lífsakkeri okkar dauðlegra hamslausum ógöngum, því það birtir ávallt upp að lok- um, og þá kynni maður að iðrast, ef ekki verður breytt skynsamlega. Þú ert undir mjög sterk- um áhrifum Sporðdreka- merkisins og Nautsmerkis- ins, og muntu kannast við margt, sem sagt er um þau merki í almennum stjörnu- spábókum. Hið rísandi merki þitt, Sporðdrekinn, var 23° þegar þú fæddist, og þar liggur skýringin fyrir þrá þinni til að eignast konu og heimili, því að fólk, sem fætt er hér, nær sjaldan miklum árangri í lífinu án aðstoðar uppörfandi og ástríkrar eig- inkonu. Eiginkona mundi vissulega gefa lífinu gildi fyrir þig og þá mundi það, sem í þér býr, leysast úr læðingi og þú mundir njóta þín. Hins vegar vildi ég einn- ig segja þér, að í fæðingar- korti þínu er Venus undir mjög slæmum áhrifum, en eins og alkunna er, táknar hún ástina. Þegar þannig er í pottinn búið, er ekki auð- hlaupið að því að höndla ást- argyðjuna, og hún reynist manni löngum fallvölt, þótt hún láti líklega, að manni finnst. Fólk með þessari af- stöðu ætti ekki að hugsa um að giftast, því að allt of mik- ið verður um erfiðleika, deil- ur og vonbrigði. Á hinn bóg- inn, hvað heilsunni viðvíkur, held ég að þú ættir að verða kominn á gott skrið eftir svo sem eitt til tvö ár, þar sem máninn er að ganga í gegn um gráður hins rísandi merk- is þíns, en það eykur mjög lifsþrótt þinn. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.