Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 36

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 36
VALLARSTRÆTI 4 REYKJAVÍK SÍMI 11733. CITY HOTEL RÁNARGÖTU 4 A REYKJAVÍK -J<\oSeli(^t, Uollcjt, (Jentrait. CJclýrt, róíecjt, [ mlHœncun. HÓTEL BORG REYKJAVÍK Fyrsta flokks þjónusta. Elzta og stærsta gistihús landsins. Islenzkir réttir ávallt á borðum. Bar. Dans. HÓTEL BORG REYKJAVÍK Hótel Skjaldbreið Gisting -— Veitingar Fyrsta flokks þjónusta. Hótel Skjaldbreið Reykjavík . Sími 24153 RÖÐriL VinsæSasíi skemmtistaður Reykjavíkur. Dans. Þekktir skemirtikraftar. RÖÐ1ILL Skipholti 19 Reykjavík þennan frið. Lækir runnu um lyng- rindana með ljúfum niði, í stráunum hvíslaði þýður blær. Engin orð geta lýst stemningu þessa sumarheims há- fjallanna. Það var eins og öll viðhorf lífsins breyttust, — hugurinn kyrrðist. Ég hafði skilizt frá félögum mínum og reikaði einn um auðnina. Ég fann að hún talaði til mín mildum rómi, og þótt ég skildi hana ekki gerla, vissi ég að hún unni mér alls góðs. Ég sett- ist niður og reyndi að komast í sam- band við hana með hugleiðslu. En eld- fornir hljómar, mér þó nýstárlegir, trufl- uðu mig. Það voru köll selstúlknanna, er þær tóku að lokka kýrnar heim í síðdegiskyrrðinni: •— „Kom kyra! — kom ky-r-a“. Þannig hefur þetta kall hljómað um hálendið kvöld eftir kvöld á hverju sumri frá örófi alda. Löngu horfnar formæður mínar hafa staðið þarna á seljahólnum og kallað á kýrn- ar sínar, áður en ísland byggðist. Þegar ég kom heim að Víkurseli aft- ur, var verið að mjólka. Ég settist hja Ingibjörgu Mo, sem þá var seytján ára og gullfalleg, en er nú mikilfengleg stór- bóndakona í Harðangri. Við töluðum um seljabúskapinn, og hún reyndi að kenna mér að mjólka. Það gekk ekki vel, — við hlógum svo mikið, að belj- an móðgaðist og gaf mér utan undir með halanum. Síðan hef ég aldrei iðk- að þá list. Systir Ingibjargar, fimm ára telpukorn, skreið upp í fangið á mér og vild fá sögu. Hún kenndi mér vísu þessa: Eg og du og me to meg sigla i ein tresko treskoen hvelva og me datt i elva. Ég sagði henni sögu frá íslandi. Aðr- ir krakkar komu til að hlusta, og smám saman safnaðist fullorðna fólkið einnig í kringum okkur. Ég sagði því sögur frá landinu, sem hafði alið mig. Rökk- ur færðist yfir, dögg tók að falla, ang- an af fjallendi og jórtrandi kúm barst vitum okkar og reykjarilmur af þurrum bjarkarviði. Á hvolnum fyrir ofan voru seljakofarnir, lág bjálkahús með torf- þökum. Við vorum stödd í meira en átta hundruð metra hæð yfir sjávarmáli, en þó var nóttin hlý. „KomiS þið nú að borða,“ sagði falleg- asta systir Jakobs og Lars. Hún tók í hönd mér og við leiddumst heim í selið. Þar beið okkar kvöldverðarborð- ið hlaðið góðmeti. Eldur brann á arni, og fyrir utan opnar dyrnar var dul- magnað rökkur fjallanæturinnar. Jakob leit til mín brosandi og sagði: „Ég vona, að þér leiðist ekki, íslend- ingur? Mér þætti vænt um, ef þú gætir minnzt þess með ánægju að hafa kom- ið í Vík og Víkursel." Ég hef vissulega jafnan minnzt þess með gleði. Og þótt ég kæmi þangað aldrei aftur, er minningin um þessa dýrðardaga vesturnorska sumarsins einn þeirra fjársjóða, sem ekki er hægt að ræna mig. 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.