Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 17
Fyrr á öldum var aðalatvinnuvegur Norðmanna landbún- aður, en einnig hafa fiskveiðar verið stundaðar þar allt frá örófi alda. Á 16. og 17. öld var farið að stunda námu- gröft og skógarhögg í stórum stíl og einnig tóku siglingar að eflast. Á 19. öld varð verzlunin meiri en áður, og sömu- leiðis urðu þá miklar framfarir í iðnaði. Landbúnaðurinn er því nú að hlutfalli til minna stundaður en áður var, þótt hann sé enn einn helzti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ef glugg- að er í gamlar skýrslur, kemur í ljós, að um 1800 stund- uðu 80% þjóðarinnar landbúnað og skógarhögg, en 1930 að- eins um 30%. Skógar Noregs eru um 75.000 ferkílóm., svo að næstum fjórði hluti landsins er skógi vaxinn. Skógarnir eru lang- mestir í suðausturhluta landsins og í Þrændalögum. Mesta skógarhöggsfylki í Noregi er Heiðmörk. Þaðan kemur um fjórði hluti allra skógarafurða landsins. Trjánupi er fleytt til sjávar eftir ánum og þar af leiðandi hafa trjávöruverk smiðjur mest risið upp við árósana. — Skógarhögg er forn atvinnuvegur í Noregi. Þegar á miðöldunum fluttu Norð- menn trjávið út, til dæmis til íslands. Á 16. öldinni varð Noregur mesta timburútflutningsland Norðurlandanna og hélt þeim sessi fram á miðja 19. öld. Allt frá ómunatíð hafa Norðmenn stundað fiskveiðar við strendur lands síns. Mjög auðug fiskimið eru víða á land- grunninu. Framar öllu öðru eru það fiskveiðarnar, sem hafa gert Norður-Noreg að blómlegu og byggilegu landi. Nú á seinni tímum hefur það gerzt í æ stærri stíl, að Norðmenn leituðu til fjarlægra fiskimiða. — Þorskveiðar eru stund- aðar við alla vesturströnd landsins, en langmest er um þær í janúar-—apríl við Lófót. Fjöldi fiskiskipa safnast þar sam- an víðs vegar að af landinu og stundar veiðar. Á Finnmörk eru þorskveiðar einnig stundaðar síðari hluta vetrar og fram á vor. Mestu síldveiðar við Noreg eru við suðvesturströndina, sér- staklega Rogaland, einnig síðari hluta vetrar og fram á vor. Einnig eru miklar síldveiðar undan strönd Mæris og Þrænda- laga og við Norður-Noreg á haustin. Eins og kunnugt er, stunda Norðmenn á sumrin síldveiðar hér við ísland. Norðmenn stunda selveiðar í Norðurhöfum, aðallega á tveimur svæðum: í ,,Austurísnum“ eða Hvítahafssvæðinu og ,,Vesturísnum“, svæðinu við austurströnd Grænlands. Á fyrrnefnda svæðinu stunda Rússar líka selveiðar og telja svæðið innan landhelgi sinnar. Norðmenn hafa fengið leyfi til að stunda þarna selveiðar gegn árlegu gjaldi. Frá því snemma á öldum hafa Norðmenn stundað hval- veiðar við strendur lands síns, en þegar fór að ganga á hvalstofninn heima fyrir, leituðu norskir hvalveiðimenn á nýjar slóðir. Þeir hófu til dæmis veiðar við ísland 1883 og stunduðu þær fram yfir aldamót. Þeir höfðu stöðvar bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum, eins og kunnugt er. Nokkru síðar hófu Norðmenn svo hvalveiðar við Spitzbergen og Fær- eyjar. Það kom þó skjótt í ljós, að ekkert þessara svæða mundi verða til frambúðar. Framtíð norskra hvalveiða var í Suðurhöfum. Námugröftur er talsverður í Noregi, en þó hvergi nærri eins mikilvægur atvinnuvegur og í Svíþjóð. Frá fornu fari hefur mikill heimilisiðnaður verið í sveit- um og einnig í boragunum eftir að þær efldust. Til stóriðju og verksmiðjuiðnaðar virtust hins vegar lengi vel ekki vera góð skilyrði, og það var ekki fyrr en farið var að nota vatnsorku til iðnaðar, aö mönnum varð ljóst, að Noregur átti stórkost- lega möguleika á þessu sviði. Þessu örstutta yfirliti um atvinnuvegi Noregs má vart ljúka án þess minnst sé á verzlun landsins og siglingar. Norðmenn hafa rekið mikla verzlun við útlönd frá því sögur hófust og þeir eru nú þriðja mesta siglingaþjóð heimsins. ' ,\ w' - Mestu síldveiðar við Noreg eru við suðvesturströndina. síðara hluta vetrar og fram á vor. í marz-apríl eru stundaðar þorskveiðar í Lofoten. Noregur rná teljast forystuland í hvalveiðum heimsins FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.