Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 39

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 39
hver annan. En Anderson agent frá ná- grannalandinu beit á vörina og var þungur á brúnina. Og hann hýrnaði ekki, þegar veit- ingakonan kallaði hann inn á skrifstofu sína og tilkynnti honum, að hann hefði sézt stökkva út um glugga hjá frú And- erson. — Hvað um það? sagði Anderson. — Herra framkvæmdastjórinn verð- ur að fara, sagði veitingakonan, — Ég þoli þetta ekki í mínum húsum. Anderson tautaði: — Það er nú ekki það versta. — Ég hef gert boð eftir vagni handa yður. — Það versta er það, að þau eru far- in, hélt Anderson áfram. Og getið þér sagt mér hvert þau hafa farið? — Nei það get ég ekki sagt yður. Anderson tautaði við sjálfan sig: — Ég hef grunað þau lengi. En ég vonaði í lengstu lög að hún hefði höml- ur á sér á framandi stað. — Mér kemur það svo fyrir sjónir, að það séuð þér, sem ekki hafið hömlur á yður. Anderson fór að ýfast og svaraði: — Ég varð að fara inn til hennar til að undirskrifa vátryggingaskjölin. Skiljið þér það ekki? — Hvað komu vátryggingaskjöl hennar yður við? Ókunnrar konu? — Ókunnugrar? Hún er nú reyndar konan mín. — Konan yðar, spurði veitingakonan efagjörn. — Hún var konan mín þá, öskraði Anderson agent. Ég var hér og fékk engan til þess að líftryggja sig, svo að ég skrifaði henni og bað hana að koma. Og nú er hún farin með lækninum. Þau hafa prettað mig. Þau fóru með alla peningana. Þá þagði veitingakonan í mínútu og hugsaði málið. Hún var ekki laus við efasemdir ennþá. — Konu sína getur maður heimsótt á daginn, sagði hún. — Má maður þá ekki heimsækja kon- una sína á nóttunni? spurði Anderson sárgramur. Nú urðu allir í sumargistihúsinu stór- lega undrandi. Þeim fannst frúin hafa leikið á þá. Anderson agent lagði fram skjöl, sem sönnuðu að frúin væri kon- an hans. Það var ekki hægt að efast um það framar. Þau voru búin ag líftryggja gestina. Hetjan Oxenstand vildi helzt ógilda trygginguna sína, en hann varð að þegja, því að hann hafði sjálfur sam- ið skeytið. Adami etatsráð og aðalræð- ismaðurinn hótuðu Anderson kæru. — Gerið þér svo vel, sagði Anderson. — Þið hafið líftryggt ykkur hjá mér. Ég hef skrifað undir skjölin og þau er ekki hægt að véfengja. Og það fór svo að Anderson flýtti sér ekki eins mikið í burtu og upphaflega var til ætlazt. Allir karlmennirnir for- dæmdu þetta verzlunarbragð, að láta konu sína lokka menn til þess að líf- Je/'iaJkriptcjfur + 7cuhM Kunauá De beste turist arrengementer man kan kjöpe i Island. TOURIST BUREAU Hverfisgata 4, Reykjavík, teh: 16400 Po. box: 1162. Telegr. adr.: Vikingtravel. SílaAtctoar + 7axi £tatichJ BSR heiur 40 ára reynslu. — Vanir og gætnir ökumenn. BIFREIÐASTÖÐ REYKJAVÍKUR Reykjcavík . Sími 11720 STEINDÓRS-bílar í stuttar og langar ferðir. — Langferðabílar, — Hópferðir. Innanbæjarbílar, símar 11580 og 24100. Langleiðabílar, símar 11585 og 11586. Bifreiðastöð STEINDÖRS REYKJAVÍK Notið TALSTÖÐVARBlLA BÆJARLEIÐA hvert sem þér farið. BÆJARLEIÐIR Langholtsvegi 115 . Reykjavík Sími 33500 Um borgina nt úi* lioi'giimi í lúliiin frá ♦ FALKINN 39 (/j)omcirl>íló töÉi >orcj,art Simi 22440 mm

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.