Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 34
Sumardýrð - Frh. af bls. 21 kom niður í sveitaþorpið, sem stendur við dálítinn vog á ströndinni. En þarna beið Lars Vik mín með hest og kerru, var ég heldur en ekki feginn að hvíla mín lúnu bein og aka eins og höfð- ingi frá Norheimssund til Östese. Við vorum hálftíma að fara þá leið, en ég býst við, að það hefði tekið mig hálf- an annan, ef ég hefði orðið að ganga. Lars lék við hvern sinn fingur og nefndi mér örnefnin allt í kring, sem auðvitað fór inn um annað eyrað og út um hitt. En ég starði á fegurðina, sumardýrðina, angandi gróðurinn með- fram veginum og upp hlíðarnar, bláan fjörðinn, bláa klettana ofan við skóg- arbrekkurnar, hvíta tinda í fjarska. Og villirósin, — ekki má gleyma henni — hún var enn í fullum skrúða, stórir runnar af Rosa canina og ýmsum af- brigðum hennar, eftirlætisjurtin mín ávallt síðan, — æ, hvílíkt undur að sjá hana blómstra! Og svo komum við til Östese. Vík var spölkorn uppi í brekkunni, stór jörð, ríkisbú á gömlum merg, stórt íbúðar- hús, gripahús, mjög forn „stabbur“ og géysimikil hlaða. Fyrir dyrum úti stóð öll fjölskyldan er við ókum í hlað. Þar 'ÍS// ð — Nú förum við sjálfsagt að nálgast lekastaðinn, Gústi. L' v . — Æ, nú nenni ég ekki að vera að þessu lengur! 34 FÁLKINN var afi þeirra systkinanna, rösklega ní- ræður, Jakob Hanson Vik, faðir þeirra, Hans Jakobson Vik, sem var bóndi á bænum, en jafnframt bankastjóri hér- aðsins. Þá var Jakob Hanson Vik, sem í reynd hafði tekið við jörðinni, þótt faðir hans væri talinn fyrir búi. Bjó hann þar lengi síðan, en er nú banka- stjóri í Östese og sonur hans tekinn við óðalinu. Þar voru og systur Lars og eitthvað af börnum. Allt var þetta frjálslegt fólk, en virðulegt í fasi og leyndi sér ekki kyngöfgi þess, enda hef- ur Vikættin setið á jörðinni frá því ár- ið 1651, en Hans Jakobson Vik keypti hana af kónginum. Óvíða hefur mér verið betur tekið um ævina. Það var eins og fólk væri að fagna heimkomu glataðs sonar. Lið- ið var að kvöldi, og við vorum leiddir til borðs, sem var hlaðið kræsingum. Húsbóndinn las stutta borðbæn, svo sem víða er siður í sveitum Noregs, einkum vestanlands, en þá var tekið til snæðings. Var glatt á hjalla, en fór þó allt fram með virðuleik. Kvöldið leið í góðum fagnaði. Kom nokkuð af ungu fólki frá öðrum bæjum í sveitinni til að sjá útlendinginn, og varð ég að leysa úr mörgum spurningum varðandi ísland. Ég var orðinn þreyttur um kvöldið og sofnaði eins og steinn, um leið og ég lagði höfuðið á koddann. Rúmið var auðvitað prýðilegt eins og allur viður- gerningur á þessu ágæta ættarsetri. Dvaldist ég nú þarna í bezta yfirlæti nokkra daga. Okkur Lars var víða boðið heim og alls staðar stórmannlega veitt. Virtust allir vera á eitt sáttir um að fóðra mig vel, því að ég var bókstaf- lega alinn eins og jólagæs. Grunaði mig, að Lars hefði gefið systrum sínum í skyn, að þess mundi þurfa, því að þær eltu mig með alls konar kræsingar frá morgni til kvölds, þegar ég var heima í Vík. Að síðustu urðum við Lars leiðir á öllu þessu meðlæti. Kom okkur saman um að ganga á fjöllin daginn eftir og halda 1 Víkursel, sem er 2500 fet ofan sjávarmáls, á stað nokkrum, er nefndist Ruedal. Við fórum þrír saman, Jakob bóndi, Lars og ég. Við Jakob féll mér vel frá fyrstu stundu, og urðum við all- samrýmdir, þótt aldursmunur væri mik- ill. Hann var glettinn og kátur og hið mesta prúðmenni. Þótti mér vænt um, er hann heimsótti mig fyrir nokkrum árum og sagði mér það sem drifið hafði á daga hans og ættarinnar þann tíma, er við höfðum ekki samband hvor við annan. Hann var þá líkur því er hann hafði verið tuttugu og þrem árum áð- ur. Mig skoðaði hann í krók og kring, og kímnibros færðist yfir andliti hans. — „Ég er ekki frá því, að þú hafir braggazt,“ sagði hann. — En þennan löngu liðna morgun var hann enn mað- ur á bezta aldri og göngugarpur mikill, svo að við hinir drógumst aftur úr, enda þurfti Lars margt að segja mér um gróður og náttúrur landsins. Fjöll eru með nokkuð öðrum hætti í Noregi en hér á landi, yfirleitt bratt- ari og úr öðrum bergtegundum. Gróður er og frábrugðinn, fleiri tegundir jurta og blóma auk skógartrjánna. Mér var þetta nýstárlegt og þurfti því að at- huga það. En Lars var kennari og hafði gaman af að fræða mig, enda vel að sér í Flóru átthaga sinna og kunni þar góð skil á öllu. Mér verður þessi morgunn lengi minnisstæður. Bláheiður himinn yfir fjalladýrðinni, svalt loftið, dögg á grasi og laufi, blóm og lyng meðfram selja- stígnum, fjörðurinn og byggðin að baki, reykir frá bæjum. Við gengum hægt, því að brött var brekkan og ég léleg- ur fjallgöngumaður, eins og áður er getið. — Uppi undir brúninni er Kongs- hovden, en í honum er eitt kátasta berg- mál, sem ég hef nokkurn tíma komizt í tæri við. Námum við staðar til að tala við fjallahnúk þenna, en hann hafði upp eftir hverja setningu, væri hún ekki lengri en þrjú, fjögur orð. Svar- aði hann með dumbum og ólundarleg- um rómi, líkt og geðillur karl. Við ávörpuðum hann kurteislega í fyrstu, en skjótt harðnaði ræðan og endaði með skætingi. Hvernig sem var farið, hafði hnjúkurinn alltaf síðasta orðið. Og ekki varð honum skotaskuld úr því að svara fyrir sig á útlenzku. Þegar við höfðum skattyrt hann á fjórum — fimm norsk- um mállýzkum, kallaði ég til hans á íslenzku: „Éttu ’ann sjálfur!“ — „Éttu ’ann sjálfur!“ svaraði hnjúkurinn. „Jæja, farðu þá í rass og rófu!“ sagði ég og gafst upp. — „í rass og rófu!“ var svarað. Loks komumst við upp á brúnina, og birtist þá hin fegursta fjallasýn, svo tignarleg og töfrandi, að það gleymist ekki. Þá settumst við niður og hvíld- um okkur stundarkorn, en Lars hafði yfir hið fagra kvæði Ásmundar Ólafs- sonar Vinje: „Her ser eg atter slike fjell og dalar“. Þreytan hvarf okkur skjótt þarna uppi, því að loftið var sem klára vín, og áfram var haldið. Enn skýldu hæðir nokkrar seljunum, en eftir stundarfjórðungs göngu sáum við heim til þeirra, og þá var örskammt eftir. Við lustum upp húrrahrópum, en hópur ungra stúlkna svaraði. Þarna voru sel frá fleiri bæjum en Vík, og meyjarnar flykktust saman til að fagna okkur. Ég sáröfundaði Lars, sem var kysstur og faðmaður af þeim öllum, því að þetta voru systur hans og frænk- ur mestmegnis. Ekki þorði ég að biðja um koss, og enginn var mér boðinn, en hýr bros og glettin augnatillit fékk ég allmörg og bætti það nokkuð úr skák. Við vorum nú leiddir í Víkurselið og bornar á borð fyrir okkur rjóma- kollur, er nefnast á norsku „römme- kolle“. Það eru tíu—-tólf marka bytt- ur, sem nýmjólk hefur verið hellt í og látin súrna yfir nótt En mjólkin þarna í fjöllunum er ekkert gutl, því

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.