Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 23
ir þeirra Norðmanna, er hér dveljast, eru Höydal, sem verður 90 ára í sum- ar, og Andres Bertelsen, sem er 85 ára gamall. Formaður Normannslaget er Einar Farestveit, varaformaður Indrid Björns- son, ritari Arvid Hoel og vararitari Odd Didriksen. ★ Það var skemmtilegt að vera viðstadd- ur, er Norðmenn og íslendingar -héldu 17. maí hátíðlegan í Þjóðleikhúskjallar- anum. Þar mátti sjá margan fagran þjóð- búning og það var ekki síður yngra kvenfólkið, sem klæddist þjóðbúningi. Meðal skemmtiatriða var söngur Fóst- bræðra, sem komu í stutta heimsókn, en þeir kváðust vera að þakka fyrir góðar móttökur fyrr og síðar í Noregi — móttökur, sem þeir kváðu ógleym- anlegar. í dag kemur hingað góður gestur, sjálfur konungurinn yfir Noregi, Ólafur 5. Norðmenn búsettir á íslandi og ís- lendingar munu áreiðanlega taka hönd- um saman um að gera dvöl hans hér á ísiandi sem ánægjulegasta. Einar Farestveit og kona hans Guð- rún. Guðrún er íslenzk, en hefur klæðzt norskum þjóðbúningi í tilefni dagsins. Einar hefur dvalið hér í 28 ár og er nú framkvæmdastjóri hjá G. Helgason & Melsted. Talið frá vinstri: Bernhard Petersen, sem hefur dvalið hér lengst núlif- andi Norðmanna á Islandi. Bernhard kom til landsins árið 1905; Harald Faaberg, sem hefur dvalið hér í 34 ár; sonur Haraldar og kona hans. Fremst til hægri: Sonur Jóns Gíslasonar, Hafnarfirði, og við hlið hans dóttir Haralds Faaberg. Næst þeim er kona Bernhards Petersens og kona Haralds Faaberg. NORÐMENN Á ÍSLANDI FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.