Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Page 23

Fálkinn - 31.05.1961, Page 23
ir þeirra Norðmanna, er hér dveljast, eru Höydal, sem verður 90 ára í sum- ar, og Andres Bertelsen, sem er 85 ára gamall. Formaður Normannslaget er Einar Farestveit, varaformaður Indrid Björns- son, ritari Arvid Hoel og vararitari Odd Didriksen. ★ Það var skemmtilegt að vera viðstadd- ur, er Norðmenn og íslendingar -héldu 17. maí hátíðlegan í Þjóðleikhúskjallar- anum. Þar mátti sjá margan fagran þjóð- búning og það var ekki síður yngra kvenfólkið, sem klæddist þjóðbúningi. Meðal skemmtiatriða var söngur Fóst- bræðra, sem komu í stutta heimsókn, en þeir kváðust vera að þakka fyrir góðar móttökur fyrr og síðar í Noregi — móttökur, sem þeir kváðu ógleym- anlegar. í dag kemur hingað góður gestur, sjálfur konungurinn yfir Noregi, Ólafur 5. Norðmenn búsettir á íslandi og ís- lendingar munu áreiðanlega taka hönd- um saman um að gera dvöl hans hér á ísiandi sem ánægjulegasta. Einar Farestveit og kona hans Guð- rún. Guðrún er íslenzk, en hefur klæðzt norskum þjóðbúningi í tilefni dagsins. Einar hefur dvalið hér í 28 ár og er nú framkvæmdastjóri hjá G. Helgason & Melsted. Talið frá vinstri: Bernhard Petersen, sem hefur dvalið hér lengst núlif- andi Norðmanna á Islandi. Bernhard kom til landsins árið 1905; Harald Faaberg, sem hefur dvalið hér í 34 ár; sonur Haraldar og kona hans. Fremst til hægri: Sonur Jóns Gíslasonar, Hafnarfirði, og við hlið hans dóttir Haralds Faaberg. Næst þeim er kona Bernhards Petersens og kona Haralds Faaberg. NORÐMENN Á ÍSLANDI FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.