Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 19

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 19
ur Noregs um víða veröld, jafnvel til þeirra manna, sem annars koma helzt auga á hershöfðingja og hnefaleikara, stjórnmálamenn og kvikmyndastjörnur. En þótt allmikið beri á Norðmönnum, þegar horft er á þá úr fjarska, mun flest- um finnast enn meir til þess koma að kynnast þeim nánar. Þar spretta fram svo fjölbreyttir hæfileikar og margir kyn- legir kvistar, að furðu gegnir með ekki fjölmennari þjóð! III. Ef skyggnzt er ofurlítið niður í jarðveginn, sem allt þetta er vaxið upp úr, og athugað veðurfarið, sem það hefur dafn- að við, minnir margt á jörð í vorleysingum og umhleypinga- samt gróðrarveður. Andstæðurnar í fari Norðmanna eru svo miklar, að undrum sætir. Þeir eru öfgamenn í skoðunum, ofsamenn í skapi, sjást ekki fyrir, þegar móðurinn er á þeim. Hvort sem litið er á stjórnmál, trúmál, siðferðismál eða þjóðernismál, hefur þar getið að líta hinar gagnstæðustu stefnur, sem fylgt var af ofurkappi. Og sama máli gegnir með einstaklingana, að í Noregi hef ég hitt fyrir hið skemmti- legasta og leiðinlegasta fólk, sem ég þekki, fíngerðustu prúð- menni og mesta rudda, gáfaðasta menn og sauðheimskasta! Þessu hef ég veitt athygli löngu áður en ég datt ofan á þessa lýsingu Holbergs á löndum sínum: „Det, som kaldes middel- maadighed, har liden sted blandt dem, men de, som ere gode, ere í höj grad gode, og de, som er onde, i en höj grad onde.“ Það er engin furða, þótt með slíkri þjóð verði rosa- samt og skriðuhætt, svo að samhliða gróandanum komi fyrir hervirki eyðandi afla. En líf og hreyfing stendur að þess- um andstæðum, og óstýrilát sjálfstæðisþörf einstaklinganna verður frjósöm til mikilla átaka, þótt hún leiði þá stundum á refilstigu. En innan um rosa vorhretanna gætir líka hjá hinum beztu mönnum vermandi vorhlýju, og vil ég einkum nefna þess eitt dæmi. Ég hef hvergi þekkt menn gleðjast eins hjartan- lega yfir því, sem aðrir gera vel, og í Noregi, vitað menn geta verið jafnstolta af verkum vina sinna og eigin verk- um, yfirleitt öllu því, sem þjóð þeirra gæti orðið til gengis og frama. Ef til vill verða þau afrek, sem Norðmenn hafa unnið á síðari tímum, helzt skilin, ef þetta tvennt er haft í huga: stórhugur einstaklinganna fyrir sjálfa sig og stór- hugur þeirra fyrir hönd þjóðarinnar allrar. Þeir hafa viljað efla menn til höfðingja, koma upp stórmennum, gefa þeim byr undir vængi. Að vísu hefur þetta ekki gerzt bardaga- laust. En af hinni kauðalegu öfundssýki, sem hylur sig í gervi afskiptaleysis, kæruleysis og strembinnar þagnar um það, sem bezt er, reynir að kæfa það með dekri við miðlung- ana, er lítið hjá Norðmönnum. Þeir eru of stórbrotnir, hrein- skiptnir og örgeðja til þess. IV. Mér hefur oft fundizt, að ég hafi hvergi, þar sem ég hef Frh. á bls. 33 Gustav Vigeland. Henrik Ibsen. Friðþjófur Nansen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.