Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 20
Kristmann Guðmundsson, rrthöfundur; SUMARDÝRÐ i NOREGI Morgunninn var hvítur og blár með rósaslikju yfir firðinum og kristalsglitr- andi dögg á grasi og greinum. Ég hafði verið vakinn klukkan sex og var kom- inn á járnbrautarstöðina á Garnes klukkan hálf sjö. Litlu síðar kom lest- in brunandi frá Bergen. Ég skauzt inn í vagninn, og af stað var haldið. Lest- arferðin átti þó ekkj að verða löng, aðeins dálítið austur með firðinum til Trengereid, en þaðan ætlaði ég gang- andi alla leið til Ostese í Harðangri . . . Lestin þaut með mig meðfram morg- unbjörtum firðinum. í bláum hlíðunum voru þokudreglar, og gegnum opinn gluggann ómaði kall gauksins úr öllum áttum: Gúk-kúgúk-kú! Það var eins og sumarið sjálft væri að hrópa á mann, hláturmilt og örvandi. — Á móti mér sátu piltur og stúlka, bæði lagleg. Ekki virtust þau þekkjast neitt. En þegar við komum úr undirgöngunum fyrir innan Turvik, sá ég allt í einu, að þau voru bæði orðin blóðrjóð í framan og augu þeirra leiftruðu. Það hafði eitt- hvað gerzt, meðan dimmt var í lest- inni. Þessi undirgöng voru svo stutt, að ekki þótti taka því að kveikja ljós í vögnunum þar. Innan skamms vorum við komin til Trengereid. Ég brosti til ungu stúlkunn- ar, kinkaði kolli til piltsins og fór út úr lestinni. A stöðinni keypti ég gos- drykki og vínarbrauð í nestið, en lagði síðan á brattann. Úr hlíðinrii var dá- samlegt útsýni yfir Oysterfjörðinn. Allt var vafið fögrum gróðri, sem tafði fyrir mér, því að ég hef sjaldan getað gengið framhjá fallegri hríslu án þess að skoða hana nánar. Það var Þegar orðið heitt í brekkun- um, en svöl golan kom á móti mér uppi á hálsinum, og gekk ég nú rösk- lega ■ allt yfir til Mandal. Á þessum breiða hálsi eða heiði var dálítið vatn í dal, sem mig minnir að heiti Hisdal- ur. Þar hitti ég gamlan, stinghaltan bónda á vegi mínum. Hann var forvit- inn um hagi ferðalangsins og spurði mig spjörunum úr. Ég sagði honum hið sanna, að ég kæmi frá Islandi. Þótti honum það svo undarlegt, að hann hristi lengi höfuðið, en sagði síðan: „Aldrei hélt ég, að íslendingar litu svona út!“ Ekki veit ég, hvort hann meinti þetta Frónbúum til hróss eða hneisu. Ég gekk nú sem leið liggur niður til Adland við Samnangerfjörðinn, en þang- að eru 11 km. Var þarna alls staðar hið fegursta sumarland, trjá- og blóm- gróður hvert sem litið var og byggðin reisuleg meðfram ströndunum. Frá Ad- land var haldið til Tysse, en þaðan um bakka Frölandsvatnsins upp Frö- Harðangurfjörður í allri sinni dýrðarfegurð. landsdalinn. Þar er villt og unaðsleg náttúrufegurð, sem mér hefur aldrei tekizt að gleyma. Mér er einnig minnis- stæð leiðin fram hjá Kúhólmafossi og gegnum þröngan, stórkostlegan dal, nán- ast gjá, sem nefnist Storlien. í þessum dal voru feiknar breiður af Digitalis, sem Norðmenn kalla refabjöllur. Það var fögur sjón. Þarna þrumaði stórelf- ur ein í gljúfrum niður dalgjána og bergmálið kastaðist milli klettanna, sem risu víða snarbrattir upp frá ánni og þó skógivaxnir. Geysilegur niður og hávaði var í dalnum, svo að mér þótti naumast einleikið. Var sem allt ómaði af nálægð dulinna vera: kossar, hvísl, hlátur og jafnvel grátekki hljómaði í eyrum mér. Víða í stöllum bjarganna meðfram veginum voru hellar, holur og gjár, hálfhuldar bjarkarlaufi, og sýnd- ist mér sums staðar gægjast andlit út úr dularfullu rökkrinu. Mér var ljóst, að þetta var ekki íslenzkt huldufólk, ef um dularverur nokkrar var að ræða. Það var allt gáskafyllra, jarðneskara, — þarna var Pan á ferð og félagar hans. Sólin skein á heiðum himni, en frá ánni stafaði góðum svala, og mér var því greitt um spor. Um tvöleytið kom ég upp að Bratta- fossi, sem er á mótum dalgjár þessarar og Ekedal, að mig minnir. Þar settist ég niður og hvíldi lengi lúin bein. Áður en varði, hafði ég leitað á vit hugleiðsl- unnar ljúfu, og nú fannst mér ég kom- ast í nánari snertingu við náttúrur þessa lands en nokkru sinni fyrr. Ég sá með andans augum mínum þá tíva, er þarna svifu yfir og geymdu þessa sérkenni- lega landslags. Þeir voru öðruvísi en verur þær, er líða um auðnir íslands. Ég fann, að þeir voru mér vinveittir, en á einhvern hátt, sem mér tókst ekki að skynja. Allt í kringum mig innan um fjölbreyttan gróður fossbrekkunnar þóttist ég finna að álfar stigju dans og léku leiki sína. En einnig þeir voru framandi, -—• kannske var Huldan meðal þeirra, hin halaprúða og vergjarna skóg- ardís? í fossúðanum sjálfum sá ég greinilega bjartar verur, sem líktust vatnadísunum heima, en ef til vill voru þær ímyndun mín. Áfram var ferðinni haldið upp í fjalla- auðnina. í Ekedalen fór ég fram hjá efstu byggð þeim megin, litlum, fátæk- legum fjallabæ. Þar keypti ég mér mjólkursopa hjá gamalli, góðlegri konu. Hún spurði mig ekki einungis að heiti, heldur um ætt mína alla, eins og ég væri upprunninn úr næstu sveit. Ég

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.