Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 29
sem er hvít eða gulhvít, lifir í hylkjum eða púpum, sem bera sama lit og það efni, sem þær nærast á, þar sem smá- agnir af efninu þekja púpuna. Ef föt eru hengd til geymslu, án þess að þau séu viðruð og burstuð nákvæm- lega, brotum og vösum snúið við, burst- að vel í öllum rykkingum og föllum, getur mölurinn dafnað vel í þeim í hlýj- um og dimmum skápum. Getur lirfan á stuttum tíma etið stór göt á efnið eða nagað burt alla ló af því. Matar-, fitu. og svitablettir í fatnaði draga möl- inn að sér, og einnig gamlar skinna- vörur. Einnig getur bómullar- og alsilki- fatnaður orðið fyrir barðinu á fatamöln- um, er þó sjaldgæft. En hver er þá bezta vörnin gegn möl? Hreinlæti fyrst og fremst. Viðrið all- an fatnað oft og þvoið allan þann ullar- fatnað, sem hægt er að þvo, áður en hann er látinn til hliðar. Hreinsið vel allar fatahirzlur og fataskápa, og getur verið gott að þvo þá úr salmíakvatni, sé hætta á, að mölur hafi komizt í þá. Þá fást í lyfjabúðum ýmis efni, sem sprauta má í fatahirzlur, einnig undir teppi og í húsgögn. Bezt er að fara eftir leiðarvísi, sem fylgir hverri tegund. Þá er gott að hafa kamfórumola eða naftalínkúlur til varnar í hirzlur og ílátum, en þetta kemur því aðeins að gagni, að hirzlurnar séu loftþéttar, því að annars gufa þær fljótlega upp. Lykt- in af þessum tegundum leitar niður, er þyngri en andrúmsloftið, á því alltaf að hengja eða leggja þessar kúlur ofan í ílátin, eigi þær að koma að notum. Sé hætta á að mölur hafi komizt í fatnað, er gott að láta hann hanga i sterku sólskini í nokkra tíma, en það drepur bæði eggin og lirfurnar. 50,C vinnur líka á mölnum, og má því nota heitt strokjárn, pressa fatnaðinn vandl- lega með því. Þá drepur frost einnig mölinn, og nægir að hafa hluti, sem mölur hefur komizt í, í 35° frosti á C í 1 klst., eða við 0° í þrjár vikur. Er þetta einkum gott við bólstruð húsgög'n, sem oft eru mölbæli, og erfitt að kom- * ast að því að uppræta mölinn í þeim. Hentugt er að geyma fatnað í plastic- eða pappírspokum. Viðrið og burstið eða þvoið allt vel, áður en það er látið * í pokana. Merkið pappírspokana, en Púpa af fatamöl. Brauöterta fyrir karlmenn Bakið kringlótt brauð úr góðu deigi, kljúfið það í tvennt. Notið bara annan helminginn. Smyrjið hann með smjöri, ágætt að blanda dálitlu af sinnepi eða karrý saman við það. Leggið græn salatblöð þar ofan á, síðan bragðsterkan ost, hann má ýmist rífa eða leggja í sneiðum eins og myndin sýnir. Búið til kram- arhús úr ,,spegi“pylsusneiðum eða skinkusneiðum, fyllið þau með mörðum ananas eða eplamauki, festið þeim með trépinnum. í miðjunni er lögð ananassneið, stein- selju stungið í miðjuna. plastik er gagnsætt og því mun hent- ugra. Einnig má vefja fatnaði inn í pappír og líma fyrir. Gólfteppi, sem geyma á, skal viðra og berja vel. Stráið eða úðið á það möl- eitri og leggið pappír yfir, áður en tepp ið er vafið þétt saman. Síðan er gott að vefja um það dagblöðum og líma fyrir. Um húsgögnin gildir það sama. Viðrið þau, burstið og ryksugið svo vel sem kostur er á og geymið þau í kulda, ef þau þurfa að standa óhreyfð um tíma. Úðið þau með eitri, sé grunur á möl í þeim. En hins vegar skulu húsmæður varast það að þekja aðeins öll teppi og húsgögn með dagblöðum, áður en farið er að heiman um tíma. Myndast þá hin ákjósanlegustu vaxtarskilyrði fyrir möl- lirfur, sem hafa nægilegt myrkur og geta því nagað í friði og ró, án þess að koma nokkurn tíma fram í dagsljósið. Lyf, sem innihalda DDT, eru mikið notuð í baráttunni við mölinn. Áhrifa þess getur gætt allt upp í 2 ár, fer eftir því hversu mikið er notað af því. Teppi skal ætíð sprauta að neðanverðu, ryk- sugan kemst að mölnum á yfirborðinu. Lyf þessi eru eitruð og þarf því að þvo sér vel, er lokið er notkun þeirra. Bezt er að úða fyrir opnum glugga. Mörg þeirra eru eldfim og því skal ekki reykt meðan á úðun stendur. Að sjálf- sögðu mega Þau ekki komast í námunda við matvæli. Munið, að myrkur, friður og hiti eru beztu skilyrðin fyrir mölinn. Birta, hreint loft, hreyfing og fyrst og fremst hreinlæti er bezta vörnin gegn möl. féitJtj* MHMjaná

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.