Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 26
1. Undir sumarsól - Frh. af bls. 16 um byrginn. Það varð lítið úr honum þessa daga, sem læknirinn var á sum- argistihúsinu. Hann reyndi í fyrstu að láta sem ekkert væri, en þegar frú Trampe, fegurðardrottningin, horfði tindrandi augum á lækninn, stóðst hetj- an ekki mátið lengur. — Þér hafið dregið mig á tálar, sagði hann við frú Trampe. Hann sagði þetta daglega og endurtók ásakanir sínar. Dag nokkurn sagði hún honum sína meiningu hreinskilnislega. Hún var orðin leið á hetjunni Oxenstand. — Éð hef ekki dregið yður á tálar. En ég get ekki látið mér þykja vænt um yður á þann hátt sem þér ætlizt til. Og til hvers ætti það líka að vera? Ég er gift, gætið að því. — Það hefðuð þér átt að segja mér strax. En þér létuð það alveg vera. — En við skulum samt vera ágætir kunningjar, hélt hún áfram. Þá hló hetjan. — Og þér ætlið að vera eins og systir mín. Er það ekki kallað svo? Hún var ástfangin af lækninum og talaði við hann um kvöldið niðri í garð- inum. — Ég veit um manneskju, sem gæti verið miklu hamingjusamari en hún er, sagði hún og roðnaði. — Það eruð þó ekki þér? — Jú, það er ég. Þér eruð læknir og skiljið það. Það er hættulegt að vera úti í sveit og fyllast lífsþrótti af úti- loftinu og hafinu. Og hér er enginn sem hægt er að ... « 'A ^ R R / ö t/ L • • F o • T F\ L ■5 T ’O • ■ 5 r '0 R T T- - F A TjT 1<]h ■ T u T T A H A ■ N 'A L ■ E N N / S\b L • £ L P F Æ R t y £ kJ/< F L ‘ N A U T R ‘O N A T J A R 0 D D u r[f ■ E A S T A • \ ■ R / K vi E r A]R fÍ 'A /A A K 0 L A\B R ■ ■Ajf L S T A R ■ P ■A R A /?fs U F ’a r / N N • W ■ K 0 K /< A H Ú F A A / k i • ‘0 L J, ■ T R 'e R E y Ð ! Iv v|e £ CT L J ■ ~'ú K ■B L- r|5 i ' • F J 'A R ■ T '~r]A U_£) n\h / "ó ö s\h F B A A ^ V Æ Cr k A D V ö L A K • 5 P / L- ö N D[S B f A R ■ 'A í< A L L L J 0 S RA N - 5 / L L A T /1/5 i -Ð A R Geysimargar lausnir bárust við verðlaunagátu nr. 18. Verðlaunin hlýtur: Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Steinatungu, Garðahreppi, Gull- bringusýslu. — Rétt ráðning birtist hér að ofan. 26 FALKINN Hetjan Oxenstand gekk fram hjá. Hann virtist vera að leita að einhverj- um, sem hann ætlaði að drepa. Þessi frú Anderson íær að vera hjá yður svo oft sem hún vill. Læknirinn hló og sagði: — Það eru bara verzlunarerindi. Við líftryggjum fólk. Hún græðir á tá og fingri. Má ég sjá hringinn yðar. Lofið mér að halda í hönd yðar. Ekki það? Bara rétt sem snöggvast. — Nei, það þori ég ekki. Gerir frú Anderson það? Jæja, nú lofa ég yður að halda í hönd mína eins og ég væri að samþykkja eitthvað. En það geri ég nú samt ekki. Ég samþykki ekki neitt. Skiljið þér mig rétt? En, góði, hvað gerið þér nú? Hún dró að sér höndina. En ekki fyrr en hann hafði kysst hana. — En hvað höndin á yður er fín og heit, sagði hann. Og frú Anderson gekk fram hjá. Var hún afbrýðisöm? Það kom einkennileg- ur glampi í augun, þegar hún leit á þau. Frú Anderson var stolt og hélt leiðar sinnar, en þegar hetjan Oxenstand sett- ist á veggsvalirnar og fór að tala við hana, var hún mjög ástúðleg við hann. Og þau sátu þarna tvö ein og hvísluð- ust á, eins og þau vildu sýna skötuhjú- unum í garðinum, að þau hefðu fundið hvort annað. Frú Anderson óttaðist engan reikn- ing. Hún borgaði á sumargistihúsinu eins og þessi skuld gæti varla talizt. Og etatsráðið kastaði stórum blómvöndum inn um gluggann hennar í myrkrinu á kvöldin. Að vísu var hún í ónáð allra kvenna á gistihúsinu, en það lét hún ekki á sig fá. Og hún virtist enga sam- úð eiga með neinum öðrum en þeim, sem hún lagði lag sitt við þá stundina. Hún virtist enga samúð eiga með hin- um óheppna starfsbróður sínum, And- ersen. Hann var klaufi. Hann kunni ekki að hræra hjörtun. Af þeim fáu orð- um, sem milli þeirra fóru, gátu áheyr- endur fundið hug þeirra hvors til ann- ars. Alls hins versta óskuðu þau hvort öðru til handa. Það var mikill hiti eina nóttina. Et- atsráðið lá úti í glugganum til þess að fá sér ofurlítinn svala. Það var dimmt og hann heyrði þjóta í trjánum niðri í garðinum. Honum datt í hug að gefa gætur að gluggum frú Anderson fyrir neðan, — athuga hvort þeir væru aftur, hvort ljósin væru slökkt, hvort frúin svæfi. Þá heyrði hann glugga opnast í myrkrinu. Það er einn af gluggunum á herbergi frú Anderson, og maður stekkur úr. Etatsráð Adami fær sting í hjartað og honum verður ekki svefn- samt þá nótt. Um morguninn bar hann þennan hræðilega leyndardóm eins og maður, en undir hádegið gafst hann upp við að þreyja í þögninni lengur. Hann fór til frú Milde og sagði henni leyndar- málið. Frh. á bls. 37 KYNLEGT, að það skyldi vera svona dimmt í dag. Það var þó farið að verða bjartara á morgnana að undanförnu. Ekki var hún heldur of snemma á ferli. Raunar var tekið að birta af degi að vissu leyti. Lengst í fjarska var himinn- inn næstum því hvítur yfir kolsvörtum húsaþökunum, en það stafaði ekki birtu af honum, það var næstum því enn dimmara af hans völdum. Loftið var þykkt og eins og þokudrungað. Ljós- kerin báru ekki einu sinni birtu, að heitið gæti. Þau voru dauf og lofthrædd í myrkrinu og ósuðu. í dag var allt svo undarlegt. Þetta hlaut að verða óheilladagur. Hún hafði fundið þetta á sér, þegar hún var að hita handa sér kaffið í morgun. Hún hafði ekki vakið börnin, en bara tekið til mat handa þeim og látið þau sofa — þetta var þó sunnudagur. Henni hafði orðið svo undarlega við að fara frá þeim. Þau voru svo lítil og hjálparvana þar sem þau lágu og sváfu, — þau hlytu að verða svo einmana, þegar hún færi frá þeim, hafði hún hugsað með sér. Svo hafði hún misst bollann á gólfið, hann hafði ekki brotnað, en allt þetta indæla kaffi fór til spillis. Hún var líka orðin naumt fyrir, svo að hún hafði orðið að fara í flýti, án þess að bragða þurrt né vott. Það var sennilega þess vegna, að hún var svona loppin og skjálfandi. Hún laut niður og láði betra taki á þungum blaðastranganum. Það var eig- inlega ekkert vit í að burðast með svona þunga byrði. Einhvern góðan veðurdag myndi hana bresta þrek til þess. Að lokum kæmi að því, að maður yrði of gamall. til þessa. Það sóttu svo margar hugsanir að henni. — En ef hún félli nú fyrir ofur- borð einhvern góðan veðurdag? Hvað átti hún til bragðs að taka, ef hún ork- aði þessu ekki framar einhvern daginn? Guð minn góður, hvað myndi þá verða um börnin? En það var ekki til neins að hugsa. Það bætti ekki úr skák. — En ef hún nú í raun og veru .. . Hún nam staðar og stóð kyrr í sömu sporum og starði fram fyrir sig og tinaði ofurlítið. Það setti hroll að henni, og hún hélt áfram göngunni. Það var sannarlega kalt, og það var ömurlégt. Eða kannski var það ekki rétt, að það væri kalt? Öðru hverju var næstum því mollulegt, að því er manni fannst. En það var ekki notalegt í dimmunni á þessum morg- ungöngum eftir mannlausum götun- um. Það var svo hljótt, að það var hreint ekki notalegt. Og mætti maður manneskju, þá mátti heyra fótatakið langar leiðir milli húsa- raðanna, — en það var svo dimmt, að það var næstum því ógerlegt að sjá, hvers konar fólk það var, sem kom gangandi á móti manni. En verst var, að maður gat heyrt fótatak án þess að nokkur kæmi. Hún

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.