Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Page 22

Fálkinn - 31.05.1961, Page 22
Norskur piltur og norsk stúlka í hátíðaskapi. Talið frá vinstri: Sigríður, kona Othars Ellingsens; Valgeir Björnsson, hafnarstjóri, og kona hanh Eva Björnsson, sem. er norsk og hefur dval- ið hér hátt upp í fjörutíu ár. Fremst til hægri: Sandberg, sendiráðsrit- ari, og kona hans; Othar Ellingsen og við hlið hans er kona Börde am- bassadors, sem gat ekki mætt á skemmtuninni vegna veikinda. FÁLKINN heimsæktr skemmt- un hjá Nordmanns- taget, 17. maí. NORDMANNSLAGET í Reykjavík er stofnað 1933, og er tilgangur félags- ins fyrst og fremst sá, að efla kynni og samvinnu Norðmanna sem hér eru búsettir. FÁLKINN fékk leyfi til að heimsækja félagið, er það hélt upp á þjóðhátíðar- dag Norðmanna í Þjóðleikhúskjallaran- um 17. maí s.l., og eru myndirnar hér á opnunni teknar við það tækifæri. í félaginu eru um 150 meðlimir eins og stendur. Félagsmenn koma saman til fundar í hverjum mánuði á tímabilinu október til 17. maí. Eins og mörgum mun kunnugt, á fé- lagið landssvæði í Heiðmörk, og hefur það reist þar bjálkakofa í norskum stíl. Árlega fara félagsmenn þangað til að gróðursetja trjáplöntur. Bjálkakofinn var skírður Torgeirsstaðir, í höfuðið á fyrrverandi ambassador Norðmanna a íslandi, en hann var mikill áhugamað- ur um skógrækt. Eins og skýrt hefur verið frá í mynda- texta, hefur Bernhard Petersen dvalið hér lengst núlifandi Norðmanna, en elzt-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.