Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 6
,FÓLKIÐ ER ALLS STAÐAR EINS‘ Rætt vi5 Jiígóslav- neskt fólk, sem sezt hefur að hárlendis Á meðan við sitjum í strætisvagnin- um og bíðum þess að komast á leiðar- enda, laumumst við til að líta í bók og lesa okkur ögn til um Júgóslavíu. Ekki svo að skilja að bannað sé að lesa um Júgóslavíu, hvorki í strætis- vagni eða annars staðar, heldur hitt að á íslandi er alltaf litið svo einkenni- lega á þá, sem sitja í strætisvagni og eru að lesa í bók. Síður ef þeir lesa bara í blaði, eins og Vísi eða svoleiðis. Og ástæðan fyrir því að við veljum okkur lestrarefni um Júgóslavíu er sú að við erum á leiðinni í heimsókn til Júgóslava, og þá er svona skemmti- legra að vita eitthvað um landið, að geta að minnsta kosti staðsett það svona nokkurn veginn á heimskringl- unni. Federatione Narodna Republika Ju- goslavija, er sambandslýðveldi í norð- verðurhluta Balkanskaga, 256.588 fer- kílómetrar að stærð og íbúar um 16 milljónir. Höfúðborgin heitir Beograd. Ekki er hægt að segja að landið sé af- skekkt, því að því liggja ein sjö lönd. Að norðan: Austurríki og Ungverja- land. að austan: Rúmenía og Búlgaría, að sunnan: Grikkland og Albanía og að vestan: Ítalía og svo Adríahafið. í gegnum norðausturhluta landsins fell- ur Dóná á leið sinni frá Ungverjalandi inn í Rúmeníu. Eftir þjóðþingið 1946 skiptist landið í 6 lýðveldi, auk einstakra sjálfsstjórn- arhéraða. Þingið er í 2 deildum, sem kýs forsetaráð, formaður þess er for- setinn. Sér til aðstoðar hefur hann 6 undirforseta og 30 þingmenn. Ráðherr- ar eru 27, forsætis- og varnarmálaráð- herra er Josip Broz, Tito. Þegar við lítum á landakortið, sjá- um við að ef við færum frá Pýrenea- fjöllum í beina línu austur á bóginn, yfir Miðjarðarhafið, Ítalíu og Adría- hafið, kæmum við í miðbik Júgóslavíu, ekki langt frá borginni Sarajevo sem við þekkjum þó öll að nafninu til. Það var þar, sem hinn austurríski Frans Ferdinand var myrtur þann 21. júní 1914, en það morð var talin hin ytri orsök heimsstyrjaldarinnar fyrri. Og ef við höldum frá Sarajevo og beint í norður, förum við rétt fyrir vestan Búdapest í Ungverjalandi, yfir Tékkó- slóvakíu Þýzkaland, Pólland, Danzig, Eystrasalt, Stokkhólm í Svíþjóð og Tromsö í Noregi. Þetta er allt svo að segja á sömu lengdargráðunni, Og þó að við séum ekki beinlínis á þeim buxunum núna að krussa alla Suður. og Mið-Evrópu, nema svona í huganum þá er okkur heldur ekki til setunnar boðið, því að strætisvagninn er kominn á leiðarenda. Ja, á leiðar- enda, það er nú full mikið sagt, því að nú eigum við fyrir höndum að leysa flókna skipulagsgátu einhvers verk- fræðingsins og finna rétta leið að hús- inu nr. 24 við Akurgerði Þetta er eins og dægradvöl í jólablaði, þar sem prins- inn fær prinsessuna að launum, ef hann kemst eftir öllum völundargöngum í hellinum. Og eins og í öllum slíkum gátum, þá er rétta leiðin stutt og ein- föld, þegar hún hefur einu sinni verið farin. Er við berjum dyra, kemur ung kona á móti okkur og vísar okkur inn. Hún heitir Simica Mustac, og við setj- umst niður og spjöllum við hana og bróður hennar, Ante Matulj. Hann er 24 ára gamall og fór frá Júgóslavíu yfir til Italíu fyrir rúmum 5 árum. Hann hefur ekki komið heim síðan. I skóla lærði hann ítölsku, frönsku, þýzku og ensku, auk júgóslavneskunn- ar, og á ferðum sínum hefur hann kynnzt spænsku, norsku og íslenzku. Við spyrjum Ante, hvers vegna hann hafi farið til Ítalíu. — Það voru margar ástæður fyrir því, svarar hann, en ég vil sem minnst um þær tala. Við skulum segja að mig hafi langað til að komast eitthvað út fyrir Júgóslavíu. Að Ítalía varð fyrir valinu er af því að ég átti heima við strönd Adríahafsins. og þá var aðeins yfir það að fara til að komast til Ítalíu. Okkur sýnist brosviprur í kringum munninn. — Varstu lengi á Ítalíu? — Ég var þar í tæpt ár, en fór það- an til Frakklands. Ég vann í Renault- bílaverksmiðjunum í tvö ár. Þá fór ég á sjóinn, sigldi á norsku skipi til Norð- urlanda og víðar, t. d. til Afríku. Þá fékk ég bréf frá systur minni hér á Islandi. Hún hafði misst manninn sinn og stóð ein uppi með þrjú börn. — Komstu þá til íslands? — Já. ég fór þá til íslands, kom hingað í apríl í fyrra — Hvað fórstu þá að gera? — Fyrstu 6 mánuðina vann ég á Kirkjusandi, en núna vinn ég í Hamp- iðjunni — Útlendingar eru alltaf spurðir, hvernig þeim lítist á ísland hvað seg- ir þú um þitt álit á landinu og fólkinu? — Fyrst leizt mér nú ekkert sérlega vel á mig hér, en það hefur breytzt. Hvað fólkið snertir, þá er það ekkert öðruvísi en annars staðar. Norður- landabúar skera sig reyndar alltaf ör- lítið úr, en annars er fólk alls staðar eins, finnst mér. Ég hef kannski ekki kynnzt íslendingum nógu mikið til að geta dæmt um það — Hvað gerir þú í tómstundum? — Eitt og annað, fer í bíó svona einu sinni eða tvisvar í viku, og svo fer ég á ball stundum. kannski einu sinni í mánuði. Núna er ég í sumarfríi, og þá langar mig til að fara norður á Siglu- fjörð og Akureyri. Ætlar þú að vera lengi á íslandi enn? —- Ég veit það ekki. Ég hugsa ekki langt fram í tímann. Systir mín vill ekki yfirgefa ísland, maðurinn hennar er jarðaður hérna. Hann dó tæpu ári eftár að þau komu til íslands. — Hvað vann hann hérna? — Hann vann á Kirkjusandi fyrstu mánuðina eftir að þau komu til lands-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.