Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 28
Að leikslokum - Framh. af bls. 9. Ijós, þegar maður lifði ekki eðlilegu lífi. Og ég sé nú, að ég lifi ekki eðlilegu lífi heldur. Ég er tuttugu og fimm ára og ætti að fara að gifta mig, en það er enginn, sem ég kæri mig um. Þegar þú kemur heim frá leikhúsinu hamingju- söm og glöð, langar mig stundum til að rétta þér löðrung. Samt held ég, að ég gæti aldrei fengið það af mér, en . .. . “ „Ég held,“ sagði Melissa íbyggin, „að þú sért hrifin af hr. Kean.“ ,,Vitleysa,“ sagði Mary með þjósti, en Melissa vissi, að þetta var satt. Hún vissi sem var, að engin ung og hailbrigð stúlka gat staðizt ungan og laglegan mann. Einkum vegna þess að þau höfðu setið þarna í leikhússalnum og horft á leikrit sem fjallaði um ástir. Ungt fólk var þá oft gripið annarlegum tilfinningum. Næsta morgun hljóp hún til frænku sinnar og sagði: „Geturðu ekki tekið þér frí og komið með mér í dag líka? Geturðu ekki þótzt vera mamma mín? Getum við ekki lifað af mínum tekj- um? Mömmur barnastjarnanna koma vanalega me'ð þeim og hjálpa þeim. Kannski fá þær borgað líka.“ „V,ið getum spurt þennan Kean þinn,“ sagði Mary og brosti við. „Hann er ekki minn, en kannski get- um við átt hann báðar.“ Er þær komu til leikhússins, sagði hr. Kean: „Ungfrú Brown — Mary —, gætuð þér ekki komið ásamt Melissu á hverjum degi? Hún leikur mikið bet- ur, þegar þér eruð með. Munið þér hvað ég sagði um hæfileika hennar, hún er verð svolítillar hvatningar.“ „Það er nú lítil uppörvun í því, hr. Kean.“ „Kallið mig Barney. Mér finnst, að við höfum þekkt hvort annað lengi.“ Melissu fundust tilsvörin vera eins og þau áttu að vera og smeygði sér burt, inn á milli bekkjaraðanna. Leik- ritinu var að ljúka. Ekki því leikriti, sem var verið að æfa á sviðinu, heldur hinu. sem ekki var leikið, hinu raun- verulega. „Ég er svo glöð,“ sagði Melissa, er hún fékk að vita um ákvörðun frænku sinnar. Ég er í raun og veru mjög hrædd, þegar ég er ekki á sviðinu. Og ég leik ekki með í öðrum þætti og að- eins í lokin á þriðja. Ég verð enn hræddari, er ég hugsa um. að ég á enga mömmu, sem situr og bíður min á þriðja bekk.“ „Vesalingurinn minn,“ sagði Mary og faðmaði hana að sér. „Mig grunaði ekki, að þú fyndir svona til móðurleysisins.“ Þetta var í byrjun á öðrum þætti hins raunverulega leikrits, en Melissu fannst hann þegar of langur. Dag nokkurn tók 28 FÁLKINN hr. Kean hana afsíðis og sagði lágt: „Melissa, vilt þú hjálpa mér? Ég vil giftast frænku þinni.“ „Ó hr. Kean, ég er svo glöð,“ sagði hún fagnandi. „Viltu ekki kalla mig frekar Barn- ey? Ekki það? Nei, nei. Barney frænda þá.“ Ilún hallaði undir flatt. „Nei, en ég veit., hvað ég ætla að kalla þig, seinn^.“ Hann andvarpaði og leit á hana. „En frænka þín gefur mér ekkert tækiíæri til þess að biðja hennar. Hún hefur enga trú á leikhúsfólki. Hún held- ur, að við séum alltaf að leika. Að vísu gerum v.'ð það líka, en þegar leiknum er lokið, þá er honum lokið. En. . . . Hvað ertu að hugsa um Melissa?" „Það er hún, sem er hrædd, hún er hrædd um að verða ein eftir,. þegar verkinu er lokið.“ „Ég skil,“ sagði hann alvarlega. „Þakka þér fyrir, Melissa.“ Sama kvöld sagði Melissa v,ið frænku sína: „En hvað allt verður dapurlegt eftir frumsýninguna, þá fer hr. Kean í burtu, og ég sé hann kannski aldrei framar. Ég elska hr. Kean.“ „Ég vil ekki þetta þvaður, þú ert bara að leika.“ „Alls ekki, sagði Melissa. Ég elska hann eins og maður elskar föður sinn.“ Tárin runnu niður kinnarnar. „En þú ert bara reið við mig.“ „Ekki við þig, en ég er gröm út í sjálfa mig, af því að ég get ekki ákveð- ið mig.“ „Þú ert alvarlega hrifin af hr. Kean, frænka, og þú elskar leikhúsið.“ „Hvernig veizt þú það? Ég hef alltaf sagt, að ég fyrirliti allt, sem varðar leikhús. Ég hef strengt þess heit að e,iga ekki leikara fyrir eiginmann vegna þess, hvernig fór fyrir foreldrum þínum.“ Þær litu hvor á aðra. Melissa skildi þá konu, sem var hrifin af manni eins og hr. Kean, hún skildi því frænku sína. Melissa hafði oft séð ást á leik- sviði, en þetta var sörm ást. Hún stóð upp frá borðum og lagði hendurnar um hálsinn á frænku sinni. „Elsku, elsku frænka, giftu þig hon- um,“ sagði hún. ,,Mér geðjast svo vel að honum. Hann er eins og pabbi, mér þykir eins vænt um hann og þig.“ „Ó, þú litla ósvífna leikkona,“ sagði Mary og faðmaði hana að sér. „Litli angurgapi, þú færð vilja þínum fram- gengt.“ /6 ---------' 7Í3// Flotaœfing í vasaútgáfu. Skyldum við ekki fá stœrri skrifstofu bráðum? Úr öskunni í eldinn. „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir œtla sér leyfist það.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.