Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 15
AÐALHLUTVERK: Lin Nan......... Curd Jiirgens Gladys Aylward . Ingrid Bergman Mandaríninn..... Robert Donat Hok-A .......... Michael David Frú Lawson...... Athene Seyler Sir Francis .... Ronald Squire Dr. Robinson .... Moultry Kelsall Hr. Murfin ..... Richard Wattis Yang............ Peter Chong Sui Lan ........ Tsai Chin jjPllll mgmmm SHSSKfi - 33H Wm mii — jj jji§ i WKKMm Kokkurinn Yang segir Gladys frá mandarínanum, Hsien Chang. Hún gekk inn um sveifludyrnar og gekk rakleiðis að afgreiðsluborðinu. Á lítið svart spjald stóð skrifað með gylltu letri: J. A. Murfin. Roskinn mað- ur, sem önnum kafinn var að lesa yfir próförk af ferðaáætlun, leit nú til henn- ar og stóð upp. — Góðan dag, ungfrú, sagði hann og virti fyrir sér klæðnað hennar og brjóst- umkennanlega ferðatöskuna. — Hvað getum við gert fyrir yður? - Hvað kostar það að fara til Kína, spurði Gladys dauflega. — Kína? Hvert í Kína/ungfrú? — Það er alveg sama, bara ef það er staður, sem ég kemst fljótt og ódýrt til. — Með skipi er það ódýrast 90 pund, svaraði hr. Murfin. — En ef notuð er járnbrautin yfir Síberíu, er hægt að komast það fyrir 41 pund. — Það er betra, þó að það sé há upp- hæð samt, sagði Gladys, og áhugi henn- ar vaknaði. Hr. Murfin hristi höfuðið og sagði: — Það er engin leið fyrir unga stúlku að fara þannig. Hann gekk með Gladys að stóru landabréfi, sem hékk á einum veggnum. Með blýanti sýndi hann henni leiðina. — Það er kannski í lagi í gegn- um Holland, Þýzkaland og Pólland, en þaðan er farið í gegnum Rússland og Síberíu. Það er mjög löng leið, og hún er bæði erfið og hættuleg á þessum tíma. Það hafa verið óeirðir við rússnesku og kínversku landamærin, og báðir hafa sent liðssveitir þangað. Það verður ... — Það hefur ekkert að segja, tók Gladys fram í. — Ef ég aðeins kem’st til Kína, skal ég sjá um framhaldið, sagði hún áköf. — Það eru bardagar í landamæra- héruðunum, hélt hr. Murfin áfram, og við getum ekki tekið ábyrgð á því að þér komizt þangað lifandi. — Þegar ég fer héðan, fer ég gang- andi til Chelsea, sagði Gladys hátíð- lega. — Hver getur tekið ábyrgð á því að ég komist þangað lifandi? Ég vil gjarnan panta far til Kína, það er að segja þessa á 41 pund. Hr. Murfin gafst alveg upp, hann leit á hana og brosti svo allt í einu. — Hvennær viljið þér fara af stað? Hún leit á hann og var nú orðin hálf óstyrk. — Ég veit það ekki, hr. Murfin. Ég á ekki 41 pund, en ég get borgað eitthvað núna, og svo kem ég í hverri viku og borga það smám saman. Þér megið treysta mér. — Ég efast ekki um það, sagði hr. Murfin fljótmæltur. — En við seljum nú ekki fargjöldin á þennan hátt, Vilj- ið þér ekki safna fyrir farinu fyrst og koma síðan og borga það allt í einu? Hún hristi höfuðið. — Nei, þá missi ég kannski kjarkinn og gefst upp á miðri leið. Ef ég ‘aðeins veit að ég hef þegar eignazt lítinn hluta af farseðlin- um, þá verður það miklu léttara fyrir mig. Hún tæmdi síðan litlu slitnu pyngj- una sína á afgreiðsluborðið. — Ég á eitt pund og fimm shillinga, sagði hún og ýtti peningunum til hans. — Er það nóg sem fyrsta afborgun? — Það er ekki nóg fyrir yður að eiga eftir aðeins 4 pennies, ungfrú! Er þetta allt og sumt, sem þér eigið? — Já, en ég á að byrja að vinna í dag. Hann tók við peningum og gaf henni kvittun. — En hvað verður, ef yður fellur ekki nýja vinnan og þér hafnið henni eða farið úr henni bráðlega? _ — Ég bjarga mér, sagði hún ákveðin, lét kvittunina í töskuna sína og gekk út úr ferðaskrifstofunni með sælubros á vör og næstum sigri hrósandi. Mánuðum saman sparaði Gladys Ayl- ward við sig samtímis því sem hún reyndi að afla sér meiri vitneskju um Kína. í því efni var það henni mikil hjálp að vera innan dyra hjá Sir Fran- cis, en í bókasafni hans voru nær ein- göngu bækur um þetta „ríki sólarinn- ar.“ Af hreinni tilviljun komst hinn aldni landkönnuður að því að nýja stofu- stúlkan hans fékk bækur úr bókasafni hans með sér upp á herbergið sitt á kvöldin. í fyrstunni reyndi hann að halda yfir henni þrumuræður, en að lokum fór það svo að hann fékk áhuga á Gladys og óstöðvandi viljafestu henn- ar. Hann hjálpaði henni með ráðum og dáð, en peningalán vildi hún ekki þiggja. Að lokum rann upp sá mikli Framh. á bls. 32. Í Kína óskar fólk hvert öðru, að það hljóti fimm stig af hamingju: auðævi, langlífi, góða heilsu, hæversku og friðsamt andlát. En hver er þá hin sjötta hamingja? FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.