Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 22
^notur Bakkadúkurinn ér fullsaumaður 30X 42 cm (= 173X250 spor) ætlið IVi cm aukalega með 10 þráðum. Gert er ráð fyrir að bakkadúkurinn sé saumaður úr hörlérefti, sem er það þéttofið, að 62 þræðir séu í hverjum 5 cm. Varpið fyrst efnið allt í kring, svo að ekki rakni úr því. Saumið síðan kross- saumsröðina allt í kring 2% cm + 10 þráðum frá brún. Saumið síðan kross- saumsmynstrið samkvæmt skýringa- myndinni í báða enda bakkacíúksins, bezt er að byrja efst í vinstra horni. Saumað með 2 þráða DMC garni yfir 2 þræði. Að lokum er bakkadúkurinn faldaður, athugið að hornin fari vel. .. ' : Hér að ofan sjáum við bakka- dúkinn, sem lýst er í meðfylgj- andi greinarkorni. Gert er ráð fyrir, að dúkurinn sé saumaður úr hörlérefti, sem er svo þéttofið, að 62 þræðir séu í 5 centimetrum. Til hægri: Skýringarmynd. 1 fern- ingur = tveir þræðir. Rautt hár lýsist, ef maður vætir greiðuna daglega í vínanda áður en maður greiðir sér. Strítt hár, sem ekki liggur vel, mýkist ef maður ber í það brilliantin og kembir það með mjúkum bursta. Gott er að nota hárnet meðan ver,ið er að venja hárið. Hárlosi er hægt að verjast með því að þvo höfuðið vandlega úr tjörusápu, upp leystri í vatni og er hrært í þangað til hún freyðir. Eftir höfuðþvottinn úr þessu baði, er hárið skolað vel úr volgu vatni. Þegar hárið er orðið þurrt er hárið og höfuðsvörðurinn nuggaður vel úr vaselini Þetta er gert þriðja hvert kvöld. Flösu er hægt að eyða með því að þvo höfuðið úr eggjahvítu, sem er hrærð út í vatni — O — Þegar fiskur eða hænsni eru soðin er ágætt að láta safann úr hálfri sítrónu í vatnið. Það gefur fyrirtaksbragð. — O — Vatnsglös, sem drukkin er úr mjólk, á ævinlega að skola úr köldu vatni, áð- ur en maður þvær þau úr volgu vatni. — O — Látið súpu aldrei sjóða um of Hún verður betri ef hún er látin smásjóða í lengri tíma. — O — Ef maður ætlar að hreinsa vel silfur- skeiðar, gaffla og slíkt er ágætt að láta þau í sjóðandi vatn með nokkru af sóda í. Ein matskeið af sóda í 3—4 lítra af vatni. Látið svo silfrið þorna í nokkrar mínútur og þurrkið það vel á eftir. Kleinuuppskrift. 500 g hveiti 1 egg 1 bréf eggjaduft 50 g smjörlíki 75 g sykur 2 skeiðar gerduft Vi teskeið hjartasalt. Blandið gerinu og eggjaduftinu vel saman. Látið eitt bréf af kardemomm- um í. Myljið síðan á milli handanna hveitið, smjörið, sykurinn og eggin. Þegar þið hafið blandað þessu vel sam- an, látið þið mjólkina út í, ca. Vz líter. Þegar mjólkin er komin í, eltið þið deigið og fletjið það út ca. Vz cm þykkt, skerið síðan lengjurnar í ca 3 cm löng stykki. Stingið gat á miðjuna og snúið kleinunum við. Tólg eða plöntufeiti er sjóðhituð og kleinurnar brúnaðar í henni. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.