Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 26
Flogið upp - Framh. af bls. 13. átti mér einskis ills von, aö konan mín hringir í mig niður í útvarp. Ég hafði verið viðstaddur upptöku, og hún hafði ekki getað náð í mig fyrr. Hún segir mér að Erlingur hafi hringt heim, og það bíði eftir mér heljarstór prófdóm- ari úti á velli. — Hjálpi mér. Núna? — Já, segir hún þú verður að fara strax út á völl. Gangi þér vel. Þegar ég kem út á flugvöll kemur Erlingur á móti mér og segir, að hann sé að láta kalla flugvél niður. Ég skuli fara úr frakkanum, ég fari upp eítir nokkrar mínútur. Prófdómarinn heils- ar mér og eftir litla stund er flugvélin tilbúin. Ég sezt fyrst upp í, og svo kemur prófdómarinn á eftir. Hjálpi mér, þvílíkt tröll. Ég er nú sæmilega breiður, en herðarnar á hon- um . . . . fylla alveg stjórnhúsið. Og ég uppgötvaði mér til skelfingar, að ég sé ekki nokkurn hlut á mælitækin. Hvernig á ég nú að fara að því að halda hæð og hraða, ég sem sé ekki neitt á tækin nema ég standi upp í sætinu og klifri fupp eftir bakinu á manninum? Ég þori ekkert að segja. Erlingur snýr vélinni í gang fyrir okkur, brosir til mín og ég loka dyrunum hjá mér, og ek vélinni af stað. Hvaða braut er það nú aftur, hugsa ég. Braut 32 samkvæmt vindpokanum. Ég ek þangað, prófa vél- ina og fer yfir listann, einn að þessu sinni Grænt ljós frá turni og ég set á fulla ferð. Það er erfitt að reyna að lýsa þessari flugferð. Ég barðist við að halda rétt- um hraða og éttri hæð, teygjandi höf- uðið yfir aðra ;;vora öxlina, svona rétt til að koma auga á mælana öðru hverju. Við lentum tvisvar án þess að prófdóm- arinn segði nokkuð. Lendingarnar voru mjög sæmilegar. Þegar við vorum að beygja á lokastefnu í þriðja sinni, kom rautt ljós frá turni. Ég gái í kringum mig fljótt, og til hægri er farþegaflug- vél að lenda, og við erum í veginum. Ég gef fulla benzíngjöf og hækka flug- ið aftur, flýg meðfram brautinni og fylgist með ferðum vélarinnar. Hún er lent, og henni er ekið út af brautinni. Lendingin tekst enn vel og við förum ekki upp aftur, beygjum út af braut og nemum staðar rétt hjá turninum. Þá byrjar prófdómarinn að spyrja um ým- islegt, svo sem hvað merki hin ýmsu ljós frá turninum. Ég er svona rétt að átta mig eftir flugferðina, og man auð- vitað ekkert. Prófdómarinn hlær. Hann veit að ég er óstyrkur. Svo fer að rofa til í hausnum á mér og við tölum sam- an um stund Svo vindur hann sér út 26 FÁLKINN og spyr um leið hvort ég sé nokkuð hræddur við að fara einn. — Auðvitað er ég hræddur. Hann brosir. — Farðu einn hring, og komdu svo upp að skóla. Með það fer hann. Og ég er einn, aleinn. Ég sé að hann gengur upp að moldarhrauk, sem er rétt við brautina. Þar stendur Er- lingur og ég sé að þeir taka tal saman. Hana nú, þar gefur turninn mér grænt: Heimilt flugtak. Ég ek vélinni út á brautina, beini henni rétt, dreg djúpt andann, og set á fulla ferð. Hvað er þetta! Flugvélin er komin á loft, og ég er ekki einu sinni búinn að keyra hana hálfa venjulega leið. Það munar svona mikið um einn mann. Það hverfur all- ur óróleiki og ég finn að ég brosi svona með sjálfum mér. Hér ertu nú kominn, einn upp í flugvél Er það ekki gam- an? Jú, víst er það gaman. Alveg eins og ævintýri. Fljúgðu nú fallega og taktu rétta beygju. Mundu að það er horft á eftir þér. Já, það er rétt, — ég verð að vanda mig. Þegar ég er á loka- stefnu, sem er yfir Öskjuhlíð og fram hjá skólanum, horfi ég út til hægri. Þarna er moldarhraukurinn. En þeir standa ekki bara tveir þarna, Erlingur og prófdómarinn heldur er stór hópur Nú já, strákarnir í skólan- um eru mættir. Þeir ætla auðvitað að sjá mig gera einhverja bölvaða vitleys- una. En þeir mega standa þarna til kvölds þess vegna. Ég skal lenda eins og engill. Ég er ekki eins og maðurinn vestur í Ameríku, sem var að taka sóló- próf, en hefur líklegast orðið svo hrædd- ur þegar hann var kominn upp aleinn, að har.n flaug og flaug. Honum voru send merki um að koma niður. Flug- vélar flugu upp á eftir honum og reyndu að þvinga hann niður, en hann flaug bara og flaug, og svo varð. flugvélin benzíniaus og féll eins og steinn til jarðar. Og auðvitað dó maðurinn. Tarna var skrýtin saga, því ertu að hugsa um svona sögu núna, þú átt að fara að lenda. Og svo gerði ég það. Og lendingin tókst vel, ég lenti vélinni á þrem hjólum og hún lyftist ekki einu sinni að aftan. Þegar ég ók út af braut- inni var hópurinn lagður af stað af moldarhrúgunn.i. Og baksvipurinn á piltunum var eins og á mannskapnum, sem leggur leið sína á völiinn til þess að sjá landann sigra eitthvert erlent úrvalsiiðið, sem svo gerir sér lítið fyrir og vinnur Strákarnir höfðu ekkert hlægilegt séð bara rétt sæmilega lend- ingu, engin loftköst, engin óvænt hlið- arsnor. Ég ók vélinni upp að skýli, og strák- arnir komu á móti mér hristu hendi mína og óskuðu mér til hamingju. — Jæja, sagði einn, heldurðu að þú haldir ekki áfram? — Haldi áfram? — Og takir fleir.i próf? — O varla held ég. Þetta er nóg fyrir mig. — Auðvitað heldurðu áfram og lær- ir meira. Þetta er bara byrjunin. Ég klifraði út úr vélinni, strauk vængnum laust og klappaði á nefið. Kannski er þetta bara byrjunin. — Kannski er ég kominn með bakteríuna. Ef svo er, þá er þetta skemmtilegur sjúkdómur, flugið. Heillandi og ríkt af ævintýrum. Fjögur skot - Framh. af bls. 21. unni. Mér er því miður ekki annars úr- kosti. Robinson kinkaði kolli og reyndi að bæla niður bros sitt. Hann sá fyrir sér fyrirsagnirnar í blöðuhum, daginn eftir. „Verjandi verður fyrir voðaskoti vegna tilraunar11. Og síðan myndi koma öll sagan um það, hvernig hann hafði reynt að byggja að nýju upp atburðarásina á skrifstofu Tom Wards, með því að láta skammbyssuna falla á skrifborðið. Klukkan tíu stundvíslega næsta morg- un, var réttur settur að nýju. Dómarinn leit forvitnisaugum á handlegg Robin- sons. Hann var umvafinn svartri silki- dulu. Vopnasérfræðingurinn Keller steig aftur í vitnastúkuna. Robinson reis á fætur. Það fór kurr um salinn. Hann sneri sér hægt við, til þess að allir gætu séð handlegginn. Síðan tók hann byssu Ashleys og gekk að vitninu. — Ef ég man rétt, hr. Keller, þá sögð- uð þér í gær, að þér hefðuð skotið reynsluskoti úr þessari byssu. — Já, það er rétt. — Ég geri ráð fyrir, að öryggislás- inn hafi ekki verið á, þegar þér gerð- uð það. — Auðvitað ekki. Annars stæði ég enn á rannsóknastofu minni og remdist við að hleypa af. — Þér eruð þá sannfærður um, að lás inn á þessari byssu verði að vera op- inn, til þess að hægt sé að hleypa af. — Já. — Og þér álítið ekki, að lásinn geti opnazt við snöggt högg. — Það er ógerningur. — Hafið þér nokkurn tíma gengið úr skugga um þetta? Ég á við, hafið þér nokkurn tíma látið vopnið falla á eitt- hvað hart? Keller iðaði í sæti sínu. — Svarið spurningu minni! Robin- son var ekki lengur vingjarnlegur á manninn. — Ég hef ekki reynt það. — Hvers vegna ekki? — Mér datt það blátt áfram ekki í hug. — Yður datt það ekki í hug, segir þér. Heilt mannslíf er í veði, og yður dettur ekki í hug að reyna að sanna það, sem mestu máli skiptir. Ég verð að segja,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.