Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 30
Bakkus - Frh. af bls. 10 þeirra. En eftir að hafa kynnt sér slíka lýsingu á því hvað höfðingjarnir hafast að, hneykslast væntanlega einginn á kotúngnum, sem um svipað leyti deyr „úr brennivíni“ hér og þar um landið með tóman magann. Af drykkjuskap presta fara einna flestar og nákvæmastar sögur ál8. öld. Voru þeir sídrukknir og deyjandá við messugerðir, bölvuðu kirkjugestum og útdeildu óæti í stað kaleiks og patínu og þvíumlíkt; og lentu margir 1 ófögr- um málum. ★ Alls staðar var ótæpilega drukkið hvenær sem færi gafst: í veizlum, á alþíngi, í kaupstaðnum, verstöðinni, á ferðalögum og við dagleg störf. Enn eru ónefnd tvö atriði: vikivakasamkomurn- ar og smalabúsreiðarnar þar sem mik- íð var svallað. Þegar kemur fram á 19. öldina helzt ástandið að miklu leyti svipað framan- af, og brennivínsausturinn jókst fylli lega í samræmi við það að fólki fór þrátt fyrir allt heldur fjölgandi. 1823 birtir Klausturpósturinn eftirfarandi um brennivín: „Brennivín styttir dag- ana og er rennandi eldur sem brennir upp og fortærir lífinu með her miklum sjúkdóma, hverjum það veldur, en spill- ir mörgum áformum, ásamt siðgæði og lunderni manna. Samt telja margir læknar það erfiðisfólki, með sparnaði brúkað,, miklu síður skaðvænt en kaffe, og sú er reynsla orðin fjölda þjóða, eins qg vorrar, hverri þetta endurhressíng- rjr meðal (brennivín) er fyrir laungu orðið, sem öðrum, að vanans nauðsyn; flyzt því mikið híngað og kaupist á liverju ári. Eigi það að valda sem minnstum skaða, þarf að brúka það spart og í hófi; líka ríður mjög á að það sé gott og ómeingað, og að menn ekki kaupi í því vatn fyrir vín, eða íineinguð óholl, skemmd skerpandi efni. Það er með því tilliti að konúngar vor- ir híngað til hafa gottgjört kaupmönn- um, eftir potta- eður tunnutölu talsvert fyrr flutning góðs, ómeingaðs Kaup- mannahafnar brennivíns, sem reynist 6 gráður sterkt, til íslands, og svo ætti það því hér að reynast og reynist hjá mörgum. Samt má útaf hjá sumum bera, því alþekkt er dauft, smekkslæmt 6g svokallað forbrennt og ódauns brennivín.“ 1836 skrifar Tómas Sæmundsson Fjölnismaður: „Lítið fer siðferðið batnandi á íslandi, þó flestu öðru fari heldur fram en aft- ur. Drykkjuskapur og lauslæti ætla ég aldrei hafa komizt jafnhátt sem nú, og eftir ávöxtunum að dæma miklu hærra fyrir norðan en í eystri hluta Sunn- lendingafjórðúngs: sextíu brennivíns- tunnur hrökkva nú ekki þar sem fyr- 30 FÁLKINN ir tuttugu árum nægðu fimmtán, og hér eru við annaðhvort fótmál þeir sem hafa drýgt hór tvisvar og þrisvar sinn- um . ..“ Þá er hér fróðlegt plakat frá 1837: „Borgari í Reykjavíkurbæ hr. Einar Hákonarson hefur öðlazt rétt til, frá næstkomandi fardögum að halda kaffi- hús og veita þar hressíngarmeðöl fyr- ir ákveðna borgun útí hönd, hvers vegna gestir hér eftir ekki munu þurfa að bregða þessum bæ um að hér fáist ekk- ert að drekka nema brennivín (Dára- drykkur), og þessvegna hljóti aðkom- andi jafnan hér að vera drukknir, þeim til skaða og svívirðu, hvað hér eftir ekki þarf að gángast við. Stefán Gunnlaugsson, bæjarfógeti". 1843 birtir dr. Jón Hjaltalín læknir grein í Nýjum félagsritum þarsem hann ræðst á víndrykkju íslendinga og hvet- ur til bindindis. „Ég ætla ég þurfi ekki að fara mörg- um orðum um það, hversu mjög brenni- vínsdrykkjan á seinni árum hefur auk- izt á íslandi. Það eru nú einu gæðin sem ísland hefur haft af kaupverzlun Dana, að hún hefur gert marga af þeim drykkjurútum. Verzlunarmönnum hef- ur verið vilnað í á hverjum brennivíns- pela, svo þeim yrði því hægara fyrir að flytja þennan gersemisdrykk inní land- ið, og þegar drykkjumenn fjölga með þessu lagi, sem eðlilegt er, (því sjald- an hefur verið skortur á brennivíni, þótt margar þarfavörur hafi vantað), er hlegið að öllu niðri í Danmörku, og haft í skemmtisögum um drykkjuskap prestanna á íslandi og hvernig þeir líti út þegar þeir sé að slarka dauða- drukknir í verzlunarstöðunum .... í hinum stærri verzlunarstöðum kemur varla sá dagur, að ekki megi sjá fylli- svínin ráfa fram og aftur og fara búð úr búð til að sníkja út brennivín, þángað til þeir velta útaf og geta einga björg sér veitt. Ég var nú fyrir 5 árum á markaði í Altónborg, og var þar saman kominn múgur og margmenni, 70 eða 80 þúsundir manna eða meira. Gekk ég þrjá daga um á markaðnum, og er mér eiður sær, að ég sá þar eing- an ölvaðan mann. Þremur árum síðar var ég á markaði í Reykjavík. Munu þar naumast hafa verið tvær þúsund- ir manna, en þó mátti daglega sjá all- marga ölvaða, og það á stundum þá, sem eiga að gánga á undan öðrum með góðu eftirdæmi .... Varla er sú kaup- staðarmynd til á íslandi, að ekki megi sjá nóg merki drykkjusvallsins um alla kauptíðina. — Þá eru og veiðistöðvarn- ar litlu betri, því þar er ekki sjaldgæft að menn séu fullir frá morgni til kvölds þegar ekki verður róið .... Þá er að minnast á drykkjusvallið við kirkjurn- ar, og er þar um sannast að segja að það muni heldur hafa farið í vöxt á seinni árum, þó nóg hafi verið prentað upp aftur af guðsorðabókunum gömlu. Ég ætla að það muni vera alltítt við sumar kirkjur, að þá sé svallað hvað mest, þegar slíkt ætti helzt að varast. Ég bendi með þessu til drykkjusvalls þess, er sums staðar verður samfara alt- arisgöngunni. Verður ekki með sanni á móti því mælt að þann dag sem geing- ið er til altaris, drekka sumir hvað fastast og lenda á stundum í illdeilum .... Það mun ekki ofhermt að fluttar séu til íslands á ári hverju 5000 tunnur af brennivíni. Nú hefur Bjarni amt- maður Þorsteinsson talið svo, að hér um bil 89% verkfærra karla væri á ís- landi, og telst þá svo til, að hver verk- fær maður á landinu drekki rúma hálf- tunnu brennivíns á ári hverju, auk romms, extraktar og víns, sem ekki er gott að vita mæli á .... “ Og hér eru upplýsingar um innflutn- ing brennivíns úr blaðinu Gesti Vest- firðingi: „í skýrslu frá árinu 1787 um aðflutt- ar vörur til íslands má sjá að þá í næstliðin 21 ár, eða frá 1766, hafi ár- lega flutzt til landsins rúmlega 160 tunnur brennivíns. Árið 1818 fluttust til landsins 1200 tunnur af brennivíni. Og árið 1843 voru fluttar hingað a. m. k. 5000 tunnur brennivíns. Af þessu má ráða, að aðflutningur brennivíns, og drykkja þess að því skapi, hefur að meðaltölu vaxið um rúmar 20 tunnur á ári frá 1766 til 1818, eður í 51 ár; en nú næstliðin 25 ár, frá 1818 til 1843 um 152 tunnur ár hvert, sem eftir meðalsölu- verði á brennivíni verða hérum 3000 dala virði .... “ ★ Ófáar sögur hafa laungum geingið af hinum og þessum drykkjumönnum sem þekktir voru á götum Reykjavíkur sem annars staðar á þessum árum, auk hinna sem höfðu efni á að stunda „Klúbbinn“ í Aðalstræti. Og raunar hafa íslenzkir drykkjuslarkarar ævinlega gefið tilefni til sögusagna, enda margir þeirra af- burðamenn um fleiri hluti. Margir þeirra dáðu manna sem bezt og leingst fleyttu íslenzkri menníngu fram á við á geingnum öldum voru líka dyggir svein- ar í fylgdarliði Bakkusar. Það mun og sannast sagna að ófarnaður sá er þjóðin hlaut af drykkjuskapnum á fyrri tímum var einganveginn sök brennivínsins í sjálfu sér. Til hans lágu jafnan rætur — Æ-já, mér finnst hann nú vera orðinn fullákafur í þessum grænmetisáts-kenningum sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.