Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 25
eða draga sig í hlé um stund. Og þá er hánn undir eins for- tapaður. Hér er engin miskunn hjá Magnúsi, og sá lögreglu- maður, sem gleymir því eitt augnablik að hann er mótspilari og slakar á kröfunum til sjálfs sín, er týndur og tröllum gefinn. Hann finnst einhvers staðar í skúmaskoti með kúlu gegnum hausinn, eða líkið hans finnst á reki í einhverjum skurðinum. Ef til vill bíður hann bana í skammbyssuviður- eign. Það er honum sjálfum að kenna, því að hann hefur efazt um það eitt augnablik að hann gæti unnið spilið. Hann má aldrei efast. Og það sem á við um hundeltan afbrotamanninn, iögreglu- manninn og einkanjósnarann, á ekki síður við um blaða- manninn og blaðaljósmyndarann, sem gerast meðspilarar i þeirri trú að þeir vinni. Ef þeir slaka á því að beita eftir- tekt sinni eitt augnablik, fær mótspilarinn tækifæri til að leika þann leik, sem ef til vill ræður úrslitunum. Cornell hafði numið staðar. Helen Truby tók fyrst nú eftir því að hann stóð við hliðina á henni með munninn hálf- opinn. Hann var hræddur og flónslegur í senn. Hún horfði á manninn, sem hafði átt sök á því að Cornell nam staðar. Þetta var ofur algengur maður, látlaust klæddur og með syfjuleg augu. Hann kinkaði kolli svo að varla var hægt að sjá það. En Cornell lét sem hann sæi það ekki. „Komdu nú,“ sagði maðurinn í hálfum hljóðum. Helen þorði ekki að líta yfir götuna, þangað sem hún vissi að Lock Meredith stóð og þóttist vera að horfa inn um búðarglugga. „Það var svo um talað. . . .“ byrjaði Cornell stamandi. „Þegi þú. Við skulum koma heim á gistihúsið.11 Ungi maðurinn hreyfði sig í áttina. Ben Cornell elti hann, eins og í leiðslu. Við og við gaut hann augunum til Helenar til að sjá hvort hún fylgdist með þeim. Hann var orðinn náfölur. Þegar þau komu á gistihúsið fór maðurinn með honum upp í herbergið. „Mér datt í hug að ég mundi finna yður hérna,“ sagði hann. Þetta var freklegt gabb. En hvernág gat Cornell grunað, að Eldflugan og félagar hans þrír höfðu orðið heldur en ekki forviða er þeir fundu Ben Cornell í Albany er þeir komu þangað — svo að segja í afturljósinu á vagni blaðaljósmynd- arans. Eldflugan hafði undir eins séð að hér var tækifæri til að fá bættan skaðann, sem hann hafði beðið við að íkveikjan í trésmiðju Holmes mistókst. Cornell lét fallast niður í hægindastól. Svo sagði hann reiður: „Það var umtalað að yður ættu að duga 7.000.“ „Hvaða sjö þúsund?“ spurði bófinn hæðilega. „Þú tókst út tryggingarupphæðina og straukst svo með laglegri stelpu — það gerðirðu." Spoke var ánægður með hvernig hann lék hlutverk sitt. „Ég afhenti þessa 7.000 dollara manninum, sem kom heim til mín um klukkan 19 í gærkvöldi," sagði Cornell æstur og varð enn fölari. „Ef þið reynið að segja eitthvað annað þá er það lygi.“ „Hægan, hægan, bróðir.... Við höfum ekki fengið þessa 7.000 dollara, og húsbóndinn sendi mig hingað til þess að segja, að hann væri fokre.iður og hefði í hyggju að grípa til alvarlegra ráðstafana.“ Cornell andvarpaði og leit á Helen, Svo sagði hann biðj- andi: „Þér sáuð sjálf að ég fékk Terry peningana, var ekki svo?“ „Nei,“ svaraði Helen. Henni datt í hug að þarna fengi hún eina hugsanlega tækifærið til að hefna sín. „Hvað segið þér?“ Ben spratt upp úr stólnum. Hann ætlaði að ráðast á stúlkuna, en Spoke rétti út handlegginn, sem var harður og gildur eins og bóma á skipi. „Það er eitthvað að taugunum í yður,“ sagði hann bros- andi. „Og að minninu. Húsbóndinn sagði mér að ég ætti að taka við 12.000 dollurum — út í hönd.“ Cornell sneri sér að honum. Tveir eldrauðir dílar voru hvor á sinni kinn hans. „Þetta er fjárþvingun!“ hvæsti hann. „Svívirðileg fjár- þvingun! Og þetta kvendi þarna starfar með ykkur.“ „Ekki er það lakara,“ sagði Spoke og leit með viðurkenn- ingu á Helen og virti hana fyrir sér. „Komdu nú með pen- ingana, annars verð ég að fara í handalögmál. Mér er illa við að skemma svona laglegan lítinn mann eins og þig.“ Cornell hugsaði sig um. Varir hans titruðu. En þegar hann leit á Spoke, sem hvessti brúnirnar, sá hann að mikið var í húfi. Hann gekk að handtöskunni sinni og opnaði hana. Svo tók hann seðlabúnt og taldi tuttugu og fjóra seðla. Spoke gekk úr skugga um að þetta væru 500-dollara seðlar og stakk þeim í vasa sinn. „Þá erum við kvittir," hvæsti Cornell fjúkandi reiður. „Alveg kvittir,“ sagði Spoke og bar tvo fingur upp að hattbarðinu. „Nema þig langi til að gefa henni systur ofur- litla ágóðaþóknun.“ „Blandið þér mér ekki í þetta,“ sagði Helen. „Allt í lagi, systir — nú fer ég.“ Og eins og vanur ver- aldarmaður snerist hann á hæli og fór út úr herberginu. Kaupmaðurinn sletti sér niður í stólinn. Hann þurrkaði svitann af enni sér með hvítum vasaklút. „Rændur 19.000 dollurum,“ dæsti hann. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Hann hvessti augun á Helen, sem var á leið inn í her- bergið sitt með kápuna á handleggnum. „Hvers vegna luguð þér?“ hrópaði hann eftir henni. „Þér sáuð sjálf að ég borgaði delanum — Terry — þessa pen,inga!“ Helen yppti öxlum. Svo sagði hún og hló við: „Mér fannst þér ekki hafa nema gott af því.“ Cornell spratt upp eins og hann ætlaði að ráðast á hana. En allt í einu snerist hann á hæli og gekk út að gluggan- um. Iiann lyfti gluggatjaldinu, svo að hann gat séð út á götuna og umferðina. Þannig hafði hann staðið mestan hluta dagsins, nema þessa stuttu stund, sem hann hafði verið úti á götunni. Helen var að hugsa um hvort Lock Meredith mundi hafa séð fjárkúgunarmenn fara upp í herbergi Cornells, og hvort hann skyldi hvað gerzt hafði. Vissi Lock að brennuvargurinn vúr svo að segja á næstu grösum við hann? Hún óskaði þess að Lock Meredith hefði hugsun á að elta þennan unga of- látung, Spoke, og komast að hvar bófarnir hefðu bækistöð sína þarna í Albany. Það væri hægt að gera út um þetta glæpamái á einum hálftíma, ef Meredith kynni að taka það réttum tökum. En — hvernig átti hann að renna grun í hvaða erindi þessi dularfulli sendiboði átti upp til Cornells? Hún þóttist v,iss um, að Meredith væri einn síns liðs þarna í Albany; hann hafði ekki fengið ráðrúm til að ná í neina aðstoðarmenn sína til að koma með sér. (Framh.) Cornell haf&i numið staðar. Heien Truby tók nú fyrst eftir því að hann stóð við hEiðina á henni með munninn háffopinn. Hann var hræddur og flónsiegur í senn FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.