Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 4
G. Helgason Hafnarstræti 19 RauSarárstíg 1 TOLEDO VOGIR OG KJÖTVINNSLUVÉLAR útvegum við með stuttum fyrirvara svo sem KJÖTSAGIR HAKKAVÉLAR STEIKARVÉLAR ÁLEGGSSKURÐARHNÍFAR BÚÐARVOGIR FISKVOGIR fyrir verzlanir og frystihús IÐNAÐARVOGIR og BIFREIÐAVOGIR TOLEDO vörurnar eru heimsþekktar fyrir gæði & Melsted h.f. Sími 11644 Látið EXAKTA myndavélina varðveita eíidurminningarnar frá sumarleyfinu yðar Fjölvirkasta myndavél heimsins Mikið úrval alls konar aukatækja SöluumboS VERZLUNIN OPTIK Hafnarstræti 18 EinkaumboSsmenn G. HELGASON & MELSTED H.F. Hafnarstræti 19 Sir Alec Guinness hinn kunni skapgerðarleikari var nýlega í Japan, þar sem hann kynnti sér japanskar siðvenjur, því að hann á að leika Japana í næstu mynd. Á meðan hann dvaldist þar var hann spurður, hvort honum fyndist mikill mun- ur á áhorfendum þar og heima í Englandi. „Nei“, svaraði hann og hló við, „þeir hósta nákvæmlega eins“. Sir Alec á vanda til að vera fremur viðut- an. Einn dag fór hann að heiman og snéri hatturinn öfugt. Athugull strákpatti kom auga á þetta og sagði: „Sir Guinness, hattur yðar snýr öfugt“. Sir Alec svaraði ofur rólega: „Hvað veizt þú um það, þú hefur ekki hugmynd um í hvaða átt ég ætla að fara“. ★ Ferðamenn, sem koma til Vínarborgar munu ef til vill reka í roga stanz yfir því að þar finnast hvorki meira né minna en þrjú hús, sem. kölluð eru hús Beethovens og er skrautlegt skilti á hverju húsi, er gefur það til kynna. Þetta er síður en svo undarlegt, þar sem tónskáldið bjó ekki í færri íbúðum en 29 á meðan hann dvaldist í þessari háborg lista. Orsökin er hinsvegar sú, að tónskáldinu kom ekki allskostar vel saman við húsráðendur sína. Hinn franski milljónamær ingur og listmálari Bernard Buffet, sem frægur er fyrdr að mála aflangar og angur- værar fígúrur. ætlar nú að gerast kvikmyndaframleið- andi. Hann telur listmálara hafa sérstaka hæfileika til þess að gera góðar litmyndir. Eins og mönn- um er kunnugt um. er hann kvæntur mjög fagurri konu, Annabelle að nafni, og hefur hún oftar en einu sinni verið fyrirsæta hans. Forvitnir franskir blaðamenn spurðu hann því, hvort hann hefði ætlað sér að láta konu sína leika aðalhlutverkin í myndum sínum. Buffet svaraði þessu svo: „Kæru vdnir, Annabelle leikur aðalhlut- verkið í lífi mínu, það hlýtur að vera nóg fyrir hana“. ★ í næsta syndaflóði munu menn drukka í pappír, en ekki vatni eins og forðum. Somerset Maugham.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.