Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 12
100 fet, hraði 75 mílur. Ég var ögn sveittur á enninu eftir lendinguna, en Erlingur lét sem ekkert væri. Hann nagaði pennan og horfði niður á bless- aða jörðina, sem svo illa hafði tekið á móti okkur áðan Ég reyndi að róa sjálf- an mig. — Þú lifðir skellinn af, og þú ættir að lifa svipaðan skell aftur. Vertu nú rólegur, hann Erlingur bjargar ef þörf er á. Já svaraði ég sjálfum mér, en þú getur ekki alltaf ætlast til þess að Erlingur bjargi þér, nú verður þú, veskú, að bjarga þér sjálfur. Þú veist hvernig á að lenda flugvél, hvað geng- ur eiginlega að þér? Ertu hræddur? Nei, alls ekki. Hvað þá? Hvað þá! Held- urðu kannski að þetta sé eitthvað skemmtilegt? Ojá, ég held það. — Ég hrekk upp úr þessu samtali við sjálfan mig. Og hvert ertu nú að fara? Kannski vestur til Ameríku? Er ekki skemmti- legra að halda okkur við Reykjavíkur- flugvöll? Erlingur snýr sér við í sæt- inu og horfir á mig með örlltlu glotti. — Hvernig væri að beygja núna? Ég legg pinnann til vinstri og stíg laust á hliðarstýrið. Vélin hallast á hliðina og þegar ég sé að við erum við brautarendann, rétti ég hana við og stefni beint á völlinn. 12 FÁLKINN — Þetta er gott, segir Erlingur. Haltu henni svona, en þú ert á alltof miklum hraða. Með þessu áframhaldi höfnum v,ið á kafi í Öskjuhlíðinni. Og hann dregur af benzíngjöfinni. — Þú verður að hugsa um þetta. Hér uppi kemur ekkert af sjálfu sér. Flug- vélin er hér uppi þín vegna, hún gerir ekkert nema það sem þú vilt. Ef þú hættir að hugsa um hana, þá — Bombs! Hraðinn er nú kominn niður í 60 míl- ur. — Gott, svona! Athugaðu nú hliðar- vindinn, haltu henni svolítið upp í vindinn, nei, ekki stélið, heldur nefið! Hendur mínar eru svolítið fálm- kenndar en svo loksins kemst vélin á rétta stefnu og jörðin nálgast hratt. Mér finnst ég þurfa að gera eitthvað, og byrja að draga pinnann til mín. — Hvað ertu að gera? Rödd Erlings er kannski hvellari en venjulega. Ertu að reyna að koma niður á stélið? Fram með pinnann aftur. Og ég hlýði. — Horfðu út, maður, horfðu út, ekki líma glyrnurnar á þér við mælaborðið, jörðin er ekki þar, hún er hér fyrir utan gluggann. Og ég horfi út um gluggann á jörðina sem virðist ætla að gleypa okkur á hverri stundu-. — Hvenær viltu svo rétta hana af? — Ekki alveg strax, tekst mér að stynja upp. Ekki alveg strax. — Þú ræður því. Og Erlingur hallar sér aftur í sætinu, en ég þykist vita að annað auga sé á brautinni. Hvenær viltu svo rétta hana við, hugsa ég. Ekki of snemma, því þá dett- ur hún og þið fáið skell. Ekki of seint, því þá rekast framhjólin niður og þú færð líka skell, því þá hoppar flug- vélin. Æ, því í fjandanum er þetta svona erfitt. Núna, núna skaltu rétta hana við. varlega, ekki of fljótt, því að þá prjónar hún. Svona, já, varlega, var- lega maður. Nú flýgur hún lárétt, fínt, haltu henni svona, þú ert ekki of lágt og ekki of hátt. Þetta er alveg mátu- legt. En hvað er þetta, af hverju þyng- ist pinninn svona? — Haltu við hann, segir Erlingur. Þetta er gott. Nú finnurðu að hún er að þyngjast og þá skaltu draga pinnann til þín. Svona já, betur og nú er hún að detta — með pinnann í magann, pinn- ann í magann og haltu honum þar, haltu honum, maður, fast! Vélin dettur ég held fast á móti. Og það merkilega skeður; vélin situr blý- föst, rennur áfram eftir brautinni og hún hefur ekki einu sinni lyft stélinu. — Fínt, hrópar Erlingur. Helv. . . . fínt. Og svo upp einu sinni enn og þá ertu orðinn sæmilegur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.