Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 18
Fjölbreytileg fegurð og gróðurlíf vekur athygli ferðamanns; er hann ek- ur um Þingeyjarsýslu. Óvíða á landinu er jafn mikill og samfelldur lyng. og skógargróður. Heiðar og ásar eru fag- urgræn yfirlitum nú um hásumarið og í sólskininu blasir sumardýrðin hvar- vetna við augum. Við ökum á fleygiferð til Húsavíkur og ætlunin er að ná í ofurlitla grein úr síldinni, en Húsavík er orðinn mikil- vægur staður í síldarvertíðinni nyrðra eins og kunnugt er. Við erum á ferð síðdegis á sunnudegi og þegar við ök- um í bæinn er fátt fólk sjáanlegt á ferli. Við rekum strax augun í verzl- unarhús Kaupfélags Þingeyinga og í sambandi við það dettur okkur í hug, að ekki eru nema tæp áttatíu ár síðan Jakob Hálfdánarson var á þessum sama stað að refta gryfju eina, sem enskir laxveiðimenn höfðu gert fyrir feng sinn. Þessi gryfja og áfastur kofi voru fyrstu mannvirki Kaupfélags Þingeyinga. Á þessu skamma tímabili hefur orðið gjör- bylting í atvinnu og verzlun á Húsavík sem og annars staðar á landinu. Við ökum niður að höfninni og þá kemur skýringin á því, hvers vegna fáir eru að spóka sig í góða veðrinu á þessum sunnudegi. Bátur liggur við bryggju og er að landa, og á uppfyll- ingunni er síldarsöltun í fullum gangi. ★ Við förum fyrst niður að bátnum, sem er Pétur Jónsson ÞH 50. Vaskleg- ur maður stendur á bryggjunni og tek- ur á móti málinu, hvolfir úr því og skínandi falleg og glitrandi rennur síld- in í vagninn. Þetta er Óskar Þórhalls- son stýrimaður og hann segir okkur, að báturinn hafi komið að klukkan eitt með 500 tunnur, sem þeir fengu NA af Rauðunúpum. — Hvað hafið þið fengið mikið í sumar? — 2700 tunnur. — Og hvenær byrjuðuð þið? — Við byrjuðum að kvöldi 15. júní og erum því búnir að vera rúmlega hálfan mánuð. Sá, sem stendur við lestaropið. lítur til okkar, en örskömmu síðar er kallað neðan úr lestinni: — Á ég að setja málið í bakið á þér? Á síld dugar ekkert hangs og slór, þegar eitthvað veiðist, og maðurinn við lestaropið gefur okkur ekki frekar gæt- ur. heldur tekur aftur til óspilltra mál- anna. — Er kvenkokkur um borð, köllum við til þeirra. — Kvenkokkur? Nei, ég vildi nú ekki vera á bát, sem kvenkokkur er á. Það hlýtur að vera skelfing teprulegt! — Hvaðan eruð þið? — Tveir frá Akureyri, en allir hinir frá Húsavík. — Hver er skipstjóri? — Stefán Pétursson. ★ A uppfyllingunni iðar allt af lífi og starfi. Síldarstúlkur á öllum aldri standa í röð við kassana og salta af fullum krafti. Þær handleika hnífinn fimlega svo að unun er á að horfa og ekki er síður gaman að sjá snör handtök þeirra, þegar þær raða í tunnurnar. — Tóma tunnu! Það vantar tóma tunnu, kallar ein. — Salt, meira salt, æpir önnur. Við stiklum á milli úrgangsins, sem liggur eins og hráviði fyrir framan kass- ana. Við reynum að taka eina og eina síidarstúlku tali, en þær gefa sér lítinn tíma til slíks óþarfa. Rannveig Jóns- dóttir heitir sú, sem stendur yzt. Hún er frá Húsavík og er 18 ára gömul. Hún kveðst vera búin að salta í 17 tunnur í dag. — Og hvað ætlarðu að vinna lengi? — Ég ætla að klára þessa hrotu, en svo kemur annar bátur í kvöld, Helgi Flóventsson með 700 tunnur. Ég ætla að verða í þeirri hrotu líka. — Svo sefurðu út í fyrramálið? — Sef út? Nei, ekki aldeilis. Ég á að mæta í frystihúsið klukkan sjö í fyrra- málið, en þar er ég fastráðin. Skyldi ekki einhverri stássmeynni fyr- ir sunnan þykja þetta langur vinnudag-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.