Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 7
Branko. ins í maí 1959. Þau bjuggu þar líka, þar til Simica fluttist hingað í byrjun ársins 1960. Þá var maðurinn hennar kominn á sjúkrahús ig dó í marz-mán- uði sama ár. — Þau voru meðal júgóslavneska flóttafólksins, sem kom til íslands, var það ekki? — Jú það voru þrjár júgóslavnesk- ar fjölskyldur sem komu, og 17 eða 18 einstaklingar, fáir eða engir yfir þrjá- tíu ára. Við sjáum að skuggí færist yfir and- lit Simicu, þar sem hún nú situr hjá okkur með 2ja ára dóttur sína í fang- inu. Dóttirin heitir María, og hún er þegar farin að skilja svolítið í íslenzk- unni Og bráðum fer hún að tala hana líka. Bróðir hennar, Branko, sem er 6 ára, talar bæði júgóslavnesku og ís- lenzku, og Mario, sem er 4 ára, talar svolítið í íslenzku líka. Simicu verður að vonum svarafátt, þegar við spyrjum hana jafn kjánalegr- ar spurningar og hvernig henn.i falli á íslandi. Þegar talað er við konu eins og hana, finnur maður hve reynslulaus Islendingur getur gert sig kjánalegan með einni slíkri en annars saklausri spurningu. Ung hjón koma til íslands og hyggjast búa sér og 3 börnum sín- um gott og bjart heimili í öruggu um- hverfi. En hvern endi fær svo saga þeirra? Hvað verður um glæstar fram- tíðarvonir, drauma, sem allt ungt fólk dreymir um? Það er hverri konu mikil sorg að missa aiginmann sinn, á bezta aldri og í blóma lífsins. Simica missti hann frá þrem ungum börnum. Og þegar hugsað er til þess að hún dvelur ókunn- ug í framandi landi meðal fólks, sem talar framandi tungu og viðhefur fram- andi siði, þá spyr maður sjálfan sig, Maria. hvenær slík sár taki að gróa? — Finnst þér íslendingar mikið frá- brugðnir Júgóslövum í t.d. heimilis- haldi? — Ja, ég veit ekki, ég þekki svo lítið til hérna, segir Simica alvarleg. — Hún þekkir svo fáa og fer aldrei neitt, segir Ante, og þegar hann hefur túlkað þetta á júgóslavnesku til Sim- icu, færist bros yfir andlit hennar. — Hún fer í búðina að kaupa í mat- inn, kannski einu sinni í mánuði í bæ- inn til að kaupa eitthvað líka. Og svo fer hún stundum í kirkju. — Aldrei í bíó eða þess háttar? — Hún hefur aldrei komið í kvik- myndahús á íslandi og hefur aldrei farið hér á dansleik. Og þegar Ante hefur túlkað þetta til systup sinnar, fara þau bæði að hlæja. Við getum hugsað okkur 29 ára gamla íslenzka konu sem fyndist það hlægi- legt að fara aldrei í bíó og aldrei á ball. — Eg er með þrjú lítil börn, segir Simica. — En bróðir hennar gæti nú verið heima eitt kvöld á meðan hún fer í bíó t.d., segjum við og lítum á Ante. — I Júgóslavíu hjálpa karlmenn- irnir ekki til við heimilisstörfin, flýtir Ante sér að segja. Það er a.m.k. mjög sjaldgæft. — Þær fara þá ekki oft í sauma- klúbba júgóslavnesku konurnar? — Eg veit nú ekki vel um þessa hluti, en þar sem ég átti heima, fóru hjónin oftast saman út, og þá voru það ömmur eða systur, sem gættu barn- anna á meðan. Karlmennirnir gerðu það aldrei. — Hvað hafið þið komið út fyrir bæinn? spyrjum við. — Simica hefur komið upp að Ála- fossi og einu sinni farið með konu í sumarbústað hér skammt frá bænum. Og systkinin hlæja aftur. — Ég hef líka komið að Álafossi, segir Ante, til Keflavíkur og einu sinni á Þingvöll og séð fólk kasta peningum í gjána þar. — Þér hefur ekkert orðið kalt við tilhugsunina um að fara til íslands, Simica? — Nei, í Júgóslavíu getur líka orðið kalt. En þar sem ég átti hedma, var lítið um snjó. Þar snjóaði kannski einu sinni eða tvisvar á ári Mér þykir gam- an að snjónum. — Hvar áttir þú heima í Júgóslavíu? — Bærinn heitir Privlaka í hérað- inu Dalmatía, skammt frá Zadar á Adríahafsströndinni. — Eru foreldrar ykkar þar? — Pabbi dó fyrir sex árum, en mamma býr þar og ein systir mín og einn bróðir, sem bæði eru gift. Ein systir min, Marija, sem er 20 ára. kom hingað til fslands í apríi s.l. Hún vinn- ur í Hampiðjunni eins og Ante. — Henni fannst löng leiðin til ís- lands segir Ante, hún fór frá Zagreb til Austurríkis, Þýzkalands, Frakklands, Danmerkur og síðan loks til Islands, þó með viðkomu einhvers staðar, sem hún veit ekki, hvar var. Sennilega hef- ur það verið í Skotlandi. — Segðu okkur frá Privlaka, Ante, hvaða atvinnu stunda íbúarnir þar? — Mestmegnis fiskveiðar og vín- og ávaxtarækt Það er hvort tveggja til að fiskimennirnir eigi bátana sjálfir og að ríkið eigi þá. En skattarnir eru geysilegir. Fiskimaðurinn fær ekki greiðslu fyrir fiskinn beint í sínar hendur. Hún fer í gegnum bankana, sem reikna út hlut fiskimannsins, og þar fær hann það, sem honum er t’alið. Einstaklingurinn er yfirleitt mjög Framh. á bls. 31. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.