Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 20
SAKAMÁLASAGA EFTIR HARALD 0. J FJÖGUR SKOT Það virtist sýnt hvernig málið færi. Böndin bárust hægt og hægt að hinum ákærða Lloyd Ashley. Við hlið Ashleys sat verjandinn, Mark Robinson. Hann virtist annars hugar og áhugalaus, en í rauninni var hann vel á verði og leitaði í sífellu að höggstað á saksóknaranum. Robinson var álitinn einn skeleggasti lögfræð- ingur landsins, einkum átti hann gott með að vinna kviðdómendur á sitt band í málum, sem virtust fyrirfram vonlaus. Þeir voru ekki svo fáir, sem áttu Rob- inson það að þakka, að þeir sluppu við rafmagnsstólinn. En í þetta sinn var útlitið ekki glæsi- legt, og jafnvel Robinson virtist óstyrk- ur og kvíðinn. Hann sat samt rólegur og fylgdist með orðum vitnis saksókn- arans vopnasérfræðingsins James Kell- er, þegar hann steig í vitnastúkuna. Þetta var sterkbyggður maður, sem bæði hugsaði og talaði hægt. Saksókn- arinn spurði vitnið án tafar nokkurra spurninga, sem sönnuðu sérhæfni hans. — Og nú bið ég yður, hr. Keller, að segja okkur. hvaða tegund byssu þetta er, hélt saksóknarinn áfram og rétti Keller litla skammbyssu. — Þetta er Colt-skammbyssa, sjálf- virk, kaliber 32 — Hafið þér séð þessa byssu áður? — Já, mér var hún send og ég beð- inn um að kanna, hvort banakúlunni hefði verið skotið úr henni. — Og hver varð árangur þeirra rann- sókna? Keller leit á hina tólf eáðsvörnu menn, sem einblíndu allir á hann. Með- al kviðdómenda voru engar konur — 20 FALKINN Robinson hafði séð fyrir því. Hann gerði sér vel ijóst, að karlmenn myndu sýna meiri skilning á málinu, sem fjall- aði um eiginmann, sem svikinn hafði verið 1 tryggðum. Keller svaraði þurrlega, og ekki var laust við yfirlæti í rödd hans, þegar hann sagði: — Ég skaut einu skoti úr byssunni og bar hana saman við þá kúlu, sem fannst í líkinu. Síðan rannsakaði ég þessar tvær kúlur í smásjá, og árang- urinn varð sá að .... Robinson greip fram í: — Getum við ekki hlíft kviðdómend- um við tæknilegum langlokum. Máls- verjandi viðurkennir, að banakúlan sé úr byssu Lloyd Ashleys. Þetta mál var Robinson óneitanlega talsvert skylt. Hann hafði þekkt Ashley í mörg ár, bæði sem vin og viðskipta- vin. Honum varð hugsað til þess, þegar Ashley kom til hans fyrir tveimur mán- uðum og leitaði hjálpar hans. Ashley grunaði eiginkonu sína um hjúskapar- brot. — Hefurðu nokkrar sannanir, hafði Robinson spurt. — Nei, en ég er sannfærður um þetta. Maður finnur þetta á sér. Eva er orðin svo köld og fráhrindandi. Mig langar bara til þess að komast að því, hver maðurdnn er. — Viltu skilnað? — Nei. ég elska Evu. En ég vil vita hver maðurinn er, til þess að binda endi á þetta. Þekkirðu ekki góðan og áreið- anlegan einkaleynilögreglumann? Robinson hafði bent honum á John- son ,sem hafði strax tekið að kanna málið, og viku síðar hafði Ashley fengið fyrstu skýrsluna. Leynilögreglumaður- inn hafði fylgt Evu til Tom Ward, víxl- ara, sem sá um verðbréf Ashleys. Þetta var auðvitað engin sönnun, og Robin- son hafði aldrei grunað, að Ashley myndi grípa til örþrifaráða. Honum brá því illilega í brún, þegar hann frétti, að lögreglan hefði handsamað Ashley og sakað hann um morð. Undir niðri fannst honum hann sjálfur edga ein- hverja sök á þessu. Hann hafði reynt að byggja málið að mestu á vitnisburði Ashleys. Þetta var ekki morð, heldur slys, hélt Robinson fram. Ashley hafði verið á skrifstofu Wards, hafði miðað byssu á hann, en það þó einungis til þess að hræða hann og fá hann til þess að slíta samskiptum sínum við Evu. Ashley hafði vendilega gengið úr skugga um, að byssan var læst, áður en hann gekk inn í skrdf- stofuna. Ward varð hins vegar skelf- ingu lostinn, hafði rokið á Ashley og reynt að rífa byssuna úr höndum hans. Meðan á átökunum stóð hafði byssan fallið á skrifborðið og skotið r.iðið af. Þegar einkaritarinn kom þjótandi inn á skrifstofuna, kom hún að Ashley, sem stóð álútur yfir Ward. Saksóknarj ríkisins hafði farið háðs- legum orðum um þessa sögu. Tilefnið var augljóst, morðvopnið á sínum stað — svo að Ashley var sakaður um morð að yfirlögðu ráði. Nú höfðu málaferlin staðið í fimm daga. og saksóknaranum hafði lánazt að finna veikan blett á skýringu Ashleys

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.