Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 23
Steikt egg í brauðhringum. 4 þykkar hveitibrauðsneiðar 30 g smjör 4 lítil egg Spínat, grænkáls- eða steinselju- jafningur. Skerið hringi úr hveitibrauðsneiðun- um, brúnið smjörið á pönnu, steikið brauð hringina gulbrúna á báðum hlið- um. Brjótið eggin, látið þau í hringina. Látin stífna við vægan hita. Renni eitt- hvað af hvítunni út fyrir, er það skorið af áður en eggin eru borin fram. Bor- ið fram í einstaklingsskömmtum. Heit- um jafningi ausið á heita diska, eggin í brauðhringunum látin í miðjuna. Brauðsneiðarnar, sem voru stungnar út, steiktar í smjöri og bornar með. Hnetu-ábœtiskökur. 100 g sykur 100 g smjör 50 g malaðar hnetur eða möndlur 150 g hveiti 2 egg % tsk. hjartarsalt. Smjörið haft lint. Öllu hrært saman í 3—5 mínútur, eða þar til deigið er létt. Deigið sett með teskeið á smurða og hveitistráða plötu, ef vill má strá dálitlu af söxuðum hnetum og grófum sykri á kökurnar. Bakið við 200° í nál. 12 mín- útur. Þegar kökurnar eru kaldar, eru þær lagðar saman 2 og 2 með þeyttum rjóma og góðu aldinmauki eða hlaupi. í staðinn fyrir rjóma má nota smjör- krem t. d. með súkkulaði- eða kaffi- bragði. Sardínubrauð. 200 g smjörlíki 250 g hveiti 4 msk vatn eða rjómi 2 sardínudósir 2—3 tómatar Steinselja Smjörlíkið mulið í hveitið með hníf, vætt í deiginu með vatninu og deigið hnoðað lauslega. Látið bíða á köldum stað. Flatt út í kringlótta köku nál. 25 cm í þvermál og 1 cm þykka. Deigið smurt með eggi og bakað þar til það er gulbrúnt nál. 25 mínútur við 225°. Útskorinn tómatur settur á miðja kökuna, sardínunum raðað í hring, olí- unni í dósinni hellt yfir. Sett í ofninn á ný, þar til sardínurnar eru orðnar heitar í gegn Saxaðri steinselju stráð yfir, skreytt með tómötum. Gott er að rífa dálítið af osti yfir sardínurnar, áður en þeim er stungið inn í ofninn. Borið fram með grænu salati. Hnetu-ábætiskökur (að ofan), sardínu- brauð (að neðan). Steikt egg í brauð- hringum (efst til hægri).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.