Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 31
frá bágum kjörum og vanlíðan sam- fara kúgun og harðrétti. Hér hefur aðeins verið stiklað á fáu varðandi drykkjuskap á íslandi framá næstliðna öld. Núlifandi fólki eru nær- tækar heimildir um söguleg mál kríng- um áfeingið á þeim tíma sem síðan er liðinn: Bindindishreyfingar, vínbann, bruggun, — fyllirí — og meira fyllirí. Enn er drukkið ótæpt á íslandi, þó með nokkuð öðrum hætti sé en fyrrum var. Réttaslark er enn við lýði þó breytt sé, enn bergir alþýða manna vín á glaðn- íngastundum, og stórmenni skála við kónga á hinum hærri stöðunum. Skáld vor hafa laungum mært vínið í ljóðum sínum með margvíslegum hætti. Ort lýsingar á atferli drykkju- manna (Ólafur Einarsson: Krúsarlög- ur ■—•), súngið því verulegt lof (Kristján Jónsson), barmað sér útaf vínneyzlu eða vínleysi (Páll Ólafsson, Sigurður Breið- fjörð), bölvað víninu í sand og ösku (Þorlákur Þórarnsson, höfundur Dans- lilju), ort um góðra vina fund þar sem vín ej- drukkið (Jónas Hallgrímsson) o. s. frv. Allir þekkja hinn algeinga sam- runa drykkjuskapar, kvennaásta og hestamennsku í íslenzkum alþýðukveð- skap, t. d. hjá Páli Ólafssyni eða Jóni Ásgeirssyni á Þíngeyrum. Og hér eru að lokum þrír kveðlingar. Hallgrímur Pétursson kvað: Yndi er að sitja öls við pel og gamna sér; en fallegt er að fara vel þótt ör sé sá sem á skeinker. Kristján Jónsson er samur við sig: Framar einginn maður má minni gleði raska: trú þér festi ég einni á allíknandi flaska. Og Sigurður Breiðfjörð er að yrkja Líkafrónsrímur og er þurrbrjósta: Von er andinn veiklist hér og verði þraungir gómar, flöskur standa framan í mér fyrir laungu tómar. (Heimildir: Ýms fornrit, s. s. Snorra- Edda, Egils saga, Jómsvíkinga saga (Flat.), Sturlúnga saga o. f 1.; Sigurjón Jónsson læknir: Sóttarfar og sjúkdóm- ar á íslandi 1400—1800; Tímarit hins isl. Bókmenntafélags 1898; Annálar 1400—1800; Jón Þorkelsson: Þjóðsögur og munnmæli; Öldin sem le;ð; o. fl.). Fólkið er - Framh. af b!s. 7. bundinn og hefur litla möguleika. — Strönd Adríahafsins er mjög vog- skorin með mörgum eyjum fyrir utan. Þær liggja allar frá norðvestri til suð- austurs. Sumarið er heitt, og veturinn er mildur. sérstaklega sunnan til. í ná- grennj Privlaka, einkum hjá Zadar, eru frægir baðstaðir. Og þegar við athugum staðinn á landakortinu, sjáum við að hann er á sömu breiddargráðu og Monaco og franska Rivieran. —- Innar í landinu segir Ante, er meginlandsloftslag, og veturinn er kaldari og úrkomusamari. í Dalmatíu er jarðvegurinn mestmegnis kalk, og árnar koma upp og hverfa á víxl. Gróð- ur er lítill. Annars er Júgóslavía eitt skógauðugasta land í Evrópu, skógur þekur tæpa 80 þúsund ferkílómetra eða nær % hluta landsins. (Það þýddi 44 hluta íslands). Aðaltrjátegundin er eik, Sjá næstu síðu Kæri Astró. Ég er fædd 29. júlí 1943, kl. 2,45 að nóttu, í smáþorpi úti á landi, en fluttist til Reykja- víkur 3ja ára. Gagnfræða- prófi lauk ég í fyrra. Ég hef unnið á skrifstofu síðan og líkað ágætlega. Ég er mikið fyrir böll, og þó einkum gömlu dansana. Skapmikil er ég, mjög fljót að rjúka upp, en fljót að fyrirgefa aftur. Og nú langar mig til að vita hvað framtíðin ber í skauti sér hjá mér í ástamálum og fleiru. Getur þetta ekki komið svolítið fljótt, því ég er að fara af landi burt í tvo til þrjá mánuði Viddý. Svar til Viddý: Ég mundi ekki taka undir að þú værir skapmikil, því það er annað en að geta orðið mjög reiður stundum. Skap- miklir menn eru þeir, sem að staðaldri þjást af geðofsa og eru helzt ekki öðru vísi en með einhverja harðneskju eða spenning, hvar sem þá er að finna og hvenær sem er. Hitt er annað mál, að þú ert mjög tilfinningarík og fljót til að reiðast, ef þér finnst þér vera misboðið, eða gert er á hlut þinn. Eitt það versta, sem hægt er að gera þér, er að vantreysta þér, því það samrýmist ekki þínum konunglegu hugsjónum. Or- sökin til þessa er staða Sól- arinnar í Ljónsmerkinu, en það kallar frarn virðuleik og metnað til yfirráða, einnig vissa tegund göfuglyndis og rausnar. Það er náttúrlega ekkert sérstakt, þó -að unga stúlku langi oft á gömlu dans- ana, það fylgir þessum aldri og mun ég því ekki ræða það frekar í sambandi við ástamálin vildi ég benda þér á að þér mundi ganga bezt í sambúð við mann sem fæddur er und- ir Hrútsmerkinu, en einnig vegnaði þér ágætlega með manni, fæddum undir merki Bogmannsins. Það er mjög al- gengt með þá, sem fæddir eru undir þínu merki, að verða fyrir vonbrigðum í ástamál- um, því fáir hafa eins mikla ánægju af að . gefa eins #og þeir, en jafnframt er örðugt fyrir maka úr öðrum stjörnu- merkjum að auðsýna jafn- mikið göfuglyndi, ást og kær- leika. Þess vegna stafar þessi óhamingja. Það er því góður leiðarvísir að hafa hugfast. að þú skalt ekk.i gera þér of há- ar hugmyndir um endurgjald ástar þinnar eða gjafa til maka þíns eða annarra þeirra, sem þú kannt að eiga við- skipti við. Um ástamálin er það ann- ars að segja að um tvítugs- aldurinn hittir þú þinn bezta ,,séns“ á dansleik, en þau kynni munu síðar leiða til hjúskapar, en dráttur verður talsverður á giftingu. Efnahagur þinn er undir sérlega hagstæðum afstöðum og ættirðu að fá meira en flestir aðrir út úr lífinu hvað efni snertir. Samt má reikna með talsverðum þáttaskilum á þeim sviðum. I því sam- bandi vildi ég einna helzt geta ársins 1976 sem happ- drjúgs árs sérstaklega. Heilsufarið ætti að verða með afbrigðum gott og þú ættir að ná mjög háum aldri. Árið 2033 markar tímamót hvað það áhrærir og verður þér hvað vanskilegast. Eitt vildi ég vara þig við í lífinu: að temja þér ekki um of þröngsýni, og dæma fólk ekki eftir eigin sjónargleri um of, því að þér fellur sííkt ekki nægilega vel úr hendi. Það eru vissir annmarkar á hugsanastarfseminni, -sem þetta gera að verkum. Þegar á allt er litið, er kort þitt mjög gott og lífið ætti að geta orðið þér hið ánægjulegasta. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.