Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 8
Hann er dásamlegur, sagði hann. Þessí kjóll er eins og ungt hvítt blóm. Og þii ert sjálf eins og ungt blóm med hvíta krónu. Leikur þú þér aldrei úti i sóískininu? HUGLiÚF SMÁSAGA EFTIR PEARL S. BUCK. „Líður þér vel núna?“ spurði frænk- an. „Já. það er allt í lagi með mig,“ svar- aði Melissa. Samt hikaði Mary enn við að fara. Hún var sjálf eins og stórt barn Hún annaðist litlu stúlkuna, ef til vill virt- ist hún eldri þess vegna. „Ef ég gæti. værir ég hérna hjá þér, Melissa.“ „Þess þarftu ekki, þetta er ekki fyrsta hlutverkið mitt.“ Mary laut niður og kyssti hana. „Hlutverkið kanntu, það veit ég.“ „Tilsvörin eru auðveld og leikstjór- inn er svo almennilegur.“ „Þetta er fýrsta stykkið hans á Broad- way, ég vona, að það heppnist. Ég kem svo og sæki þig eftir æfinguna.“ Mary læddist út úr dimmum salnum, en Melissa hagræddi sér í stólnum. Hún var tíu ára gömul, fremur lítil eftir aldri. Hún var jarphærð, en hlutverkið þarfnaðist lítillar stúlku með ljósa lokka og því hafði hár hennar verið lit- að ljóst. Melissa var nú í öðrum heimi, hún lifði sig inn í hlutverk sitt. Hún átti að leika litlu stúlkuna, Melody. Tilsvörin hafði hún lært mjög vel: „Ertu ástfang- in, mamma? Er það þess vegna, sem þú ert svona kát?“ „Nei, Melody. ég er ekki ’ástfangin, það er þess vegna, sem ég er svona kát.“ „Og ég, sem hélt, að ástfangið fólk værj svo kátt.“ Ástin gerir mig bara hrygga.“ ★ Melissa mundi ekki eftir móður sinni. Mary vildi aldrei tala um hana. Faðir Melissu dó fyrir nokkrum árum og hún mundi óljóst eftir háum, skemmtilegum manni með brún augu, dökkt hár, djúpa og fallega rödd. Hann var mjög líkur leikstjóranum. Leikstjórinn gekk um sviðið og mark- aði krossa á það hér og hvar. Sviðið var autt í skæru ljósi sviðslampanna, en Melissa sat þarna í dimmum salnum, alein í rökkrinu. Hún lék þarna í sama leikhúsinu og árið áður. Þá var hún alltaf hrædd um. að ein af þessum stóru þungu ljósakrónum dytti niður og bryti í henni hvert bein. En í fyrra var hún aðeins níu ára gömul og miklu minni heldur en nú. Hún leit upp í rjáfrið og sá, að hún sat beint undir einni ljósa- krónunni. Hún flutti sig framar í sal- inn. Leikstjórinn snýtti sér. „Halló, ljúfan.“ „Góðan dag hr. Kean.“ 8 FÁLKINN Hann hélt áfram að vinna þegjandi og henni fannst, að hún væri ein og yfirgefin í þessum stóra sal. Loksins var hann búinn. Hann burstaði ryk af hönd- um sér, stökk niður af sviðinu og settist við hliðina á henni. „Veiztu, að þú ert alveg framúrskar- andi?“ sagði hann. „Ég þakka, anzaði hún kotroskin. Átt þú engan krakka, hr. Kean?“ „Ekki einn einasta, ég er ógiftur.“ „Engan,“ sagði hún vonsvikin. „Éf þú ættir krakka, þá væru þeir kannski hérna við og við. og við hefðum getað leikið okkur — auðvitað án þess að hafa hátt.“ Hann hló. „Þú ert meira en lítið kot- roskin.“ „Áttu við, að ég passi ekki i hlut- verkið.“ „Jú, þú passar ágætlega í það. Þú varst alveg prýðileg í gær. Þú ert rétta stúlkan í hlutverkið. Er þetta systir þín, sem alltaf sækir þig og fylgir þér hing- að?“ „Nei, það er Mary frænka. Mamma fór í burtu, þegar ég var lítið barn.“ „En, faðir þinn?“ „Hann er dáinn. En ég man vel eftir honum. Ég hef nú leikið í þrjú ár.“ Hún skipti um umræðuefni. „Hvernig finnst þér kjóllinn minn?“ At „Hann er dásamlegur,“ sagði hann, „þessi kjóll er eins og ungt hvítt blóm. Og þú ert sjálf eins og ungt blóm með hvíta krónu. Leikur þú þér aldrei úti í sólskininu?" „Ekki, þegar ég þarf að vinna. Ég þarf að sofa á morgnana. Frænka vek- ur mig ekki, fyrr en kominn er tím.i til að fara á æfingu. Svo les ég lexíurnar.“ „Á ekki frænka þín barn líka?“ „Nei, hún er einstæðingur og vinnur sem einkaritari.“ „Ætlar þú líka að verða einkaritari?“ Melissa leit undrandi á hann. „En ég er þó leikkona er það ekki? Hvers vegna ætti ég að verða eitthvað annað? Mamma var einnig leikkona. Hún var stjarna og söng og dansaði.“ „Var hún stjarna?“ „Já. Nú er hún gift í England,i.“ „Og þú hittir hana þá aldrei?“ spurði hann. „Það getur verið, að hún sé dáin, ég veit það ekki,“ sagði Melissa og yppti öxlum. Hann stóð á fætur. „Nú eru hinir að koma, en við skul- um tala saman einhvern tíma aftur í næði.“ Hr. Kean stökk upp á sviðið og Mel- issa var bæði glöð og örugg með sjálfa sig Var leikstjórinn orðinn vinur henn- ar?Hitt fólkið var alltaf hlýtt í viðmóti og alúðlegt við hana, en samt taldist það varla til vina hennar. í fyrsta skipti sem hún hafði æft á sviðinu, hafði hún fallið öllum svo vel í geð og aðalleik- arinn hafði kysst hana og knúsað. Hún vissi það núna, að enginn sérstök vin- átta var á bak við þetta ástúðlega við- mót. Það voru alltaf svo margir sem voru fullir ástúðar, meðan á æfingum stóð. Leikrit gat verið svo hrífandi, unz frumsýningin skar úr um, hvort allt færi vel og -þá voru allir nánir vinir og kunningjar. en færi frumsýningin illa, þá var fólkið gjörsamlega ókunnugt hvert öðru. Fyrsta leikritið, sem Melissa lék í. fór illa, og daginn eftir sagði að- alleikkonan henni að snauta burt: „Ég hef engan tíma til að leika við þig í dag.“ Og hin leikkonan, sem alltaf hafði verið svo góð við hana, var allt í einu orðin önug og örg við hana. Og þá skildi Melissa, hvað pabbi hennar hafði þolað, þegar mamma hennar fór fyrirvaralaust í burtu. Mary frænka sagði, að hann hefði verið gjörsamiega miður sín. Og hún hefði lofað sjálfri sér því, að treysta ekki framar á ástina. Þarna væri reynslan fyrir því. „Komið saman á sv.iðinu,“ hrópaði leikstjórinn. Hann stóð andspænis sjö fullorðnum leikurum. Svo snýtti hann sér og kallaði fram í salinn: „Melissa, hvers vegna kemur þú ekki?“ „Nú, áttirðu líka við m,ig?“ sagði Mel- issa og flýtti sér upp á sviðið. Hann tók í hendina á henni og Melissa stóð við hliðina á honum þarna á sviðinu og réði sér vart fyrir kæti. Hún horfði tortryggin á ljóshærðu aðalleikkonuna. Eiginlega var hún ekkert lík öðrum Ijóshærðum stúlkum. Mary frænka hafði þykkt, dökkt hár og augun voru dimmblá, svo að þau sýndust næstum svört. „Við skulum líta á verkið,“ sagði leikstjórinn. „Þetta er gamanleikur, þar sem nokkur alvara er á bak við. Það þýðir, að við finnum nokkra sorglegá atburði, en hvorki morð né annað ó- dæði. Það er viss stígandi í þessu verki.“ „Hvað er stígandi, hr. Kean?“ spurði Melissa. „Stígandi er það, að visst andrúmsloft leikAtckwn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.