Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 5
 Jón Pálmason fyrrverandi alþingismaður mætti eitt sinn manni á götu. Maður- inn var að flýta sér og kvaðst vera að fara að sjá „Konur annarra", en verið var að sýna leikrit í Iðnó, sem bar þetta heiti. Þá varð Jóni að orði: Flýti ég mér og fer af stað fylltur glæstum vonum. Eg hef keypt mér aðgang að annarra manna konum. Ung kona fór til kirkju í fyrsta sinni með 4 ára gaml- an son sinn. Sá litli hafði augun opin og grannskoðaði allt, svo greip hann í ermi móður sinnar og spurði: „Hvar er guð“. Móðir benti eitthvað upp í loft og sagði: „Hann er þarna uppi“. Leið nú nokkur stund, heyrðist þá bjölluhljómur ofan frá altarinu og boðaði hápunkt messunnar. Aftur greip strákur í ermi móður sinnar og spurði: „Af hverju svarar hann ekki í símann sinn“ Konráð Arngrímsson frá Ytri-Brekkum orti þessa skemmtilegu vísu um pró- fast nokkurn: Prasa, masa, prisa, bos, prófastur.inn þarna. Vasa, gasa visa, tos. vargurinn sá arna. Jósep Húnfjörð kvað þessa vísu eitt sinn er hann fór austur í Þjórsárdal: Hugann næra fornhelg föng, forna æru kynna. Gildan mæring Gauk á Stöng gaman væri að finna. Ólína Jónasdóttir á Sauðár- króki orti þessa vísu, þegar leikrit Halldórs Kiljans Lax. ness, Silfurtunglið, kom út: Listin oft hjá Laxness bjó, lýsir enn af blysum nýjum. Sumum held ég sýnist þó Silfurtunglið vaða í skýjum. Að lokum ein vísa, sem ókunnur höfundur orti til sinnar ektakvinnu: Anna mín er leiðinleg, lumpin mjög og gæðatreg. Gjálífis hún gekk á veg, glaptist enginn nema ég. &y?-77Ao<n/ Á meðan ég var í New York kynntist ég konu, sem býr í næsta húsi við sovézku sendiráðsskrifstofurnar á Park Avenue. Hún sagði allt hefði verið svo æsandi þeg- ar Krúsjéff heimsótti Banda ríkin og hefði hún fylgst með öllu út um gluggann á íbúð sinni og oft verið tím- unum saman við gluggann. Dag nokkurn knúði lögreglu þjónn dyra: „Frú mín, okk- ur hefur verið tilkynnt, að í þessari íbúð sé einhver út í glugga 24 klst. á sólar- hring“. ,,Nú það er bara ég“, svaraði frúin. „Þetta er mín íbúð, ég á rétt á að horfa út um gluggann. „V.ið ætluðum aðeins að aðvara yður svar- aði lögreglumaðurinn um hæl, því að tveimur vélbyss um hefur verið beint að í- búðinni allan tímann, einni af okkur og hinn.i af Rúss- unum. — O —- ZSA-ZSA GABOR: Hin fallega kvikmynda- leikkona, Zsa-Zsa Gabor, sem ku vera fædd í Ung- verjalandi, hefur eins og Eva, systir hennar, verið gift oft og mörgum sinnum og þá alltaf einhverjum af ríkara taginu. Hún hefur stundum verið k ö 11 u ð „mesta léttúðarkvendá Ame- ríku“ og henni þykir það víst ekkert miður. Eftirfar- andi gæti því vel verið á rökum reist: Ríkur maður bað hennar eitt sinn með miklum orða- flaumi, og hún hlustaðj á með athygli. Eftir ræðuna sagði hún svo alvarlega: — Kæri vinur, þetta er það þýðingarmikil ákvörðun að þér verðið að gefa mér um- hugsunarfrest í svona tvær mínútur. Árið 1893 sást furðu- legt skrýmsli um 30 sjómílur undan ströndum Vestur-Afríku. Sjóskrýmsli þetta sást frá skipinu Um- fuli, er var á leið frá Lond- on til Durban í S-Afríku. Stýrimaður sá sem á vakt var, reit um atburð þennan í dagbók skipsins, en auk hans sáu skipstjórinn og um 80 farþegar skrýmslið. — Skepna þessi var allferleg ásýndum, hún var um 25 m löng, hafði höfuð líkt og á ormi, en auðvitað miklu stærra. Þegar hún sást var hún með gapanda gini og oddhvassar tennur þöktu gómanna. Vafalaust hefði mörgum íslendingi dottið Miðgarðsormur í hug, ef hann hefði séð slíka skepnu. Það þarf varla að taka fram, að enginn trúði þessari sögu, því að sögn skipstjórans hafði eini maðurinn, sem átti myndavél um borð alveg steingleymt að taka mynd af skrýmslinu í allri þeirri æsingu sem skapað- ist þegar það sást. Árið 1804 var hinn frægi franski uppfinn- ingamaður, Philippe Lebon myrtur af launmorðingja. Hann er frægastur fyrir að finna upp Ijósagasið. Hon- um tókst eftir margar ítrek aðar tilraunir að vekja at- hygli yfirvaldanna á þessu og fékk verksmiðju til sinna umráða. Á krýningardag keisarans fundu menn hann dauðann á Champs-Elysées völlunum, og hafði hann ver ið stunginn af þrettán rýt- ingsstungum. Þess má geta, að aldrei hafðist upp á morðingjanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.