Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 19

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 19
ur? En þannig er lífið á síldinni. Allir, sem hafa fulla heilsu, vinna meðan þeir geta staðið uppi og það er eitthvað heillandi og ævintýralegt við allan þenn- an hraða og spenning. Við spyrjumst fyrir um þá elztu, sem er að salta, og okkur er bent á Ágústu Erlingsdóttur. Þegar við spyrjum hana um afköstin, segist hún vera ónýt við þetta. — Hvað ertu búin að salta mikið? —■ Það veit ég sveimér ekki. Við fá- um merki fyrir hverja tunnu og ég er LILJA __ sií vno’stíi ekkert að setja það á mig, hvað maður er búinn að salta. — Hvað ertu búin að vera lengi á síld? — Það man ég ekki. Óralangi. Maður grípur í þetta eftir ástæðum. — Ertu héðan frá Húsavík? — Nei, en ég er búin að vera hér lengi. Ég er úr Borgarfirði, Borgarfirði syðra, og get því ekki hælt mér af því að vera Þingeyingur. Skammt frá Ágústu er yngsta síldar- stúlkan, 11 ára hnáta, Lilja Skarphéð- insdóttir. Hún er að salta þriðju tunn- una sína og samt er örskammt síðan hún byrjaði. Við hliðina á Lilju stendur 13 ára blómarós, Sigrún Sigurðardóttir, og ei að salta í fjórðu tunnuna sína. -— Þú' saltar og saltar. — Jájá. Annars er ég bara að hjálpa mömmu. — Er þetta ekki erfitt? — Neinei. Og Sigrún heldur áfram að raða hverri síldinni á fætur annarri, teygir sig djúpt ofan í tunnuna, stráir saltinu og þannig koll af kolli. ★ Við göngum úr sólskininu inn í dimma skemmu og hittum þar fyrir verkstjór- ann á planinu, Þór Pétursson. Hann fræðir okkur á því, að á Húsavík séu þrjár söltunarstöðvar, Barðinn, Unnur og kaupfélagið. Síldarstúlkurnar hafa flestar verið 50, en eru eitthvað færri núna. — Og hvernig hefur gengið? — Það er ekki gott að segja, hver útkoman verður. Maður er ekkert að spekúlera í því, meðan á þessu stendur. Framh á bls. 33. ÞÓR — í síld og fiski frá fæðingu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.