Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 14
HÉR HEFST NÝ OG SPENNANDI KVIKMYNDASAGA: Hrá kimat Ajöttn hatnihgjn 1. HLUTI: Gladys Aylward stóð kyrr eitt andartak, gagntekin og jafnframt nær óttaslegin, og starði á skiltið á gömlu húsi við eina hliðargötu í Lundúnum. Á skiltinu stóð „KÍNA-TRÚBOÐIГ, og að endingu herti hún sig upp, gekk inn um dyrnar og að afgreiðsluborðinu í þessari litlu og gamaldags skrifstofu. —- Ég heiti Gladys Aylward, sagði hún, en hjartað hamaðist svo í brjósti hennar að hún gat varla talað. —- Ég hef verið í bréfasambandi við forstöðu- mann trúboðsins hér, dr. Robinson, og hann bað mig að koma hér við, þegar ég kæmi til Lundúna. Ef . . ef hann er vant við látinn, get ég vel beðið. Ég hef næg- an tíma. Hin roskna skrifstofustúlka leit með vanþóknun á klæðnað ungu stúlkunnar og fátæklegu ferðatöskuna hennar. Hún barði þó að dyrum og hvarf inn í næsta herbergi. Eftir skamma stund kom hún út aftur. — Dr. Robinson vill gjarnan tala við yður núna, sagði hún og hélt hurðinni opinni. Gladys brosti þakklát til hennar og gekk inn til dr. Robinson. Hún lagði ferðatöskuna frá sér og tók í útrétta hönd hans. — Það var vingjarnlegt af yður að koma svona skjótlega, ungfrú Aylward, sagði hann. Síðan bauð hann henni að setjast, og sjálfur settist hann við hinn enda skrifborðsins. — Jafnskjótt og ég fékk síðasta bréf- ið yðar, sagði Gladys, ákvað ég að fara strax frá Liverpool. Hinn óvenjumikli hjartsláttur háði henni enn. —- Ég hafði ekkert við að vera, og það litla, sem ég á, hef ég hérna í ferðatöskunni minni. Hún leit óttaslegin á þennan roskna og þunnhærða kristniboðsformann, sem var farinn að verða lotinn í herðum. — Þér getið þó haft not af mér, er það ekki? Þér ætlið að senda mig til Kína? Hann studdi olnbogunum á borðið, hallaði sér áfram og sagði: — Það er alveg ómögulegt, góða mín. Ég hefði átt að skýra þetta betur í bréfum mín- um. Það er mjög erfitt að vera kristni- boði í Kína á þessum tímum. Ég tala af reynslunni, því að ég er til skiptist þrjú ár þar og þrjú ár hér heima. Þér gerið yður ekki grein fyrir, hvað þér eruð að fara útí. Fyrir augum manns blasir ekki annað en ótrúleg óhreinindi og fátækt, og í afskekktu þorpunum er maður svo langt frá menningunni að maður gæti haldið sig vera á annarri plánetu. Vinn- an er mjög erfið. —■ Það hræðir mig ekki, mótmælti Gladys áköf, ég er vön erfiðri vinnu, og ég er ung og sterk. — Þér misskiljið mig, sagði dr. Robin- son dálítið óþolinmóður, það sanna í málinu og það, sem skiptir mestu máli, og Jes bækur hans um Kína og Kínverja. er að þér hafið ekki næga hæfileika! Við sendum aðeins það fólk til Kína, sem hefur fengið til þess sérstaka menntun. ■— Ég hef að vísu verið venjuleg þjónustustúlka, sagði unga stúlkan lágt og vonsvikin; en ég hef verið í kvöld- skóla, og í frítímum mínum hef ég hjálp- að til í trúboðsdeildinni í Liverpool. Dr. Robinson stóð upp og rétti henni hendina. — Mér þykir það leitt, sagði hann þreytulega, en það er ekki nóg. Gladys kinkaði til hans kolli, sár og vonsvikin. Hún tók ferðatösku sína og gekk að dyrunum. Augu hennar lýstu vonleysi og hryggð, og hann fylltist með- aumkun. — Hvað hafið þér hugsað yður að gera nú? spurði hann. — Það . . . það veit ég ekki, stamaði hún. — Afsakið, en yður vantar þó ekki peninga? — Ég reyni að fá mér eitthvað að gera hérna í Lundúnum. — Það verður erfitt. Það eru svo margir atvinnulausir núna. Bíðið snöggvast, kannski get ég hjálpað yður. Við höfum samband við svo marga, sem hafa verið lengi í Kína. Þeir leita oft til okkar, þegar þá vantar einhverja að- stoð. Þeir bera sýnilega traust til þeirra, sem við bendum á. Hann gekk yfir að hillu í herberginu, tók fram möppu og blaðaði í henni. — Hér er einn, sagði hann ánægður, Sir Francis Jamison, hinn þekkti landkönn- uður. Ég skal með ánægju hringja til hans og grennslast eftir, hvort þér get- ið fengið vinnuna, ef þér viljið taka að yður vinnu sem stofustúlka. — Já, sagði Gladys hægt, það er sennilega það, sem ég hef hæfileika til. Dr. Robinson gekk inn í næsta her- bergi og kom aftur eftir fáeinar mínút- ur. — Ég hugsa að ég hafi komið þessu í kring fyrir yður, sagði hann vingjarn- lega. Hérna er heimilisfangið. Ráðskon- an ætlar að tala við yður, og ef henni lízt á yður, fáið þér vinnuna. Þetta er því míður það eina, sem ég get gert fyr- ir yður. — Ég er yður þakklát fyrir það, sagði hún og opnaði dyrnar. — En það er ekki Kína. Á götuhorni rétt hjá kristniboðshús- inu var stór og gömul ferðaskrifstofa, og þegar Gladys kom auga á stóra aug- lýsingu í einum glugganum, gekk hún yfir götuna. Ferðaskrifstofa Milfields, sérstök reynsla í Austurlanda-ferðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.