Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 10
Þorsteinn frá Hamri skrifar þessa gretn um dry’kkjuveizfúr og drykkjusi&i íslendinga tii forna Snorri Sturluson segir í Eddu um Ása-Óðin: „Enga vist þarf hann: vín er honum bæði drykkr ok matr.“ Og drykkjan var í miklum hávegum höfð í heiðnum sið; við brullaup, erfi, blót- veizlur og aðra mannfagnaði sulgu menn mjöðinn; og eftir dauðann drukku Einherjar öl at Óðins. Þeir vitnisburðir eru miklir og marg- víslegir sem sögur vorar gefa um drykkjuskap fornmanna, þótt í því til- liti hljóti að vera minnisstæðastur sá mikli gleðimaður um drykkjur og manndráp og eitt mesta skáld íslend- inga og beztur kunníngi að fornu og nýju, Egill á Borg; væri þó ekki sann- gjarnt að segja að hann hafi stundað drykkjur af siðfágun eða samkvæmis- þokka. Allir kannast við ummæli Skallagríms um Egil þrevetran: Þú kannt ekki fyrir þér at vera í fjölmenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykk- ir ekki góðr viðskiptis, at þú sér ódrukk- inn. — Og skipti Egils og Ármóðs í Vermalandsferð, er hann kvað sína þekktustu drykkjuvísu: Drekkum ór, þótt Ekkils eykríðr beri tíðum horna sund at hendi, hvert full, bragar ulli. Leifik vætr, þótt Laufa leik stærir mér færi, hrosta tjarnar horni, horn til dags at morni. Um Jómsvíkinga segir í Flateyjarbók: „drekka þeir Jómsvíkingar ákafliga hit fyrsta kveld, ok fær á þá mjök, og þat sama finnr Sveinn konimgr, at þeir ger- ast nær allir ölóðir með þeim hætti, at þeir váru allir svá málgir ok kátir ok þykkir litit fyrir at mæla þat, er þeir vildu gjarna ómælt hafa, ef þeir væri ódrukknir“. Af slíku smáræði er nóg að taka, svo ekki sé nú minnzt á aðfarir á borð við þær sem lýst er t. d. í Bárðar sögu Snæfellsáss, þar sem vart er um mennskar verur að ræða. Og vín eða mjöður var algeingt tákn í skáldskap; kona var kennd til víns': mjöð-Nanna; og skáldskapurinn sjálfur var dverga-mjöður, Suttúngamjöður, Óð- insmjöður. Það er ekki lángt síðan þetta var iðkað í kveðskap hjá okkur, og kemur vafalaust fyrir ennþá. Drykkur fornmanna á Norðurlöndum hefur vafalaust verið misjafn að gæð- um og styrkleika, en talið er að áfeing- ismagnið hafi verið fremur lítið, þann- ig að ekki var mikil hætta á ölæði nema drykkjur væru óvenju stórar. Slíkra drykkja virðast menn hafa neytt hér allt fram á Sturlúngaöld og leing- ur. í veizlunni frægu á Reykjahólum 1110, þar sem drykkja var mikil og boðsmenn gerðu gys að Þórði í Vatns- firði sem kunnugt er af Þorgils sögu og Hafliða, hefur því varla verið sterk- ara öl en tíðkaðist meðal víkinga 2—300 árum fyrr, og sama mun að segja um veizlur næstu 200 árin. Hins vegar hefst neyzla sterkra drykkja fyrr á Norðurlöndum, eða fljótlega uppúr því er menn lærðu að eima vínanda á 12. öld, og hófst þá hin mesta brenni- vínsöld, þótt hún næði ekki hingað. Það var því sennilega eitthvað kjarn- gott sem þeir Þórður kakali, Snorri Sturluson og aðrir Sturlúngaaldarhöfð- ingjar þömbuðu við hirð Hákonar fúla: Þiggja kná með gulli glöð gotna ferð að ræsi mjöð. Drekka lætur hann sveit að sín silfri skeinkt hið fagra vín, kvað Snorri. Á dögum Sverris konúngs fyrir aldamót 1200 hófu Þjóðverjar mik- inn innflutníng víns til Björgvinjar og seldu ekki dýrara en mungát það sem áður tíðkaðist, og varð mikið svall með óeirðum í bænum. Þá hélt Sverrir sína frægu bindindisræðu, sem oft er í vitn- að, en ræður Sverris þykja einstaklega merkar. Sterku drykkirnir munu hins vegar ekki hafa flutzt til íslands fyrr en nokkru eftir að það var komið undir konung, eða líklega ekki fyrr en skömmu fyrir 1400. Til gamans má geta þess að um svipað leyti eða skömmu síðar er einhver óþekktur listamaður að vinna að Teiknibókinni alkunnu, sem nú er í Árnasafni. Þar er meðal annars mynd af ölteiti þriggja manna, en Óvinurinn situr útvið vegg og fylgist rólegur og vongóður með öllu saman. Yfir mynd- inni er skráð: Da mihi bibere (gef mér að drekka)), drekki hver öðrum til, ver heill þú, ég vilda hér væri nú. En skrift- in þessi er verk einhvers ölkærs náunga á 17. öld. Frá þessum tímum eru heimildir fá- tæklegar um flest mál, en víst er að drykkjuskapur komst þegar á hátt stig meðal ríkra og snauðra. Torfi í Klofa er sagður hafa drukkið sig dauðan eft- ir aldamótin 1500. 1570 deyr Greipur prestur Loftsson af drykkjuskap. Ein hver mesti virðíngamaður þeirrar aldar hérlendis, Eggert Hannesson lögmaður skilur þann vitnisburð eftir á skjölum sínum, að þar er tekið fram ef hann hefur skrifað uppá ófullur. Hann dó í Hamborg og var talið ,,að hann hefði úr drykkjuskap dáið“. „Það varð enn til tíðinda á þeim misserum að Hallur Magnússon skáld dó af brennivíns- drykkju“ (1601). ★ Á 17. öld færist drykkjuskapur ís- lendínga mjög í aukana, og veldur ein- okun Dana þar ekki minnstu um. Það var ákveðinn þáttur í nýlendurekstrin- um að ausa inní landið miklu og ódýru brennivíni samtímis því að sjaldnast feingu menn af nauðsynjavörum nema illt og lítið. Hin ógurlegu kjör almenn- íngs í þennan tíma juku á þá fróun ís- lenzks almúga sem hann öðlaðist í hylli brennivínsins. Virðíngamenn höfðu girnilegar fyrirmyndir í veizluhöldum og brennivínshneykslum: kóngana og aðra burgeisa í Danmörku. Það er mjög áberandi á þessum tímum að menn deyi af drykkjuskap. Menn höfðu vond klæði, illt viðurværi og harðneskju í vinnuháttum, svo eðlilegt má þykja að óminniselfan drekki þeim stundinni fyrr af þeim sökum. Hér skal nú sýnd fróðleg skrá sam- kvæmt annálum og öðrum heimildum. 1605. Dó Jón lögmaður Jónsson á Bessastöðum í tjaldi sínu. Var sagt hann hefði af brennivíni dáið. 1635 dó Bergsteinn skáld blindi á Eyrarbakka útúr drykkjuskap, og fékk ekki kirkjuleg sakir þess að „ískyggi- legt“ þótti um drykkjuskap hans. 1638. Dó Gísli biskup Oddsson, var hneigður til drykkju, „hvað þeim góða manni reið að fullu, sem menn héldu.“ 1644 „deyði maður skyndilega 1 Hafn- arfirði af drykkjuskap.“ 1647 dó maður af brennivíni á Akur- eyri. 1652. Kennimaður einn fargaðist sjálfviljuglega af brennivíni.“ 1653. Maður dó af brennivíni í Skaga- „Bakkus sjdli sæll við 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.