Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 9
\\vV\\vv\í\\v\\v:\v\ ■ | :»VV:v I V ■. \.V'\\ViV\V\Vv ""*v::v:v\\vgv\\ veg eins og mamma þín. Hún gat grát- ið, þegar hún vildi fá eitthvað. Bara ég vissi, hvernig ég á að ala þig upp, þú ert alltaf að leika og ég veit ekki, hvernig hin raunverulega Melissa lítur út.“ „Ég veit það ekki sjálf,“ svaraði Mel- issa. „Kannski skilur hr. Kean mig betur, hann er vanur þessum leikkon- um.“ Mary hló. „Ég skal gera sem þú hið- ur, leikkona litla.“ Næsta morgun kom hr. Kean aðeins niður í salinn og heilsaði. Mary og hann brostu til hvors annars. „Já, svo þetta er frænka þín, Melissa. Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér, hvað hún er lagleg?“ „Ég ætlaðist til að þú uppgötvaðir það sjálfur.“ „Hver hefur kennt henni þetta orð- bragð.“ „Enginn,“ svaraði Mary, „þetta er meðfætt Móðir hennar var þekkt leik- kona, Faye Delaney, það . var lista- mannsnafn hennar. Þér munið kannski eftir henni. Nú heyrum við aldrei frá henni.“ „Farðu og leiktu þér svolítið,“ sagði hr. Kean. „Ég vil gjarnan tala nokkur orð við frænku þína.“ Melissa hljóp yfir bekkjaraðirnar, hún lék, að hún væri móðir sín, þegar hún var barnastjarna, eins og hún nú. Það leið nokkur stund, áður en hr. Kean hrópaði: „Melody, taktu þér stöðu á sviðinu.“ Öðru hverju leit Melissa niður í sal- inn. Hún hugsaði með sjálfri sér, að það hefði verið dásamlegt að eiga mömmu, mömmu líka Mary frænku, en ekki líka þeirri mömmu, sem hún mundi ekkert eftir „Melody,“ sagði hr. Kean hvasst, „við bíðum eftir svari þínu.“ Og hún féll strax inn í leikinn. „Ég er að leita föður míns. Hefur hann verið hér? Eruð þér faðir minn? Mamma bíður eftir einhverjum. Er hún að bíða eftir yður?“ Um kvöldið sagði Mary frænka: „Þú hafðir rétt fyrir þér, hr. Kean skilur þig fullkomlega. Hann er fullur sam- úðar.“ „Finnst þér hann ekki laglegur?“ spurði Melissa. „Jú, víst er hann það. Hann er hár, dökkur á brún og brá, mjög aðlaðandi karlmaður.“ Hún horfði efablandin á Melissu. „Hann sagði að þú værir efni í mikla leikkonu, miklu betri en mamma þín var. Þú gleymdir þér alveg, þú lifð- ir þig svo inn í hlutverkið það benti til mikilla hæfileika. Ég yrði að reyna að ala þig vel upp, af því að þú værir mjög gott listamannsefni.“ „Hvers vegna ertu að gráta. frænka?“ „Af því að ég veit ekki, hvernig ég á að ala þig upp, alein. Enginn skildi mömmu þína og þess vegna lærði hún aldrei að lifa eðlilegu lífi. Hr. Kean sagði að þá fyrst kæmu brestirnir í Framh. á bls. 28. FÁLKINN 9 skapast og ákveðinn hraði myndast og þessi stígandi endar á hápunkti. Til- svörin eiga mikinn þátt í þessu, en það er undir manni sjálfum komið, hvernig þau heppnast.“ „Nú skil ég,“ sagði Melissa. Önnur leikkonan setti upp ólundar- svip og sagði: „Engin kona kemst nokkru sinni eins að orði og höfundur- inn lætur hana segja í öðrum þætti á öðru sviði. Einmitt þá er hún glöð og hrifin af manninum og það á hún að láta í ljós með greinilegum orðum.“ Leikstjórinn leit á hana, en þagði. Loks sagði hann: ,,Við skulum nú at- huga þetta, þegar þar að kemur. Kven- fólk er yfirleitt mjög ólíkt, við sjáum út þessa persónu, þegar líður á.“ Um kvöldið sagði Melissa við frænku sína: „Aðalleikkonan er að gera hosur sínar grænar fyrir leikstjóranum, hÚD lætur eins og hún hrifin af honum.“ „Það er ekki rétt af mér að láta þig vera eina með leikurunum allan dag- inn,“ sagði Mary. „En ég er þó sjálf leikkona.“ „Þú ert ekki nema tíu ára barn enn- þá A morgun tek ég mér frí og fer með þér og fylgist með æfingunni.“ Melissa ætlaði fyrst að fara að mót- mæla, en svo varð henni hugsað til þess, að Mary mundi ef til vill kynnast leik- stjóranum og þau gætu öll orðið vinir. „Já, gerðu það,“ sagði hún þess í stað. „Stundum er ég svo hrædd, hugsaðu þér, ef stóra ljósakrónan félli nú niður og bryti í mér hvert bein.“ „Þvaður, þú ert ekki vön að vera hrædd.“ Melissu heppnaðist að kreista fram tár. „Engan leikaraskap hér, þú ert al-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.