Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 16
* $ 4a^ÁíHÁ CHH Þegar eldingin hljóp i kúna Það er nú keppzt um að hafa viðtöl við sem flesta aldraða menn í blöðum og tímar,itum. Þessu stýrir náttúrulega hin blóðiborna söguskráningarfíkn okk- ar handritaranna, og má segja, að erfitt sé orðið að ná í gamalmenni, sem ekki hefir fengið vizkuna úr sér prentaða í víðlesið blað ásamt mynd með tóbaks- glasið í hendinni. Mér tókst þó að finna gamlan mann og hreint ekki ómerki- legan sem ennþá var óspjallaður af blaðasnápum og átti ég við hann eftir- farandi viðtal: Voruð þið ekki mörg systkynin í Kotakoti? Víst vorum við mörg, en þau hrundu nú niður sjö úr ýmsum pestum. Þá fengu menn ekki barnalífeyri. Kallarn- ir hefðu kannske gert eitthvað til að halda lífi í ungunum sínum í þá daga, ef barnalífeyrir hefði verið kominn á. Var ekki oft þröngt í búi hjá ykkur? Jú, ég hugsa að pabbi kallinn, hefði ekki þraukað langt verkfall í þá daga. Við lifðum á fiski og svo náttúrulega kartöflum. Þær þurftu ekki að hugsa um megrunarkúra og duft, kellingarn- ar í þá daga. Fólkið lifði og dó án þess að stíga á vigt og vissi aldrei, hvað það var þungt, enda aldrei haft orð á því, fyrr en það var borið til grafar. Fórstu ekki snemma til sjós? Ég fór fyrst með pabba til sjós á þeim aldri, þegar þessir unglingar yl*kar núna byrja að fara í skóla, sem sagt sjö ára. Ég var svo kallaður kvartdrætt- ingur. fékk fjórðungshlut og var fljótt með fisknustu mönnum í plássinu. Varð svo orðinn formaður um fermingarald- ur Mátti varla vera að því að meðtaka ferminguna fyrir sjósókn. Komstu aldrei í hann krappann á þeim árum? Ekki er nú laust við það, væni minn. Eina sögu get ég sagt þér. Ég var þá búinn að róa tvær vertíðir og var á tíunda ári. Við höfðum róið í blíðskap- arveðri og vorum bún,ir að fiska í tvær stundir, þegar hann skellur á með blindöskunorðan garra og stórhríð alveg fyrirvaralaust. Amma var þá ný- dáin, svoleiðis að veðurþjónustan var engin því hægri mjöðmin á henni var veðurstofan hans pabba þ. e. gigtar- verkirnir voru óbrigðull veðurboði, er við trúðum og treystum á. Ef amma hefði verið á lífi, þá hefðum við ábyggi- lega ekki róið umræddan dag. Nú jæja. við hleyptum undan og reyndum að verjast áföllunum. Skyndilega skall ólag yfir bátinn og mig tók út. Ekki missti ég kjarkinn, því ég vissi, að lítið tjóaði að kalla á pabba, heldur yrði ég að bjarga mér sjálfur. Tók ég því sund- tökin og segir ekki af mér, fyrr en ég tek land í vörinni heima. Gekk ég ó- studdur heim og fékk þar góða að- hlynningu en fór því næst til kojs. Sjö tímum seinna komst báturinn heim við illan leik. Pabbi var dapur í bragði og ætlaði að tjá mömmu sorgartíðindin um drukknun mína. Þegar hún sagði hon- um, að ég væri kominn heim fyrir sjö tímum og sofnaður oní rúm, brá hon- um mjög og sagði slíkt ekki geta átt sér stað. Hér hefði áreiðanlega verið um svip minn að ræða, því ég væri drukknaður. Var nú gengið til bað- stofu og athugað, hvort þar hvíldi ég eða afturganga mín. Varð gleði for- eldra minna mikil, þegar í ljós kom, að ég var á lífi og við heilsu hina beztu. Kvæntist þú svo ekki? Ég gifti mig tuttugu og þriggja ára og við byrjuðum að hokra á býli, sem hét Kotakotakot og hafð,i það verið í eyði nokkur ár. Konan hugsaði um beljuna og rollurnar, en ég stundaði sjóinn með öðrum búverkum. Ekki naut ég þó konu minnar lengi, því einum eða tveim mánuðum eftir giftinguna varð kýrin fyrir eldingu og datt dauð niður. Hvað me.inarðu með því, að þú hafir ekki notið konunnar? Var það ekki kýrin, sem varð fyrir eldingunni? Jú, væni minn, en konan var að mjólka hana og varð undir henni. Ég var í róðri og enginn heima á bænum til að koma henni til bjargar. Það var ömurleg heimkoma. og mjólkin flóandi út um allt. Þú hefur þá gifzt aftur, er það ekki? Víst gerði ég það, og þá setti ég eld- ingarvara á kúna og mun hafa verið fyrsti maður, sem það gerði, þótt ekki hafi ég hlaupið með það í blöðin. Lentir þú ekki í snjóflóðinu mikla 1911 þegar mannskaðinn var sem mest- ur? Framh. á bls. 27.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.