Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 33
og einbeitni, var henni leyft að halda áfram með lestinni. Frá landamærunum tókst henni að komast með múldýralest til Wangcheng, og einn morguninn stóð hún dauðþreytt eftir hrakningana og starði á skilti yfir innkeyrslunni að stóru, gömlu og hrör- legu húsi í þessu afskekkta fjallaþorpi. Á skiltinu stóð: „Kristniboðshúsið í Wangcheng“. í augu ungu stúlkunnar kom glampi eins og sæi hún inn í hið fyrirheitna land. Frú Lawson, lítil og þrekin, röggsöm og roskin kona með hvítt hár valds- mannslegan, en þó góðlegan svip, stóð á hrörlegum pallinum. sem var með- fram endilöngu húsinu. Gladys stanz- aði fyrir framan. hana og spurði: — Eruð þér frú Lawson? -—■ Já, og þér eruð Gladys Aylward, býst ég við! Þér eruð yndislegar! Aldrei hélt ég að þér kæmust alla leið! Hún flýtti sér niður tröppurnar, tók ferðatösku Gladys og sagði um leið og hún kastaði höfðinu snöggt til: — Kom- ið! Og velkomin til framtíðarheimilis yðar! Og nú skuluð þér fyrst af öllu sjá okkar reikula og rykuga einka-hof! Eg ætla að biðja yður að missa ekki kjark- inn. Með yðar hjálp ætla ég mér að koma því í lag. — En hvað hér er rúmt á fyrstu hæð- dnni! hrópaði Gladys upp yfir sig frá sér numin. — Já, það var í rauninni þess vegna, sem ég keypti þennan hjall. Uppruna- lega var þetta veitingakrá, og það á það að verða núna. Við komum öllu í lag og opnum svo krána, þér og ég og kokk- urinn hann Yang! Frh. á næstu síðu. Húsavík - Frh. af bls. 19. Maður sér það ekki fyrr en allt er komið í tunnurnar. Eitthvað hlýtur það nú að vera skárra en venjulega. — Koma margir bátar hingað? — Það eru fyrst og fremst heima- bátarnir, sem landa hér hjá okkur. Þeir eru tryggastir. Hinir koma, þegar þeir komast ekki annars staðar að. — Hefur þú ekki verið lengi á síld? — Jú, blessaðir verið þið. Ég hef ver- ið í síld og fiski síðan ég fæddist, — síðan ég fór eitthvað að geta! ★ Það er óneitanlega illa viðeigandi að standa lengi eins og glópur uppábúinn og aðgerðarlaus innan um allt þetta starfsama fólk. Þvert um geð troðum við okkur inn í fólksvagninn og þar sem við brunum aftur um fegurð og gróður- líf Þingeyjarsýslu er aðeins eitt, sem rúmast í hug okkar: Síld og aftur síld .. . STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkið: ............. Þessi vika verður fleytifull af skemmtilegum at.vikum, þér munuð upplifa það, sem þér hafið aldrei reynt áður og verða mjög hrifinn qf því. í vikulokin er möguleiki á því, að þér lendið í rómantísku ástarævintýri. Ennfremur munuð þér fá tilboð frá óþekktum aðila, sem þér getið ef til vill hagnast á. Nautsmerkið • .... ..... Þér skuluð reyna að greina örlítið á milli raunveru- leikans og hugmyndaflugsins. Yður er nefnilega lítil bót að veltast í dagdraumum sýnkt og heilagt í stað þess að vinna einhvern tíma ærlegt handtak. Þér skuluð því reyna að setja yður eitthvert takmark og keppa að set.tu marki. Tviburamerkið: ....... Ef þér getið læknað yður af þeirri smámunasemi, sem háir yður í daglegu starfi, munuð þér komast langt og ná miklum frama í starfi. Einhver misklíð hefur brotist. út milli yðar og ástvinar yðar, en úr þessu getið þér bætt, ef þér viljið. Krabbamerkið: .......... Þér megið búast við, að allt, sem þér takið fyrir hendur í vikunni muni heppnast með afbrigðum vel. Hinsvegar ríður á því, að þér grípið gæsina meðan hún gefst og látið ekki tækifærin renna yður úr greipum. Gæt.ið þess að forðast orðasennur við náin vin. Lj ónsmerkið: ............. Þér skuluð hætta að leggja fæð á mann nokkurn, sem þér hafið séð í sinni aumustu niðurlægingu, því að viðkomandi maður hefur fyrir löngu gleymt atburði þessum og auk þess var þetta ekki hans sök heldur annarra. Happasæll verður föstudagur fjárhagslega. Jómfrúarmerkið: Góður vinur mun gefa yður ágætt ráð í vikunni, sem þér skuluð notfæra yður t.il hins ítrasta. Þér hafið góða möguleika til þess að hækka í tign í starfi yðar, ef þér hafið bara nóga þolinmæði til að bera. Happatala yðar í vikunni er talan 9. Vogarskálamerkið: Þér skuluð þakka yðar sæla fyrir hvern rólegan dag, sem þér faið í þessari viku. Ef til vill munu einhver vandræði eiga sér stað í vikunni, en með svolítilli lagni getið þér leyst þau. Að föstudag loknum get.ið þér tekið hlutunum með ró. Sporðdrekamerkið: Þér skuluð ekki láta freistast af lokkandi tilboðum, því að það mun geta haft örlagaríkar afleiðingar fyrir pyngju yðar. Síðar getur þó verið gott að þiggja þetta t.ilboð, einkum ef þér hlýðið ráðum fjarlægs ættingja, sem mikla reynslu hefur í þessum efnum. B o gmannsmerkið: Fjárhagsörðugleikum yðar virðist nú lokið og útlit er fyrir að yður fari nú að græðast fé. Ástalíf yðar mun blomstra meir en nokkru sinni fyrr og loksins munuð þér komast. á réttan kjöl, hvað snertir starf yðar. Varið yður á ljóshærðri 1 ítilli konu, hun kann að leggja snörur fvrir yður. Stcingeitarmerkið: Verið ætíð minnugir 'þess, að gæfa yðar og gengi er mest- megms komið undir yður sjálfum, bess vegna ætti það að vera yður í mun að afreka sem mestu, en gætið þess að reisa yður ekki hurðarás um öxl, þannig að þér náið aldrei settu marki. Vatnsberamerkið: .......... Þér skuluð halda fast við þá ákvörðun, sem þér hafið þegar tekið. Því að ef þér farið að breyta nokkru þar um, getur svo farið, að allt lendi í ruglingi og vitleysu. Þér ættuð að reyna að nota öll tækifæri, sem yður gefast til þess að koma reglu á fjárhaginn. Fiskmerkið: ............. St.j.örnurnar segja, að þér komið til með að leysa af hendi mjög ábyrgðarmikið starf, sem mun ef til vill valda yður nokkrum kvíða. Samt skuluð þér ekki vera neitt hræddur við að taka þetta að yður, því að þér munuð leysa það óvenjuvel af hendi. Verið ekki of hreinskilinn við ókunnuga. ©21. MARZ - 20. APBlL ©21. APRlL 21. MAl ®22. MAl - 21. IÚN1 o o 22. JÚNl — 22. FÚLl 23. lÚLl — 23. AGÚST 24. AGÚS1 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR. 20. FEBR 20 MAR2

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.