Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 13
Með hjartslátt, sem að þessu sinni stafar af stolti, gef ég fulla benzíngjöf og við þjótum enn einu sinni upp. Ég tek að flauta fjörugt danslag af ein- hverri þörf fyrir að láta í ljósi ánægju. — Því í fjandann ertu að flauta? — Bara að gamni. — Heldurðu að þetta sé eitthvert garaan? — Því má ég ekki flauta þegar ég er kátur? ■—■ Þú mátt blása úr þér allt vit niðri á jörðu, en hér uppi banna ég nemend- um að flauta. Það tekur frá þeim at- hyglina, en það er eitt sem þú skalt læra strax: Haltu þér saman þegar þú ert að fljúga. Þú ert ekki einn hér uppi. Loftið er eins og gata niðri á jörð, flugvélar koma og fara og þú getur fengið flugvél inn í hliðina á þinni, ef þá fylgist ekki með. Það er nokkuð til sem heitir varúð til hægri. Flugvél- ar fljúga framúr þér til hægri, þannig að þegar þú ert að beygja til hægri, þarftu að gá vel að þér. Við erum komnir að brautarenda og ég dreg úr benzíngjöfinni, beygi á loka- stefnu og gamla martröðin nálgast. Mér til furðu, og það hljómar kannski eins og saga í íslénzkri fyndni, lendi ég eins og engill. Þegar flugvélin stað- næmist á brautinni, snýr Erlingur sér við í sætinu og horfir á mig. Ég sit þarna með einhverskonar glott á and- litinu, rétt eins og ég vilji segja: Jæja, þér er óhætt að útskrifa mig í kvöld. —- Vertu ekki með þetta glott, segir Erlingur. Þú ert alls ekki svona góður. — Hvað meinarðu? — Þú ert alls ekki svona góður. Þú átt eftir að lenda með hroðalegum skell um. Vertu bara rólegur. Þó þú hefðir prófið, gætirðu átt von á lélegri lend- ingu. — Vertu ekki að draga úr mér kjark- inn. — Ég er ekki að því. Þú átt bara að vita allt um þetta. Þú mátt aldrei blekkja þig. Þú verður alltaf að vera vel fyrir kallaður. En þrátt fyrir það getur þér misheppnast lending. Maður má aldrei gerast kærulaus. Og nú skulum við koma okkur að skýlinu. Þannig liðu dagar. Við flugum og flugum, lentum og flugum upp aftur, veður voru misjöfn, stundum kul og vindur, stundum lá rigning í loftinu og með hverjum deginum sem leið varð smáskýrari fyrir mér þessi leyndar- dómur sem heitir að fljúga. Ég var farinn að horfa, jafnvel meir en vant er til lofts, þegar einhver farfuglinn, stór og gljáandi flýgur yfir bæinn. Ég hcrfði jafnvel oft á mávana fyrir utan gluggann minn, þegar þeir leika sér á flugi, láta vindinn bera sig, eða steypa sér hratt niður að haffletinum. Svo er það dag nokkurn, að Erling- ur segir, rétt þegar ég er að lenda: — Á morgun förum við í sóló. Flugvélin skall niður. Ég hafði ekki skellt henni svona lengi. Sóló? Er ég tilbúinn í það? hugsa ég. — Auðvitað ertu tilbúinn. Erlingur les hug minn. í fyrramálið þarftu að fara í lækninsskoðun og koma með passamyndir. Sóló kl. 11. Er það ekki í lagi? — Jú jú, það er í lagi. Flugferðin er á enda í dag. Við kveðj- umst og Erlingur segir að lokum: — Vertu nú ekki í neinum gleðskap í kvöld. Vertu vel fyrir kallaður í fyrra- málið. Farðu snemma að sofa. Snemma að sofa! Og eiga að taka sólópróf í fyrramálið! Klukkan ellefu daginn eftir var ég mættur suður á flugvelli, með vottorð frá Úlfari um það að ég væri við hesta- heilsu. Ég reyndi að vera hinn róleg- asti á svipinn, en ég var svolítið rak- ur í lófa. Erlingur var ekki kominn, og ég virtist vera einn. Flugvélarnar voru allar uppi, og ég sá engan mann. Svo kom bíll. — Þarna kemur prófdómarinn, hugsa ég. En þetta var þá Erlingur. Hann gekk til mín, heilsaði mér spozkur á svipinn og spurði um heilsuna. — Hún er fín, tautaði ég. — Er prófdómarinn ekki kominn? — Hér er enginn maður. — Þá hringjum við í hann. Hann er kannski að fljúga. Og Erlingur fer í símann, hringir og talar þar við einhvern sem segir hon- um að prófdómarinn sé að fljúga, en hann er flugstjóri hjá Flugfélagi ís- lands. — Þú ferð víst ekki í sólópróf í dag, segir hann. — Af hverju ekki? — Enginn prófdómari. — Getur ekki einhver annar prófað mig? — Ónei, prófdómarar liggja ekki á lausu. Þú mátt þakka fyrir að verða prófaður einhvern tíma í vikunni. — Hvers vegna er ekki nema einn prófdómari? — Það nennir enginn að standa í því. — Fá þeir ekki borgað fyrir það að prófa? — Jú, mikil ósköp. Flugmálastjórn- in borgar þeim, en það er sama, það fæst varla maður til þess samt. — Það var asskoti undarlegt. Hér er ég búinn að vera að telja kjark í sjálf- an mig í sólarhring, og svo þegar ég er mættur, hálfdáleiddur af sjálfum mér, verð ég takk fyrir að snauta heim aftur. Það fer allur kjarkur úr manni við svona lagað. Svo er ekkert víst að ég hafi kjark til að fara í sóló, þegar prófdómarinn mætir loksins. — Hvaða vitleysa, þá klárar þetta með elegans. — Jæja, ég er ekkert að hanga hér lengur. — Þú skalt bara fara, ég læt þig vita. Hvar get ég náð í þig? Ég segi honum það og með það er ég horfinn. Svo var það dag nokkurn, þegar ég Framh. á bls. 26. \ Ýmsir hafa spurt okkur hvort hann Jónas Jónas- son væri hættur að læra til flugs. Okkur er ánægja að svara því neitandi. Hinsvegar fór hann í sumar- frí, sem svo margir gera. Nú er hann komin úr frí- inu og tekin til við námið að nýju. Eins og þeir muna sem lesið hafa tvær fyrri frásagnir hans var } hann byrjaður að æfa lendingar og gekk ekki sem bezt. Hér heldur Jónas áfram að lýsa náminu. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.