Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 24
Cldflnyan FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH ELLEFTI HLUTI Og þá ætlaði hann að giftast henni og hann gerði sér von um, að hún mundi koma honum í þann sess í þjóðfé- laginu, sem hún var sjálf í. — Cornell gekk þess ekki dulinn, að hann var snobb. — En maður, sem hagar sér eins og hann sé fæddur með meðvitundinní um að hann viti hvaða víntegund hæfir ákveðnum mat, á hægra með að komast áfram í viðskiptaheiminum en hinn, sem verður að olnboga sig áfram. — Hann var hrifinn af Helen, — en hún hafði lag á að halda honum í ákveðinni fjarlægð, og það líkaði honum ekki. „Þér eruð ekki sérlega alúðleg sjálf,“ sagði hann fljót- mæltur. Helen hleypti brúnum. „Hver hefur sagt að ég ætti að vera það?“ „Ég sagði við yður, áður en við fórum, að þér væruð ein- mitt stúlkan, sem ég gæti hugsað mér að flýja frá gráum veruleikanum með.“ „Gætið að hvað þér segið,“ tautaði Cornell og roðnaði. „Ætlið þér að halda því fram, að þér hafið hreint mél í pokanum? Það út af fyrir sig að hafa mig burt með valdi, er refsivert.“ „Hvað gat ég gert annað? Það eruð þér sjálf, sem hafið skapað öll þessi vandræði. Ef þér hefðuð ekki farið að sletta yður fram í þetta mál, sæti ég kyrr í New York ennþá, — Terry væri á leiðinni út úr Bandaríkjunum með 7.000 dollar- ana sína, og enginn hefði yfir neinu að kvarta.“ „En tryggingarfélagið?“ spurði Helen. „Það hefur nóga peninga,“ sagði hann og yppti öxlum. „Þetta hérna þýðir ekki annað en það, að hluthafarnir íá eilítið minna í árságóða.. En það bjargaði verzluninni minni.“ „Þetta hljóðar eins og ummæli fulltrúa fyrir „sársauka- lausar og þjófheldar íkveikjur," sagði Helen. „Lokkuðu bóf- arnir yður virkilega með svona þvættingi?“ „Það er enginn vandi að telja hughvarf þeim, sem stend- ur á barmi gjaldþrotsins,“ sagði Cornell stutt. „Við skulum gamga út í bæinn.“ Helen brosti. Það var enginn vandi að þreyta manninn. Hún fór inn til sín og í loðkápuna. Það var hætt að snjóa þegar þau komu út. Himinninn var grár, en svo virtist sem bráðlega mundi rofa fyrir sólu. Mikil umferð var á götunum og snjóplógar óku um allar aðalgöt- urnar til að ryðja þær. „Það er eiginlega vistlegt hérna,“ sagði Helen. „Það hlýt- ur að vera leiðinlegt að geta ekki farið allra ferða sinna og notið frelsisins.“ Förunautur hennar leit hvasst á hana. „Ég hefi mitt frelsi eigi síður en þér, hugsa ég.“ „Þér hagið yður eins og þér væruð hundeltur,“ brosti Helen. „Maður sem verið er að elta hefir ekki nema tak- markað frelsi.“ „Haldið þér yður saman og verið ekki að þessu bulli. Ég skil vel að þér eruð að reyna að kveða mig í kútinn. Ég ætti helzt að gefa mig fram við lögregluna sjálfur og ljúka þessu af, er það ekki það, sem þér meinið? En svo vitlaus er ég nú ekki. Á morgun höldum við áfram.“ „Það verður gaman,“ sagði Helen og staðnæmdist við hattaglugga. „Og hvert?“ 24 FÁLKINN „Norður yfir landamærin, þar sem enginn spyr eftir mér.“ Það vottaði fyrir ótta í augum hennar. Ef hann segði þetta satt. Ef honum tækist í raun og veru að flýja? Hann mundi hafa gát á henni dag og nótt, svo að hún gæti ekki komið upp um hann. Og hins vegar mundi hún sitja um tækifæri til að flýja. Það yrði sannkallað víti. Og jafn taugaveiklaður maður og Cornell var væri vís til að grípa til örþrifaráða. Hún treysti honum ekki, þó hann virtist vera rólegur. En svo var það Kreólinn —- Lock Meredith? Vissi Cornell að hann var skyggður — og var hann bara að leika skrípa- leik, svo að hún skyldi ekki uppgötva það? Mundi hann sleppa undan Meredith allt í einu, svo að hann missti alveg af sporum hans? Hún gerði sér vel ljóst að henni var skylt að afstýra því. En ef það tækist ekki? Hún sá Lock hinum megin á götunni, svo sem 50 metra undan. Hann hafði þvegið mórauða litinn framan úr sér og gekk nú með hattinn niðri á augnabrúnum. Það var sennilegt að Cornell yrði tortrygginn ef hann sæi „Kreóla“ í nálægð við sig sí og æ. Þess vegna hafði Lock breytt um gerfi. Helen langaði óstjórnlega til að kalla á hann og binda endi á þetta allt — hvað sjálfa hana snerti. Henni veitti ekki af að losna við áhyggjurnar og ábyrgðina af sínum eigin herð- um. En þó vissi hún með sjálfri sér að hún mundi aldrei hlaupast á burt frá þeirri ábyrgð. Sá sem leikur hættulegan leik, verður að gegna hlutverk- inu leikinn á enda. Það er hin eina ófrávíkjanlega regla leiks- ins. Sá sem hikar eitt augnablik á það á hættu að glatast. Og þetta gildir jafnt um leikmennina á báðar hliðar, og sam- kvæmt þessari staðreynd starfa lögin. Afbrotamaðurinn hik- ar fyrr eða síðar. Hann reynir að hafa rangt við í leiknum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.