Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 27
að mér finnst þér ekki taka vinnu yðar alvarlega. Keller roðnaði í vöngum. R*binson hélt áfram miskunnarlaust: — Þér sögðuð áðan, að byssa með ör- yggislási gæti ekki hleypt af skoti sjálf- krafa, ef hún dytti á harðan flöt? — Já, ég sagði það víst. — Þér eruð þá ekki í minnsta vafa um þetta? — Ee, nei... það er að segja ... Robinson þaggaði niður í vitninu með handbendingu. Hann tók síðan að hlaða byssu Ashleys, hægt og klaufalega. Hann gretti sig af sársauka, þegar hann varð að beita særða handleggnum. Þegar hann hafði lokið þessu, sneri hann sér að vitninu. — Hr. Keller. Viljið þér vera svo góð- ur að líta á öryggislásinn og segja okk- ur, hvort byssan sé læst. — Hún er það. — Ágætt. Viljið þér þá gjöra svo vel að standa upp. Mig langar til þess að þér sannið það fyrir dómara og kvið- dómendum, að ógerningur sé að hleypa af, ef öryggislásinn er á sínum stað. Robinson rétti vitninu skammbyssuna. — Viljið þér henda byssunni á gólfið? Saksóknarinn stökk á fætur. — Ég mótmæli. Þessi tilraun getur verið lífshættuleg fyrir alla í salnum. — Einmitt, já? Robinson starði á Kell- er. Takið þér undir orð saksóknara? Er tilraunin lífshættuleg? Eða getum við rólegir farið inn í herbergið hérna við hliðina á réttarsalnum og gert þessa tilraun? Það ríkti grafarþögn í salnum. Svit- inn bogaði af Keller. Hann gaut augun- um til hins særða handleggs Robinsons. Síðan hristi hann höfuðið og lagði frá sér byssuna. Kviðdómendur voru ekki lengi að komast að ákvörðun. „Saklaus“. En Lloyd Ashley virtist ekki glaður yfir þeim úrskurði. Hann var að niðurlotum kominn af eftirvæntingu. Robinson kom léttilega við öxl hans. — Þessu er lokið, Lloyd. Þú ert frjáls maður. Nú ökum við á skrifstofuna mína. Við þurfum að kippa ýmsu í lag! — Þarna sérðu, Mark, sagði Ashley, þegar þeir settust inni á skrifstofunni. Ég vissi, að þú gætir þetta. Þú hefur staðið við orð þín, og nú á ég auðvitað að standa við mín. Robinson stóð á fætur, og Ashley tók upp ávísanahefti og skrifaði umsvifa- laust tvær milljónir dala. Robinson sat stundarkorn með ávís- unina í höndunum og starði á tölurnar. Hann verkjaði í handlegginn en það var naumast að hann tók eftir því. Þá heyrði hann skyndilega rödd Ashleys. Hún virt- ist smjaðursleg og ókunnugleg: — Já, Mark, ég er ekki búinn enn. Ég ætti kannski að ljúka því í snatri? Robinson leit upp og sá, að Ashley hélt á skammbyssu. — Ég fann hana í skrifborðsskúff- unni, þegar þú stóðst upp. Þetta er auð- vitað byssan, sem þú notaðir við til- raunina í gær? Þetta er furðulegt. Nú áttu það, sem þig hefur alla ævi dreymt um — og færð svo ekki tækifæri til þess að njóta þess. —- Hvað áttu við? Robinson iðaði I stólnum. — Þú ert kænn, Mark, skratti kænn. En þér verða líka á glappaskot. Nú er ég sannfærður um, að Ward víxlari kom aldrei nálægt Evu. Hann sór og sárt við lagði, að hann væri saklaus, þangað til ég skaut hann. Ég var svo blindur af afbrýðisemi, að ég gaf mér ekki tíma til að rannsaka málið til hlítar og taldi víst, að heimsókn Evu til Wards væri sönn- un hjúskaparbrots — og kæmi ekkert fjármálum okkar við, eins og Ward hélt fram. En Ward hafði vafalaust rétt fyrir sér. Maðurinn, sem ég var að leita að, hlaut að vera einhver annar. Eftir að ég hafði verið tekinn til fanga, hélt leyni- lögreglumaðurinn áfram rannsóknum sínum. Ég fékk skýrslu frá honum í gær. Ég þarf víst ekki að skýra frá því, hvað stóð í þeirri skýrslu — að segja þér, hver maðurinn var, sem Eva heim- sótti. Robinson var náfölur. Ashley beindi að honum byssunni. — Lloyd, þú ert brjálaður, hættu þessu í guðanna bænum. Leyfðu mér að skýra þetta . . . — Nei, Mark. Ég veit, að þú getur tal- ið hverjum sem er trú um hina örgustu lygi. Ég veit líka, að þú vilt, að ég hagi mér rétt. Þú vinnur nú einu sinni í þágu réttvísinnar. Þú varst samsekur mér, þegar ég drap rangan mann. Hvers vegna ætti ég þá ekki að drepa þann rétta? Robinson heyrði aðeins fyrsta skotið af tveimur, sem ómuðu um skrifstofu- herbergið. j dagsins önn - Frh. af bls. 16 í þessu snjóflóði tók af sex bæi í minni sveit, en svo blessunarlega vildi til, að við sluppum að öllu leyti nema hvað fjósið tók flóðið með sér og færði á sjó fram. Það undarlegasta af öllu saman var samt það, að beljan slapp ómeidd og synti í land og varð henni ekki meint af, nema hvað henni varð all kalt. Þegar konan mjólkaði hana um kvöldið, var mjólkin ísköld og fannst krökkunum það skrítið. Og svo hefurðu lifað alveg þangað til núna? Víst er um það væni minn, og viltu nú ekki fá þér í nefið? Þegar ég hef tekið í nefið, kveð ég öldunginn, sem muna má tímana tvenna, og geng heim á leið hugsandi um hans erfiðu ævi. Dagur Anns. — Er ekki gaman að hann skuli vera orðinn svo stór, cCð hann get- ur borðað sjálfur? — Þér munduð ekki eiga sokka- band að Ijá mér, frú? — Aktu nú ekki of hratt fyrir hom, ívar! FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.