Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 34
— Krá? Gladys varð svo agndofa að frú Lawson gat ekki að sér gert að fara að hlæja. — Kemur það yður á óvart? Þér höfðuð ekki hugsað yður að koma hing- að sem veitingakona heldur sem kristniboði, til að breiða út orð Guðs og hjálpa hinum fátæku og sjúku. Gladys kinkaði kolli. — Var það ekki líka til þess, sem þér komið hingað, frú Lawson, spurði hún. Frú Lawson kinkaði kolli og var enn brosandi. Svo sagði hún alvarleg í bragði: — Ég er nýkomin hingað. Ég hef aldrei fyrr verið svo norðarlega í Kína, og það eru í rauninni mjög fáir kristniboðar sem það hafa verið. Það eru aðeins nokkrir í Tientsin og í hin- um stærri borgum. Ég er sú fyrsta hér í Wangcheng. — Og hvernig er svo fólkið hérna, spurði Gladys og reyndi að hrista af sér ferðaþreytuna. — Það lítur á folkið frá nágranna- þorpunum sem ókunnugt fólk og er mjög tortryggt í þess garð. Hvers vegna ætti það þá að fást til að hlusta á okk- ur? — En hvernig komumst við þá í sam- band við það? spurði Gladys áhugasöm en ekki laus við vonbrigði Frú Lawson sveiflaði handleggjun- um. — Við leitum að meiru en því, sagði hún. — Múldýralestirnar fara hér í gegnum Wangcheng unnvörpum. Þær hvíla sig í kránum á rióttunni og halda áfram í dögun. Þær eru dagblöð Norð- ur-Kína, einasta uppspretta þess nýja fyrir dreifbýlið hérna. Ef við getum snúið einum múlreka getum við þar með náð til enn fleiri en tiltölulega er í þorpi eins og Wangcheng. — En hvers vegna haldið þér að múl- rekarnir muni leita til yðar frá kín- versku kránum? spurði Gladys. — Við munum láta þá fá það. sem þeir fá á öðrum krám á sama verði fyrir mat og húsnæði, en þar að auki munum við bjóða þeim nokkuð, sem þeir fá ekki annars staðar. Frú Lawson tók sér sóp í hönd og fór að sópa gólfið á meðan hún talaöi. — Hér verður hreint., og við munum útrýma öllum þverravargi. Og við mun- um segja þeim sögur við matborðið, og sé það nokkuð sem Kínverjar hafa gaman af, þá er það að heyra sögur. — Og hvers konar sö'gur eru það, sem þér ætlið að segja þeim? spurði Gladys hlæjandi. — Ég hugsa að ég byrji á einni, sem þeir eiga að læra og hafa eftir mér, svaraði frú Lawson — Einu sinni var lítið þorp, sem hét Betlehem, og þar var lítil jata, sem lítill drengur fædd- ist í! Gladys skildi hvað hún var að fara. — Þetta er dásamleg hugmynd. —- Peningana til að gera þessa til- raun hef ég fengið frá kr.istniboðsstöð- inni í Shencheng, en ég verð að viður- 34 FALKINN kenna að vinir okkar þar voru ekki eins hiifnir og þér .... En komið nú með mér. Þær komu nú í stórt eldhús, þar sem roskinn og einkennilega skarpleitur Kínverji var önnum kafinn við að hræra í stórum potti. — Þetta er matreiðslumaðurinn minn, Yang! sagði frú Lawson. — Og Yang, þetta er ungfrú Gladys, sem er komin til að hjálpa okkur. Yang kinkaði brosandi kolli, og frú Lawson hélt áfram: — Yang hefur ver- ið hjá mér í meira en 20 ár, Gladys. Og til að sýna yður við hve erfiðar aðstæð- ur við vinnum, ætla ég að trúa yður fyrir því, að hann er enn ekki orðinn kristinn. Ilannær hjá mér bara af því að hann vill skemmta sér honum finnst við, þessi ókunnugu, vera ósköp skemmtileg_ Jæja, við skulum halda á- fram að sjá meira af húsinu. Þegar þær skömmu seinna komu aft- ur að húsinu, stóð Yang og beið eftir þeim með stóra körfu yfir annan hand- legginn. — Frú Lawson, sagði hann á ágætri ensku, en eitthvað vantaði þó í mál- fræðina. — Ég fara og kaupa nú. — Hvers vegna farið þér ekki með honum, Gladys? Stakk frú Lawson upp á. — Þá komizt þér fljótlega að raun um, hvað þér eruð komnar í. — Hún fara í þessi föt? spurði Yang. — Nei, svaraði frú Lawson, ég skal finna eitthvað, sem passar á hana. Bíddu fyrir utan á meðan, Yang. Þegar gamli Kínverjinn var horfinn, útskýrði frú Lawson þetta fyrir Gladys. — Kaupmennirnir mundu strax hækka verðið á vörunum sínum, ef þér færuð í evrópskum klæðnaði. Þeir mundu álíta að þér væruð einhver rík aðkomustúlka. Gladys fór að hlæja. — Rík! sagði hún. — I þessum tötrum. — Já, í augum þessa fólks hérna, sem er enn fátækara, munið þér líta út sem rík og tigin Evrópu-stúlka. Gleymið því ekki að þér eruð komnar til Kína. Gladys andvarpaði af feginleik. — Því mun ég aldrei gleyma. Tíu mínútum síðar kom Gladys gjör- breytt út í húsagarðinn, þar sem Yang beið hinn þolinmóðasti. Hún var nú klædd síðum buxum úr ull, ullarjakka og barðabreiðum kínverskum hatti. — Nú þér líkjast kinversk kona, sagði Yang og var hrifinn. Þau gengu út um hliðið og í áttina að torginu. — Frú Law- son þykja vænt um yður! Þér ætla vera þegar hún deyja? — Þetta er nú ekki falleg hugsun, sagði Gladys, en Yang kinkaði kolli eins og sá, sem viss er í sinni sök. — Hún vera mjög gömul, sagði hann. — Hún ekki lifa lengi. — Það er ekki fallegt að tala um að fólk sé að því komið að deyja, sagði Gladys í vandlætingartón, en gamli Kín- verjinn hló hátt. — Þér skemmtileg, eins og hún. Ef þér vera í Kína, ég vera hjá yður! En þér fyrst læra málið. — Ég hef reynt að læra kínversku eftir bók, sagði Gladys, en það er mjög erfitt. Yang hristi höfuðið. — Bók ekki vera góð. Ég benda á hlut og segja hvað það er. Og þér fljótt læra tala kínversku eins og ég ensku. Hjá litla torginu kom löng fylking af fólki, sem gekk á eftir tígulegum burð- arstóli. Menn hringdu bjöllum og léku á mismunandi hljóðfæri. — Hver er þessi vel klæddi maður í burðarstólnum? spurði Gladys fuM af áhuga. — Það vera Hsien Chang, ókunnir kalla hann mandarín,. svaraði Yang. — Hann vera dómari, og þegar hann segja deyja, þá maður deyja. Það vera hans hús, sem menn vera hjá núna. Gladys sá nokkrar ungar og brosandi stúlkur í skrautlegum fötum. Þær stóðu á húsapallinum og tóku á móti þessum stórhöfðingja, sem hægt og virðulega gekk fram hjá þeim og inn í húsið. —- Eru þetta allt dætur hans? spurði Gladys. Yang brosti einkennilega. — Þær ekki vera dætur, svaraði hann. -— Þær frek- ar vera eiginkonur en ekki raunveru- legar eiginkonur heldur. (Framhald í næsta blaði). Hér birtist ráöniíig á 27. verðlaunakrossgátu FÁLKANS Ta >S‘ÞRJAR-MIÍ)A ■ - S i ■ V • Ö h O F A $ <J k - V 4 <k RI&IAKXILN-T • £ á 6 / N 'A • 5 K Æ fi> i N t< Æ b R • V / íf Q, A * A /T I A R * 1. ’A R e r r • ■ !< /? A N A R L A 5 H L £ M M U R • R ‘A * 5 A V /? l< A 5 T A R * 8 ö L L / u fJ ■ l< R i U R /< S C 0 R U ír ír A AA L A A U Cr A i< A R J M $ ■ P L- N 5 / LLL’A-DrOmK L> A l / Ú L F i S L A P P U R S L b €> X £ T r U /? A • A R : ! ’A L H u m r / A * R £ N N U P SiArAt<t£1RK£VnA 'AKUMTANCrARS’ÖNul? £ R H Ú N 0 T l £ T T N Ú N A Fjölmargar lausnir bárust við 27. verðlaunakrossgátu Fálkans og var að vanda dregið úr réttum lausnum. Verð- launin hlýtur: Jens Gíslason, Hvann- eyrarbraut 64 Siglufirði. Rétt ráðning birtist hér að ofan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.