Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 32
ofar kemur beyki, og efst er greni. Gróðurtakmörkin eru í 2000 metra hæð. — Júgóslavar flytja því mikið út af tímbri, annars er það með landbúnað- arafurðir í Júgóslavíu eins og sjávar- afurðir á íslandi, þær eru um 85% af útflutningnum. Maís, hveiti, kjöt og egg. Maís er ræktaður á 28 þúsund fer- kílómetra svæði og hveiti á um 20 þús- und ferkílómetrum. Ræktað land er annars um 76 þúsund ferkílómetrar. Núna leggja Júgóslavar mest kapp á að efla iðnaðinn. Við reiknum snöggvast út, hve þétt- býlt lancjið er. Um 60 manns búa á hverjum ferkílómetra. Á íslandi eru það 1.6 manns á jafnstórum bletti. — Og svo eruð þið að koma í þetta nakta og hrjóstruga land, ísland. — Já, það er margt ólíkt með lönd- unum. Það má segja að fólkið sé það sama, stjórnin önnur Það eru mjög margir, sem vilja komast úr landi. — Er þá ekki hægt að sækja um leyfi, til að flytjast úr landi? — Jú á yfirborðinu, en það tekur óralangan tíma, þegar svo margir eru um boðið. Það gengur fljótar að kom- ast til útlanda, ef maður ætlar að fara að læra eitthvað. — Er þá bara ekki hægt að segjast ætla að fara að læra, en gera svo eitt- hvað annað? spyrjum víð, og hið ný- tízkulega eðli íslendingsins kemur upp í okkur. — Við erum í skóla venjulega frá 8—16 ára. Ef maður 25 ára gamall, kannski giftur og með fjölskyldu seg- ist ætla að fara til útlanda til að læra, ja. þá myndu yfirvöldin halda að sá væri eitthvað skrítinn í kollinum. Þess vegna er bezt að fara sem yngstur. — Annars finnst mér skrítið, segir Ante, hve íslenzkir nemendur hafa langt sumarfrí. í Júgóslavíu er 3 vikna sumarfrí í skólunum, og þau eru notuð sem frí, en ekki til að vinna. Eftir 8 ára nám finnst mér júgóslavneskir nemendur hafa lært meira en íslenzk- ir á sama tíma Gleymið þið ekki á sumrin, því sem þið lærið á veturna? — Ætli það sé ekki gert til að ís- lenzkir nemendur geti notið hins stutta íslenzka sumars? — Það getur verið, en þeir eyða því nú mest í vinnu. — Saknar mamma ykkar ekki þess að hafa meira en helminginn af börn- unum sínum á íslandi? — Jú, hana langar mikið til að heimsækja Simicu einhvern tíma. Sim- ica fór frá Júgóslavíu í júlí 1957. Þá var hún búín að vera gift í sex ár, eiga þrjú börn og missa þau tvö elztu mjög ung. Hún fór með Branko með sér til Ítalíu. — Hvernig komust þau yfir? — Mágur Simicu átti bát, sem þau fóru á í skjóli náttmyrkursins yfir til Ancona á Ítalíuströnd Adríahafsins. Italir vildu ekki sleppa bátnum aftur, 32 FÁLKINN en nú er hann orðinn ónýtur, og mágur Simicu hefur náð vélinni til Júgóslavíu. En hann hefur engan bátinn. — Komu þau þá til íslands frá An- cona? — Ekki aldeilis. Þau urðu að fara frá einum flóttamannabúðunum til annarra eftir því hvernig á stóð á hverjum stað. Þau voru t.d. einnig í Cremona á Norður-Ítalíu og í Bari á Suðaustur-Ítalíu. Á þessum þvælingi, sem stóð í tæp tvö ár, fæddust þeim tvö börn, Mario og María. Þegar María var fárra mánaða, var þeim tilkynnt að íslenzka ríkisstjórnin væri reiðubú- in að taka nokkra flóttamenn, sem van- ir væru fiskveiðum. Og þau komust í þann hóp. — Og búið þið nú öll í þessu eina herbergi og eldhúsi? — Ég sef niðri í bæ, en borða hér hjá systur minni. Hún býr til júgóslav- neskan mat fyrir okkur. — Er hann mikið frábrugðin íslenzk- um mat? — Ekki hráefnið sjálft, en í Júgó- slavíu er maturinn kryddaður meira en hér. En viðvíkjandi húsnæði hér, þá finnst mér fólk búa hér mikið rýmra en í Júgóslavíu. Þar borga húseigend- ur háa skatta af því húsnæði, sem talið er umfram brýna þörf Það er mjög al- gengt að börnin búi hjá foreldrum sín- um, einnig eftir að þau eru gift. Það getur líka verið gott fyrir foreldrana, þá geta börnin aðstoðað þau í ellinni. Þá er ekki verið að hafa sér eldhús fyrir hverja fjölskyldu. Allir búa sam- an. — Kannski júgóslavnesk börn beri þá meiri virðingu fyrir foreldrum sín- um en íslenzk? — Það getur verið. Þetta er mjög algengt sem sagt Þar eru það líka bara synirnir, sem erfa foreldra sína. Dæt- urnar fá ekkert, nema þá bræður þeirra sjái aumur á þeim En það er í valdi bræðranna hvort þær fá eitthvað. En svo giftast þær, manni, sem erft hefur eða erfir foreldra. — Hvort vilja þá júgóslavnesk hjón frekar eignast af börnum, strák eða. stelpu? — Hiklaust strák segir Simica. Flest- um finnst nóg að eiga eina stelpu, af- gangurinn má vera strákar hve mörg sem börnin eru. Þó að hjón eigi eina stelpu, en 4 eða 5 stráka, þá vilja þau hiklaust, ef fjölgun verður enn, að það verði strákur. — Hvaða trú er mest ríkjandi í Júgóslavíu? — Um helmingur er rétttrúaður, þ.e. ortodoksar, aðeins færrí eru rómversk- kaþólskir. Afgangurinn er Múhameðs- trúar, Gyðingar o.fl. Við erum róm- versk-kaþólsk. Umhverfi okkar hefur líka lengi verið nátengt Ítalíu. Bærinn Zadar (ít. Zara), sem nú er þekktur fyrir baðstaði og glergerð, var skotvígi til ársins 1863. Á árum Ágústínusar keisara varð hann rómversk nýlenda, seinna undir stjórn Feneyja og seinna Austurríkis. ítalskt land 1920, fríhöfn árið 1923 og júgóslavneskt árið 1947. Ante Matulj er kominn hingað norð- ur á hjara til að aðstoða systur sína. Simica á umhyggjusaman bróður, og við skulum ekki láta hann eyða sumar- fríi sínu í að svara spurningum okkar og forvitni. Við kveðjum því þessi júgó- slavnesku systkin, þökkum þeim fyrir móttökurnar og óskum þeim velfarnað- ar í framtíðinni Fyrir utan húsið mætum við Mario litla. Yfirbragð hans er norrænna en systkina hans, og því fellur hann frek- ar inn í hóp hinna lífsglöðu barna, sem leika sér áhyggjulaus á götunni. En það eru hrafnsvartir kollarnir á Maríu litlu og Branko, sem skera sig úr. Krá hinnar - Frh. af bls. 15 dagur, að hún kom á ferðaskrifstofuna til að greiða síðustu afborgunina. Kvöldið áður hafði hún átt samtal við Sir Francis, sem vingjarnlega en á- kveðið hafði ráðið henni frá að fara þessa löngu ferð. — Ég hef átt marga vini meðal trú- boðanna í Kína, sagði hann, þegar hon- um varð ljóst að ákvörðun hennar varð ekki haggað. — Þeir eru nú allir dánir, því er nú ver, nema sá bezti af þeim öllum. Það er hún Jeannie Lawson. Ég ætla engu að lofa, en þegar ég hef tíma, ætla ég að reyna að skrifa henni um yður. Hún hlýtur að vera orðin gömul núna og þurfa á að halda ungri og á- hugasamri aðstoðarstúlku eins og yður. Gladys tók í sig kjark, lagði blað á borðið fyrir fram Sir Francis og rétti honum skriffæri. — Viljið þér ekki skrifa þetta bréf núna? sagði hún biðj- andi. Tveim dögum seinna fylgdi bæði Sir Francis og þjónustufólkið hans Gladys til lestarinnar og gaf henni margar góð- ar og nytsamar gjafir. — Þakka ykkur fyrir allt gott, kæru vinir! hrópaði hún með tárin í augun- um. Og þegar lestin fór af stað, hróp- aði hún enn: — Þakka ykkur fyrir allt gott! Ferðin í gegnum Rússland til Kína var bæði löng og erfið. Ekki var þæg- indunum fyrir að fara í yfirfullri lest- inni, og þegar komið var að Síberíu, voru farþegarnir nær eingöngu her- menn, sem unga stúlkan fékk engan frið fyrir. A stöð nokkurri fáeina kílómetra frá landamærunum. var öllum óeinkennis- klæddum farþegum skipað að fara af lestinni. Éftir að Gladys hafði átt langt samtal við einn af yfirmönnunum, sem augsýnilega dáðist að hugrekki hennar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.