Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 11
firði, annar í Svarfaðardal, — geingu báðir aftur. 1655 dóu nokkrir menn af ofdrykkju fyrir sunnan, og sama ár dó maður vestra, ,,meintist af of miklu brenni- víni.“ 1657 „deyði Sigurður prestur Magn- ússon að Auðkúlu. Hafði drukkið....... Fannst eftir að morgni hestur hans og fötin af honum sitt í hverjum stað, en hann andaður.“ 1662 var Ólafi bónda Þorvaldssyni á Lækjamóti gefið að drekka við jarð- arför ,,en er hann fór heimleiðis dó hann af drykkjuskapnum milli Haga og Leysing j astaða.“ 1668 dó Magnús Guðmundsson lög- réttumaður fijótleg'a á alþíngi, drukk- inn. 1669. „Drukkinn maður dó snögg- lega í Mosfellsveit, annar á Akranesi og þriðji í-Rifi af brennivíni.“ 1672. „Maður dó af brennivíni í Keflavík undir Jökli.“ 1696 „deyði séra Páll í Stafholti; lagðist til sængur drukkinn í Hjarðar- holti, var andaður um morguninn." 1697. „Tveir menn á Akranesi gálu sig í brennivínsdrykkju, annar drakk 5, hinn 6 pela; hann dó, sem 5 drakk.“ 1699. „Suðurá Bátsendakaupstað deyði maður af brennivínsofdrykkju.“ 1702. Magnús Jónsson biskups Vig- fússonar fannst örendur á Efferseyjar- granda, fór kvöldið áður ölvaður úr kaupstaðnum í Hólmi. — Bóndinn á Saxhóli fannst dauður og 2 brennivíns- flöskur skammt frá við túnið. — „Deyði barn 7 vetra í Rifi af brennivínsof- drykkju.“ Þótt hér megi þykja margt saman- komið er ekki allt til tínt sem finnst, Eins og sjá má á ofanskráðu eru ali- margir þeir fyrirmenn sem sagðir eru hafa orðið brennivíninu að bráð, en hitt er þó meira sem af þeim og þeirra drykkjusiðum er sagt við ýmis tæki- færi. Drykkjuskapur höfðíngja á al- þingi var alræmdur og var margur auminginn ofurseldur líflátsdómum eða pyndíngadómum fordrukkinna valda- manna á þeim góða stað. Kunnar eru deilur þeirra Odds lög- manns Sigurðssonar og Jóns biskups Vídalíns. Þeir voru báðir hinir svæsn- ustu drykkjumenn og vafalaust hefur óvild þeirra í og með átt rót sína að íekja til drykkjuláta. Til að kynna mönnum andrúmsloftið á Þingvelii, t. d. sumarið 1713, skal hér dregin fram skýrsla sjónarvotts, Halldórs Hallsson- ar, er síðar varð prestur að Breiðaból- stað í Vesturhópi. „Þann 11. júlí 1713 kom biskupinn (þ. e. Vídalín) að liðnum miðdegi í tjald vísilögmannsins Odds Sigurðsson- ar og dvaldi þar lánga tíð ... Á þeim degi sá ég biskupinn svo af vífti drukk- inn að hann gat varla á hestinum setið, og fyrir þá orsök um sama tíma þá hann reið norðureftir hólmanum á sléttu sandeyrinni, sýndist mér falla áf honum höfuðklæðið, bæði hans flöj- eiskaskjet og parruqve, ofaná eyrina og varð þar af hans eigin hesti svo og af öðrum hans fylgdarmanna hestum framhjá geingið á meðan það var ekki af hans þénurum upp tekið. En greind- ur biskup reið með bert höfuðið og rambaði eða slingraði mjög á hestinum, svo mér virtist hann af drykkjuskap mjög svo yfirkominn ... Þann 12. júlí 1713 á alþíngi um kvöldið, þá biskup- inn var kominn á hestbak hjá vísilög- mannsins tjaldi og vísilögmaðurinn stóð þar hjá hans tjaldi til að varta hann upp, þá heyrði ég að biskupinn sagði þessum eftirfylgjandi orðum við vísilögmanninn: Mikill skelmir ert þú. — Sömuleiðis þann 20. júlí þegar bisk- upinn þess dags morgun kom eftir vana til vísilögmannsins tjalds og vísilögmað- urinn einasta í nærklæðunum gekk út að að taka á móti honum, þá heyrði ég að biskupinn talaði til vísilögmannsins svoJátarítli orðum: Þú hefur andskot- ann á höfðinu. — Einnig þann 21. júlí á sama alþingi um kvöldið seint kom greindur biskup til vísilögmannsins t,jalds, og sýndist mér þá téður biskup af sterku víni drukkinn vera, hvar fyrir vísilögmaðurinn með báðum höndum hjálpaði honum að gánga inní sitt tjald, og skömmu þar eftir studdi téður vísi- lögmaður biskupinn mjög hæglátlega svo sem sinn bezta vin útúr tjaldinu aftur og á hestbak. En sem þráttnefnd- ur biskup var á hestbak kominn, reik- aði hann svo mjög að mér sýndist að hann mundi af hestinum ætla að falla, hvar fyrir vísilögmaðurinn tók báðum höndum yfir um og undir biskupsins brjóst og herðar, .,vo hann dytti ekki af hestbaki, og hjái.iaði vísilögmaðurinn honum svo frá þ í falli. En á meðan vísilögmaðurinn svo studdi hann, þá spýtti og spúði biskpinn miklu vatni og óhreinindum frá sínu brjósti ofaná vísilögmannsins handlegg, og sá ég þá að greindur biskup kastaði upp klýgju úr munninum, sem féll ofan yfir vísilög- manninn og upp á hans klæði. En á með- an þetta skeði, þá settist biskupsins systurson, Sigurður Árnason, uppá lend- ina á biskupsins hesti á bakvið biskup- inn til að styðja hann og halda honum við á hestinum, hverjum þó biskupinn skömmu síðar skipaði í burtu, þegar biskupinn rétti sig við. Þetta allt pass- eraði og fram fór opinberlega og úti á hólmanum í Öxará mitt á settu lands- þínginu 1713.“ Auðvitað varð þetta framferði eitt af mörgu sem í illindi fór milli þeirra biskups og lögmanns og þeir pappírar eru til sem vitna um sízt prúðari ölv- unarsiði Odds lögmanns í viðskiptum Framh. á bls. 30. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.