Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 02.08.1961, Blaðsíða 21
og Robinsons. Slys? Voðaskot? Sak- sóknarinn lyfti sammbyssunni og brosti sigurviss, þegar hann sýndi hana kvið- dómendum og Keller. — Hvert er álit yðar, sem vopnasér- fræðings — getur skot riðið af úr þess- arri byssu, þegar öryggislásinn er læstur? — Nei. — Þér hafið tuttugu ára reynslu að baki. Hafið þér nokkurn tíma heyrt slíks getið? — Aldrei. — Jafnvel ekki, þótt byssan falli á harðan flöt? — Nei, það gæti ekki átt sér stað! — Saksóknarinn settist hægt, um leið og hann kinkaði kolli tdl Robin- sons: —- Verjandi getur nú yfirheyrt vitn- ið .... Klukkan var orðin fjögur, svo að málinu var frestað til næsta dags. Ashley sneri sér að Robinson. Hann hafði grennzt áberandi mikið eftir fang- elsisdvölina síðustu mánuð.i, augun voru blóðhlaupin. og húðin við hægra gagnauga herptist af og til saman, eins og af taugakrampa. — Mark, viltu segja við mig eitt orð. Þetta er afar mikilvægt — getur haft úrslitaþýðingu. Ashley var mikið niðri fyr.ir. Ég kem eftir stundarfjórðung, Lloyd. Fangelsisvörður fylgdi Ashley út um bakdyrnar. Ashley virtist skjálfa af hiæðslu og það ekki að ástæðulausu, hugsaði Robinson með sjálfum sér. Þegar Robinson kom fram í forsalinn, sá hann Evu Ashley standa við lyftuna. Hún virtist ekki vita, hvað hún átti af sér að gera. Hann herti sporið, en áður en hann komst af lyftudyrunum, var Eva stigin inn í lyftuna og á leið niður. Robinson sá ekki Evu, þegar hann kom niður stuttu síðar. Hann gekk því yfir á lögreglustöðina. Stuttu eftir að hann kom inn í stofu verjenda, var komið með Ashley inn til hans. Mennirnir tveir fengu sér sæti við stórt, autt borð. — Segðu mér sannleikann, byrjaði Ashley. Hvernig er útlitið? Robinson yppti öxlum. — Málinu er ekki lokið enn. Það er ógerningur að spá neinu um það, hvern ig kviðdómendur bregðast við þessu. — Mark þú hefur verið lögfræðing- urinn minn í mörg ár. Ég hef oft séð þig flytja mál. Ég veit, hvernig þú hugsar. Þú ert duglegur, skrattans ári duglegur. og ég met hæfileika þína mikils, en .... — En? Finnst þér ég ekki flytja mál- ið nógu vel? —• Jú auðvitað. En ég hef líka séð þig flytja önnur mál. Ég hef séð þig gera galdra. En í þessu máli ertu svo rökviss. Hversvegna, Mark? Hvað geng- ur á? — Ég finn blátt áfram ekki snöggan blett! Fingur Ashleys læstu sig um borð- brúnina. •—■ Þú þekkir fjárhagsaðstæður mín- ar. Ég á nálægt fjórum milljónum dala. Ef ég dey í rafmagnsstólnum, er lítið gagn af þessum peningum. Ef ég slepp. get ég lifað á því sem ég á, og jafnvel á miklu minna. Og ef einhver getur orðið mér að liði, þá ert það þú, Mark. Þú mátt ekki misskilja mig — en eigum við ekki að skipta fjárreiðum mínum til helminga? Þú færð helminginn af öllum eigum mín- um! Þú þarft ekki að hafa neinar pen- ingaáhyggjur, það sem eftir er ævinnar, Mark Þú verður að gera eitthvað, til þess að bjarga mér — Má ég fá þetta skriflega, spurði Robinson snöggt. — Auðvitað. Robinson tók fram pappírsörk og skrif- aði nokkrar setningar, sem ekki var hægt að misskilja. Síðan rétti hann örk- ina yfir borðið til Ashleys, sem las það, sem á henni stóð og skrifaði síðan und- ir. Robinson var örlítið skjálfhentur, þegar hann stakk örkinni aftur í möpp- una. Á leiðinni til skrifstofu sinnar nam Robinson staðar við litla verzlun, þar sem seld voru skotfæri og skotvopn. Hann keypti Colt-skammbyssu, sjálf- virka, kaliber 32 og hylki af skotum. Á skrifstofunni stóð hann kyrr um stund og vó vopnið í höndum sér hugs- andi, Síðan tók hann fram þrjú skot og stakk þeim í byssuna. Hann lyfti byss- unni og beit á jaxlinn, miðaði á vdnstri handlegg sinn, rétt undir olnboganum — og hleypti af. Skotið endurómaði um skrifstofuna. Robinson var engdn hetja, og þegar hann fann til skerandi kvala í hand- leggnum, gaf hann frá sér sársauka- vein. En um leið þreifaði þumalfingur hans eftir öryggislásnum og þrýsti hon- um á sinn stað. Andartaki síðar var dyrunum hrund- ið upp. Einkaritari Robinsons nam stað- ar í dyrunum, skelfingu lostin og starði agndofa á blóðblettinn, á handleggi vinnuveitanda síns. — Stattu ekki þarna, eins og fífl, hvæsti Robinson. Náðu strax í lækni. Það býr læknir á fyrstu hæð. Einkaritarinn hvarf. Stuttu síðar kom læknirinn. — Nújá, þetta er enn eitt ég-vissi-ekki- að-hún-var-hlaðin slys, sagði hann, þegar hann tók að rannsaka handlegg- inn. — Ég vissi það mætavel, sagði Robin- son. En öryggislásinn var á sínum stað. Ég missti hann á skrifborðið og. .. Læknirinn svipti skyrtunni burt og leit á sárið. Kúlan hafði skilið eftir sig ljótt sár. — Þér hafið haft heppnina með yður, sagði læknirinn. Hvorki vöðvi né æðar hafa skaddazt að neinu ráði. En þér verðið að vera með hendina í fatla um hríð. Þegar hann hafði lokið við að búa um handlegginn, gekk hann eitt skref aftur á bak, til þess að dást að verki sínu. — Lögfræðingurinn er vafalaust lög- unum kunnugur, sagði hann afsakandi, — Þegar læknir hefur gert að skotsári, verður hann að tilkynna það lögregl- Frh. á bls. 26 FALKIN N 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.