Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 5
Úrklipptvsafnið Vestur-íslendingurinn HENR¥ ÁRNASON Léttur matur • v framreiddur kl. 7—9. VÍSIR, 2. jan. 1962. LANOMEST GEISLUN í LÁNÐINIM ALÞBL., des. 1961. ÁSTÍR Ö0STÖÉVSKYS Framh. af bls. 1. fögur er einkunnin, sen hann gefur Hrefnu koni sinni. Sú ást virðist ekk' hafa kólnað með árunum. |»ótt ýmislegt megi eflausf að þessari bók finna, ei mér hitt ofar í huga, að lest- ur hennar veitti mér ánægju. Ég held að flestir myndu hafa af henni bæði gagn og gaman. Bernharð skrifar gott og tilgerðarlaust mál, mái sem honum hefir verið eigin legt og hann uppalinn við Með bók sinni hefir Bern harð sýnt, að saga stjórn málamanns getur , verit hvort tveggja í senn: girni leg til fróðleiks og hollui lestur. Krisfján Róbertsson. VÍSIR, 24. des. 1961. Vísnabálkur Að þessu sinni birtum við nokkrar vísur eftir hinn kunna hagyrðing Kolbein Högnason. Breyskleiki. Fagrar dyggðir fatast mér, flýr mig von og trúin. Hold er veikt — en andinn er aldrei reiðubúinn. Kaldar ástir. Það er lítill ylur í ástum sumra kvenna. Margra eldur mátti af því mest til einskis brenna. Sláttarlok. Rökkrið vefur rokin stund — reidd eru af teigum heyin. Liðið er á lokastund. — Lausninni er ég feginn. Við gestkomu. Brátt er skipt um kjól og klút, kembt er hárið yfir. Mærin breiðir blöðin út — biðilsvonin lifir. Framfarir. Fjöllin varðast, fjölga brýr, fleytur þjóðar stækka. Annað verra undir býr: íslendingar smækka. Hnappheldan. Haldi gamla hnappheldan, holdsins temprist gáski, því að girnast giftan mann getur orðið háski. Unaðssemdir. Þegar lífssund lokast flest, langar, naprar vökur, mig hafa yljað mest og bezt meyjar, hestar, stökur. Herþjónusta Verið var að æfa nýliðana í vopnaburði. Meðal annars var þeim kennt, hvernig af- vopna skyldi andstæðinginn og vera þó óvopnaður sjálfur. Tveir liðþjálfar sýndu, hvern- ig hinn óvopnaði gæti tekið hníf af hinum og svo hvernig DOIMMI KetiII skrækur er karlmenni. Það er Skugga-Sveinn, sem er bleyða. Bara, að Islendingar væru eins hugaðir og Ketill. hægt væri að gabba andstæð- inginn til þess að láta frá sér vopnið. Eftir að sýnikennsl- unni var lokið, voru nýliðarn- ir prófaðir í þessu. Nýliði einn var spurður: — Ef þér stand- ið á verði og allt í einu kem- ur óvinahermaður á móti yð- ur, hvað munduð þér þá gera? — Samkvæmt því, sem ég sá áðan, svaraði hann, mundi ég koma byssunni minni þannig fyrir, að hann hefði ekki tækifæri til að ná í hana og skjóta mig. Fyrir hálft penny Eftir sunnudagsguðsþjón- ustuna í lítilli skozkri kirkju, kvartaði frú Mc Nabb við grannkonu sína: — Hvílíkur morgunn. Kór- inn var hræðilegur. Bekkirn- ir voru grjótharðir og prest- urinn var vægast sagt hund- leiðinlegur. En litla dóttir hennar hafði farið með í kirkjuna og skaut inn í: — En mamma, livers krefst þú fyrir aðeins hálft penný. Kennari nokkur í rússneskum skóla spurSi nemendur sína, hvaöa rússneskt stórmenni, það vceri sem foreldrar þeirra heföu mynd af upp á vegg. Ivan var fljótur til svars og anzaSi stoltur: —■ Lenin. Boris litli rétti upp hendina og sagöi: — Stalin. Og Nikolaj var aö springa af stolti um leiö og liann svaraöi: — Kruslichev. En Koljan varö niöurlútur og þagöi stundarkorn en sagöi síöan: — ViÖ höfum alls engar myndir. —• Hvers vegna ekki? Eru foreldrar þínir ekki fööurlandsvinir? — Jú, þaö eru þeir, fullvissaöi Kolja kennarann, en viö liöf- um engan vegg. Viö búum í miöju herbergi. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.