Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 24
GLENS Bandarískur ferðamaður var í hringferð í Moskva, og hinn rússneski túlkur hans reyndi að skýra honum frá áætlun flokksins. — Eftir 20 ár munum við hafa farið fram úr ykkur á öllum sviðum og við höfum þegar farið fram úr ykkur á nokkrum. Bandaríkjamaðurinn leit í kring- um sig í umferðarlítilli götunni og sagði: — Getur ekki staðizt, að minnsta kosti ekki hvað viðvíkur bifreiðar- fjölda. — Nei, sagði túlkurinn, það er rétt, að Bandaríkjamenn eiga fleiri bíla, en við eigum miklu fleiri bíla- stæði en þið. Eins og svo mörg afríkönsk ríki, varð hinn litli mannætuþjóðflokkur að sjálfstæðu ríki og evrópskum diplómat var boðið af forsetanum, að vera viðstaddur glæsilega hersýningu. Sér til mikillar undrunar kom hann auga á nokkra hvíta hermenn í röðinni. — Hvað er þetta? spurði hann. Hafið þið enn hvítar hersveitir í landinu? — Nei, sagði forsetinn sem stóð við hlið hans. Þetta eru bara vistir hersins. Og svo er hér önnur saga af þessu vinsæla fólki. Það átti að verða mikil veizla hjá mannætuhöfðingjan- um. Þeir höfðu náð í hvítan mann, sem búið var að stinga í pottinn. Allt í einu var pottlokinu lyft af og ung og glæsileg mannætustúlka spurði veslings manninn: — Hvað heitið þér maður minn? — Wilmer Jackson — en hvers vegna spyrjið þér? — Af því að ég á að skrifa mat- seðilinn. Fyrir nokkru var Charlie Chaplin spurður um hvort hann hefði algjör- lega yfirgefið kvikmyndirnar. Á engan veginn, svaraði hann, aft- ur á móti vil ég gjarna ljúka ævi- starfi mínu með kvikmynd um eftir- lætislandið mitt, Frakkland — en ég á í miklum vandræðum með að ákveða, hvort höfuðpersónan á að vera Napoleon eða de Gaulle, svo að það munu líða mánuðir, þangað til ég hefst handa við handritið. Fyrir skömmu fluttust ung hjón frá Reykjavík í kaupstað út á land. Þau áttu unga dóttur, skýra og greinda telpu. Svo bar til, að frúin fór með litlu dótturina í kirkju og sá telpan þar mynd af Maríu mey, og presturinn talaði um Maríu guðsmóður sem von var í jólaguðspjallinu. Allt í einu heyrist söngur um alla kirkj- una og litla telpan söng hástöfum: „Ó María mig langar heim.“ Parísarbúum þykir mjög gaman að segja sögur frá ríkisstjórninni, eink- um af Michel Debré. Þessa dagana skemmta Parísarbúar sér yfir þessari: Það er hringt til herra Debré klukkan fjögur að morgni: — De Gaulle hérna megin. Getið þér komið til Elysée strax. — Rétt eftir andartak, hr. forseti. Og Debré hélt auðvitað að mikil- vægt mál væri á dagskrá og smeygði sér í buxurnar og þaut af stað. For- setinn tók á móti honum: — Eruð þér í bíl? — Já. 5ÍÍ — Einn eða með bílstjóra? — Aleinn. — Gott. Forsetinn rannsakaði gaumgæflega, hvort allar dyr séu lokaðar. — Getið þér ekið mér til Boulogne skógar án þess að nokkur viti? — Því býst ég við. Þegar þeir komu að skóginum segir hershöfðinginn: — Akið mér til vatnsins. Michael Debré varð meira og meira spenntur og loksins komu þeir að vatninu. Forsetinn lítur gaumgæfilega í kringum sig: — Haldið þér að hér sé einhver? — Alls ekki neinn. — Gott, bíðið þá eftir mér hér, ég ætla að fá mér göngutúr kringum vatnið. ★ í Marseilles eru íbúarnir þekktir fyrir tvennt: Að vera fastheldnir á fé og afar tortryggnir í garð annarra. Maríus karlinn hafði mikinn áhuga á því að syni sínum gengi vel í skólanum. Og til þess að árangurinn yrði enn meiri lofaði hann honum hundrað frönkum í hvert skipti, sem hann kæmi með góðar einkunnir heim. Þegar strákur var strax eftir nokkrar einkunnargjafir kominn upp í þúsund franka, kom bæði sparsemin og tortryggnin upp í Maríusi og hann sagði með svitastorkið ennið við konu sína: — Juliette, veizt þú hvað ég er hræddur um? — Nei elsku vinur. — Að strákurinn og kennarinn skipti með sér gróðanum. Tvær mýs hittast á förnum vegi. — Góðan dag, segir önnur. En hvað þú lítur þreytulega út. Hvað varstu eiginlega að gera í nótt? — O, ég var bara hér og þar, fór í partý til nokkurra vina. — Varðstu svona þreytt af því? — Já, ég var neydd til þess að dansa twist alla nóttina. Við kirkju hér áður fyrr var það alvenja, að konur hittust og færu að sýna hver annarri börn sín og geta framfara þeirra. Eitt sinn var þar ein, sem átti dreng, sem henni þótti afbrigða barp, einkum að því, hversu honum var fljótt og vel til málsins. Segir hún þar um við grann- konu sína: — Gott og mikið fer honum fram. í fyrra gat hann ekki sagt nema: andinn, andinn, en nú getur hann sagt skýrt: Fjandinn fjandinn. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.