Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 4
Steinaldarboð í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum eru menn fyrir löngu orðnir leiðir á hinuni svokölluðu náttfataboðum. í stað þeirra hafa samkvæmismenn fundið upp á því að bjóða til svokallaðra steinaldar-kvölda. Til þeirra koma gestir klæddir sem steinaldarmenn og hegða sér sam- kvæmt því. f boðum þessum snæða menn án diska og sitja á beru gólfinu. Maturinn er eingöngu kjöt, sem gestir stýfa úr hnefa og síðan drekka þeir úr stórri skál, sem allir súpa á. En því miður hafa gestgjafarnir orðið að viðurkenna þá staðreynd, að íbúðirnar, þar sem gestirnir leika hellismenn, hæfa ekki búningum þeirra. Og til þess að hjálpa þeim, fann veggfóðurverksmiðja í Englandi upp á því, að búa til ósvikið steinaldarveggfóður. Veggfóður þetta var sýnt í fyrsta skipti í London. Bandarísk ljósmyndafyrirsæta var fengin til þess að vera í herbergi. sem klætt var slíku vegg- fóðri. Var hún klædd sem Neanderdalskona í búningi úr hlébarða skinni og til þess að gera þetta allt sem raunverulegast varð hún að narta af og til í kjötlæri. INlýr listmálari úr hópi apa Fyrir nokkrum árum vöktu simpansar, sem máluðu, mikla at- hygli í Englandi og Bandaríkjunum. Dýrasálfræðingar og sérfræð- ingar í nútíma málaralist fengu nokkrum þeirra pensla og liti í hönd. Og hið furðulega gerðist. Fyrst var það apinn Kongó, simp- ansi frá London, sem varð umtalaður vegna afstrakt málverka sinna. Sömuleiðis varð apynja frá dýragarðinum í Baltimore fræg. Nú hefur Beauty, þriggja ára gömul apynja af simpansategund sett allt á annan endann með verkum sínum. Á sýningu, sem haldin var fyrir skemmstu á verkum hennar á Manhattan, seldust málverk eftir hana fyrir hvorki meira né minna en fimmtíu þúsund dali! Ekki alls fyrir öngu tók Jóhannes páfi XXIII. í mót á fæðingardegi sín- iim tilboði um nýja oáfakórónu. Tilboð þetta kom frá fæð- ingarþorpi hans Bergamo. Með tilboðinu fylgdi uppkast af kórónunni. Var það mjög skrautlegt og var kórónan skreytt meðal annars vínviðarlaufi og vínþrúgum. En hans heilagleiki hristi bara höfuðið og brosti góðlátlega. Hann hafnaði þannig hinu góða boði. — Þessi kóróna, sagði hann, er alltof fögur og áberandi fyrir hlédrægan mann og gamlan sem mig. Og auk þess munu öll þessi vínviðarlauf og vínþrúgurnar gera það að verkum, að ég líkist ekki yfirmanni kristinnar kirkju, heldur hinum gamla róm- verska guði, Bakkusi. ★ Hafið þið nokk- urn tíma heyrt, að forseti lands léki hlutverk í kvik- mynd? En það hefur Kasvubu forseti Kongó gert. Hinn ítalski leikstjóri, Ferzetti hefur feng- ið hann til þess arna. Og á forset- inn að leika [ mynd, sem heitir „Congo vivo“ eða lifi Kongó, sem brátt á að fara taka upp í þessu órólega landi. Kasavubu hefur þegar reynst ágætlega við hina fyrstu prófraun og kvað hafa leikið bara ágætlega. ★ Tánungarnir í Bandaríkjunum hylla enn þá rokk- kónginn Elvis Pres- ley. Nálgast þessi hrifning og aðdáun stundum móður- sýki. Daglega aka svo margir tánung- ar fram hjá húsi hans við Mempis- Tennessee, að þeir trufla ekki einungis umferðina í götunni heldur er stöðugt verið að gera við holurnar. Fyrst í stað var vandinn leystur með því að setja möl í þær, en það þýðir ekkert lengur, því að ungar stúlkur hafa tekið upp á því að fara burt með smásteinana sem dýrmæta minjagripi. Og nú á að fara að malbika götuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.