Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 16
4. Þar var áður frá horfið, að Ólafur Loftsson hóf læknisfræðinám hjá land- lækni, Tómasi Klog í Reykjavík. Tómas Klog var skipaður 1 andlæknir vorið 1804.Hann var sonur dansks kaupmanns í Vestmannaeyjum, Hans að nafni. Hann sat í Reykjavík til ársins 1807, en flutt- ist þá að Nesi við Selltjörn, sem stund- um var nefnt Læknisnes á þessum tíma. Klog var ekki atkvæðamaður í starfi og fremur duglítill. Svo virðist, að Ólafur Loftsson hafi brátt orðið í miklu áliti og metum hjá landlækni og bilaði vinátta þeirra aldrei. Ólafur bjó á heimili land- læknis öll námsárin við læknisnámið. Svo virðist sem honum hafi sótzt nám- ið vel. Námið hefur að einhverju leyti verið bóklegt, en fyrst og fremst fólgið í ýmiss konar læknisstörfum, ýmist með Klog eða á eigin spýtur. Til dæmis sendi landlæknir Ólaf fljótlega til að gegna smávegis sendiferðum um ná- grenni bæjarins. Eftir að Ólafur hóf læknisfræðinámið breyttist mjög viðhorf hans. Hann fékk nægar tómstundir og gat oft ráðið, hvernig hann varði tímanum. Hann varð miklu frjálsari en meðan hann stundaði nám í Hólavallaskóla. Nú gafst honum nægur tími til að stunda alls konar bæjarslangur og svall. Hann virð- ist strax hafa orðið allóreglusamur, enda komu afleiðingarnar brátt í ljós. Ólaf- ur var hvergi vandur að virðingu sinni um félaga við drykkju. Og sama var að segja um lagskonur. Hann var eins og áður var sagt hið mesta kvennagull, og naut ásta og lausungar bæjarlífsins í ríkum mæli. Hann var talsvert fyrir að berast á. Honum varð það mjög létt, eftir að hann gerðist námssveinn hjá landlækni, því allir veittu slíkum manni athygli, og ekki sízt kvenfólkið. Fyrstu jólin, sem Ólafur var við lækn- isfræðinámið, fór hann austur í Fljóts- hlíð í jólafríi sínu og dvaldist þar á heimili foreldra sinna. Það hefur vakið talsverða athygli og þótt miklum tíð- indum sæta, að læknastúdent dveldi í jólaleyfi þar eystra. Umræður hafa orð- ið um það meðal fólksins í sveitinni og frétt um það borizt víða. Ungu stúlkurn- ar í Hlíðinni hafa ekki sízt rætt um það sín á milli, og fyllzt hrifni og eftir- væntingu. Hann var gestur sem vert var um að kynnast, og ekki var ólíklegt, að einhver heimasætan yrði svo lánsöm að ná ástum hans og verða síðar læknis- frú. Ólafur var glaðvær og skemmti- legur. Framkoma hans var önnur en ungu mannanna í sveitinni, hann var ófeiminn og talaði hiklaust við hvern sem var. Hann vakti eftirtekt og at- hygli allra, en ekki sízt ungu heima- sætanna í Hlíðinni. Eins og áður var Ólafi opin leið á heimili embættismanna í Hlíðinni. Um jólin var þar fagnaður og boð, glaumur og gleði. Ólafur naut .jólagleðinnar og fagnaðarins af fögnuði hins lífsglaða og lífsþyrsta manns. Hann kunni vel til hvers konar fagnaðar, forframaður úr skemmtanalífi Reykjavíkur. Hann kunni vel að spenna ungmeyjar tökum ástar- innar. í Reykjavík var nóg af léttúðug- um og lífsþyrstum yngiskonum, sem höfðu gefið honum ástir í ríkum mæli. En hér heima í æskusveitinni, gafst hon- um völ á blómlegum og þroskamiklum heimasætum til lags, feimnum, hikandi en lífsþyrstum og heillandi. Þær gáfu honum óspart augu og voru veitular, ef færi gafst í leyni á dimmum kvöldum. Gleði jólafrísins var heillandi — en skammvinn. Hann varð að hverfa aftur til Reykjavíkur að loknum jólum. En gleði jólafrísins og afleiðingar ástríkra nótta áttu eftir að koma Ólafi í koll. Lífsstefna hans og kæruleysi var fram- 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.