Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI Landkönnuðurinn fletti í sundur kortinu og byrjaði að teikna garð Panda af kappi niður á kortið. „Einn auð- ur blettur uppfylltur í viðbót,“ muidraði hann ánægju- lega. „Hvers vegna ertu að þessu?“ spurði Panda enn. „Þetta er fjölskylduverk," svaraði hinn dularfulli land- könnuður. „Forfeður mínir voru allir landkönnuðir og byrjuðu á þessu korti. Það er skylda mín að ljúka við það.“ „Ég held, áð það sé gaman að vera landkönnuð- ur,“ sagði Panda. „Má ég starfa að þessu með þér?“ spurði hann eftir andartaksþögn. „Auðvitað," anzaði landkönnuðurinn. „Taktu bara upp stöngina þarna og komdu með mér.“ Panda var dálítið vonsvikin, því að ferðin var ekki farin lengra en út í næsta garð. Samt sem áður vonaðist hann enn til að komast í spennandi ævintýri. Allt í einu kom hann auga á sama reiða herramanninn, sem hafði rifið hann upp úr rúminu. Hann var nú að reyna að vekja nábúa Panda, eiganda garðsins. Landkönnuðurinn rak flaggstöngina rólega niður. „Hvers vegna er þessi reiði herramaður að reyna að hindra þig í að kanna garðana hér?“ spurði Panda. „Vegna erfðaskrárinnar," svaraði landkönnuðurinn. „Gulliber frændi arfleiddi mig að öllum sínum auðæf- um með þeim skilyrðum, að ég lyki þessu gamla fjöl- skyldulandakorti. Öll auðu svæðin, sem forfeður mínir stigu aldrei fæti sínum á, verður að kanna og kort- leggja.“ Panda fór nú að skilja. „En hvað er þessi há- vaðasami herramaður að gera?“ spurði hann enn. Landkönnuðurinn leit fyrirlitlega í áttina til hins reiða manns. „Þetta er Aloysius frændi,“ sagði hann. „Ef ég lýk ekki kortleggingunni fyrir áramótin næstu, mun hann erfa eignir Gullibers frænda.“ Eftir að Panda og landkönnuðurinn höfðu lokið við að draga upp flaggið, héldu þeir áfram ferð sinni. En Aloysius varð alltaf reiðari og reiðari. Og hann braut rúðu í reiðikasti vegna þess að eigandi garðsins vakn- aði ekki. En brothljóðið vakti eigandann og nokkrum mínútum síðar birtist fölt andlit hins öskuvonda eig- anda í glugganum og tvíhleyping var beint að brjósti Aloysiusar. „Hvað á allur þessi hávaði að þýða um há- nótt?“ hrópaði eigandinn reiðilega. „Það er -innbrots- þjófur í garðinum þínum, herra,“ kallaði Aloysius frændi hikandi röddu. „Þeir hafa dregið upp flagg. Þú getur ekki leyft þetta núna. Komdu út og rektu þá í burtu.“ „Innbrotsþjófur?“ endurtók röddin gremjulega. „Reka þá? Allt í lagi, ég mun byrja á þeim háværasta.“ 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.