Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 28
Vesttirheimsfariiin
Frh. af bls. 17.
hæst. Bretar höfðu lýst hafnbanni á
Evrópu og stöðvuðu allar siglingar um
norðurhöf. Skip það sem Ólafur fór með
var hertekið af Bretum og fært til hafn-
ar við Suðureyjar. Ólafur komst samt
brátt úr haldi og fór að stunda lækning-
ar á Suðureyjum. Hann var lengst af
í Ljóðhúsum og stundaði þar lækning-
ar og í nálægum eyjum. Hann virðist
hafa komið sér sæmilega, enda var hann
sérstaklega laginn að koma sér við fólk
þegar hann vildi.
En brátt bar mikinn reka á fjörur
Ólafs. Skozkur aðalsmaður að nafni Sir
Mackenzie var á ferð um eyjarnar og
frétti af hinum ísenzka lækni, sem þar
stundaði lækningar. Aðalsmaðurinn
hafði talsverðan áhuga fyrir fjarlægum
löndum og þar á meðal íslandi. Hann
kom sér í kynni við Ólaf og bauð hon-
um að koma með sér til Edinborgar og
leggja þar stund á áframhaldandi nám
í læknisfræði. Ólafur tók boðinu fegins
hendi.
Ólafur fræddi sir Mackenzie um ís-
land og hvatti hann til þess að ferðast
þangað. Varð það úr, að Sir Mackenzie
út bjó leiðangur til íslands sumarið
1810. Til fylgdar með Sir Mackenzie
snerust tveir ungir vísindamenn brezk-
ir, að nafni Henry Holland og Richard
Bright. Sá fyrrnefndi ritaði merka
ferðabók, sem komið hefur á íslenzku.
Sir Mackenzie ritaði einnig ferðabók
28 FÁLKINN
um ferðina, sem komið hefur út mörg-
um sinnum erlendis.
Hinn 7. maí 1810 komu þeir félagar
til íslands. Á þessum árum var lítið um
siglingar til landsins af orsökum styrj-
aldanna. Reykvíkingar söfnuðust því
saman niður við sjó, þegar útlending-
arnir stigu á land. Voru þar saman
komnir jafnt embættismenn og sjómenn.
Það vakti athygli útlendinganna, hve
Tómas Klog fagnaði Ólafi Loftssyni inni-
lega, enda hafði ekkert frétzt af hon-
um í rúm þrjú ár, síðan hann yfirgaf
ísland. Landlæknir tók innilega á móti
Ólafi. Dr. Holland lýsir þessu svo í
ferðabók sinni: „Landlæknir, dr. Klog,
var einnig meðal þeirra, sem heilsuðu
okkur þar við landgönguna. Fylgdar-
maður okkar og túlkur, Ólafur Lofts-
son, hafði verið lærisveinn hans um
nokkurra ára skeið, áður en hann flutt-
ist frá íslandi, og tók hinn gamli kenn-
ari hans á móti honum með öllum
merkjum vinsemdar og ánægju ...
Hinn gamli kennari Ólafs heilsaði hon-
um með kossi, og sama gerðu margir
aðrir, sem þarna voru staddir.“
En Ólafur Loftsson reyndist miður
heppilegur fylgdarmaður og landkynn-
ir. Hann bar landinu miður góða sögu
og í siðferðilegum efnum reyndist hann
sem áður hinn mesti gallagripur. Hann
var óreglusamur og mjög gefinn fyrir
kvennafar. Jón Espólín lýsir Ólafi svo í
Árbókunum: „Ólafur Loftsson hét mað-
ur, er verið hafði í læringu með Thómasi
Klog landphysíusi í Nesi, og komið þar
á loft að franzóssýki væri í Reykjavík
á stelpum tveimur, var og orðaður sjálf-
ur af, að hafa spillt nokkrum með þeirri
sýki, því að hann fylgdi baróninum
enska um land, og eftir hans umferð
bryddi sá kránkleiki á sér í Rangár-
vallasýslu og víðar. En því hagar svo
stundum, er höfðingjar útlendir og ó-
kunnir koma út syðra, að þeir troða
sér fram í þeirra þjónustu er ófeilnast-
ir eru, og mestir ódrengir. Sagði Ólafur
þessi baróninum, að íslendingar væri
á þann hátt sem villiþjóðir eru, mest
gefnir fyrir glingri, knífum, skærum
og slíku, og fyi’ir því hafði baróninn
það í fyrstu á boðangi fyrir greiða, en
þó fann hann skjótt að það voru ósann-
indi er Ólafur hafði sagt honum, um
það og margt annað, og sagði honum
fyrir þá sök upp þjónustu sinni áður en
hann fór utan.“
Eftir því sem ráða má af heimildum
virðist Ólafur Loftsson hafa verið full-
ur gremju og beizkju út í land sitt og
þjóð. Hann var orðinn nokkurs konar
rekald, sem ekki átti lengur samstöðu
með löndum sínum. Bezt kemur þetta
fram í lýsingu dr. Hollands, þegar hann
segir frá hátterni hans, þegar hann
kom heim í æskusveit sína Fljótshlíð-
ina:
„Ólafur er fæddur á Hlíðarenda, þar
sem við nú vorum staddir, og þar eiga
foreldrar hans heima. Þau höfðu ekki
séð hann nú í meira en þrjú ár, og mest-
an hluta þess tíma höfðu þau ekkert um
hann frétt annað en það, að hann hefði
farizt í skipsstrandi. Þegar þessa er gætt
var fundur hans og foreldranna svo
leiðinlegur og óástúðlegur, að engu tali
tók. Hvorki föðurlandsást né ættrækni
virðist eiga djúpar rætur í brjósti Ól-
afs. Síðan við komum til íslands hefur
hann ekkert tækifæri látið ónotað til
að níða ættland sitt, og oft hefur okk-
ur furðað á því, hversu litla löngun hann
hefur látið í ljós til að heimsækja for-
eldra sína. Vissulega hefur hann haft
sínar eigin ástæður til þess að leggja
ekki kapp á að hitta foreldra sína, en
um þær vissum við ekki fyrr en nú.
Hann haíði margsinnis látið drjúglega
yfir lífsstöðu föður síns og því áliti sem
hann yálfur nyti á íslandi. Vafalaust
ægði honum nú sú tilhugsun, að blekk-
ingar hans í þessu efni kæmust upp.
En þess þurfti ekki, því að fyrir nokkru
hefur hann svo sannarlega glatað öllu
því trausti, sem við höfðum á honum
í því efni, auk þess sem við höfum gild-
ar ástæður til að vera óánægðir með
leiðsögn hans sem fylgdarmanns og
störf hans sem aðstoðarmanns okkar í
allri ferðinni. Nú þegar hann var meðal
frænda sinna og félaga frá fornu fari,
var atferli hans og framkoma í fyllsta
máta hlægilegt, enda þótt þetta væri
ekki nema ýkt mynd af því, sem aðrir
menn kynnu að hafa gert undir sömu
kringumstæðum, og með tilteknum af-
slætti mætti teljast eðlilegt öllum mönn-
um. Hann bjó sig í spjátrungslegustu
ensku fötin, sem hann átti og tók upp
allan hugsanlegan gleiðgosahátt með
merkissvip, hneigingum, axlayppting-
um, brosi, fettum og brettum, og setti
upp nýjan og nýjan svip framan i göml-
um kunningjum, sem horfðu undrandi á
hann. Faðir hans er í rauninni vinnu-
maður, þótt hann að vísu hafi svolitla
grasnyt umhverfis kofann, sem hann
býr í. Hann virðist að minnsta kosti
fullkomlega jafnoki sonar síns að heil-
brigðri skynsemi og heiðarleik, en
hversu mjög stendur hann ekki honum
að baki að yndisþokka.“
Síðla sumars 1810 héldu Englending-
arnir heim aftur, en Ólafur Loftsson
var eftir í Reykjavík. Árið 1812 er
hann nefndur kostgangari 1 Savignachs-
húsi í húsvitjunarbók Reykjavíkur. En
bráðlega eftir það hverfur hann aftur
til Englands. Bjarni Thorarensen amt-
maður getur hans í bréfi til Gríms síð-
ar amtmanns: „Hinn nafnfrægi Ólafur
Loftsson er allareiðu farinn aftur til að
reyna lukku sína í Englandi.“
Árið 1815 ræðst Ólafur Loftsson á
herskip í Ameríkusiglingar, sem að-
stoðarskipslæknir. Ekki hef ég fundið
um það beinar heimildir, hver urðu af-
drif hans eftir það. En sterkar líkur eru
til, að hann hafi komizt til Vesturheims,
og er þá fyrsti íslendingurinn, sem fer
vestur um haf síðan á söguöld.
Ileimildir: Kirkjubækur, manntöl,
Saga íslcndinga, Árbækur Espólins, Óð-
inn og ýmis skjöl og gögn í Landsbóka-
og Þjóðskjalasafni.