Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 30
GABRIELA Framh. af bls. 23 — Grunar Julian nokkuð? Er nokkur annar en þú, sem veit þetta? Minna hristi höfuðið. Hún opnaði munninn og ætlaði að segja eitthvað, en lokaði honum skyndilega aftur og hóf hendina upp til viðvörunar. Þegar Bettina sneri sér við, stóð frænka hennar, Cecilia Eckert í dyrunum. Hún hafði komið upp tröppurnar, án þess að nokkur hefði heyrt til hennar. — Nei, Betti! Það kemur manni sveimér á óvart að sjá þig! Ceciiia Eckert lét sem hún ljómaði af ánægju og aðdáun. Hún fann strax, að hún hafði komið Minnu og Bettinu á óvart. Óttinn í augum þeirra var augljós og fór ekki á milli mála. — Góðan daginn Cecilia! sagði Bett- ina eins vingjarnlega og hún frekast gat. — Það er orðið langt síðan við sáumst síðast! Cecilia hló, en hlátur hennar var þvingaður. — f fyrstu hélt ég, að fólk væri að gera að gamni sínu, þegar það sagði mér, að þú byggir á Gulleyjunni. — Ég hef búið þar í fjóra daga. — Þá finnst mér að þú hefðir getað lagt það á þig að heimsækja mig. Þegar allt kemur til alls erum við síðustu manneskjurnar, sem erum eftirlifandi af fjölskyldunni Eckert. í sama bili kom hún auga á myndirn- ar tvær, sem lágu á borðinu. Hún kipraði augun, tók báðar myndirnar og hélt þeim upp að ljósinu. — En hvað Doris litla er sæt á þessari! Og þarna er mynd af þér og prinsinum á balli! Hún hafði aldrei séð þessar myndir fyrr. Hún stóð lengi og virti þær fyrir sér, leit síðan rannsakandi fyrst á Bettinu og síðan á Minnu. Grunur, sem hún lengi hafði alið í brjósti sér, var skyndilega orðinn að fullvissu. — Það gerðist sitt af hverju í þá daga, Betti, sagði hún loks. Hún dró andann djúpt að sér. Að hún skyldi ekki láta sér detta þetta í hug! Að hún skyldi vera svona blind öll þessi ár! Minna starði óttaslegin á Ceciliu. Nú leið áreiðanlega ekki á löngu þar til allur bærinn vissi leyndarmálið, sem aldrei átti að komast upp. Nú mundu allir allt í einu taka eftir því, sem enginn hafði séð áður, sem sagt að Egon Hohenperch prins og dóttir Julian Brandt lyfsala höfðu nákvæmlega sömu augun og sama djúpa hökuskarðið, með öðrum orðum, að greinilegur ættar- svipur væri með kvennagulli bæjarins og hinni fögru Doris Brandt. Ánægjubros færðist yfir Ceciliu Eckert. — Það er alltaf gaman að skoða gamlar ljósmyndir, sagði hún og glotti. Bettina var orðin náföl og sigarettan titraði milli fingra henni. Andartak var engu líkara en hún mundi bresta í grát. En skyndilega rak hún upp háan og hvellan hlátur. — Ja, það veit guð, að þú hefur ekki breyzt agnarögn öll þessi ár, Cecilia frænka. Þú hefur ekki eins mikinn áhuga á neinu og því sem aðrir gera og segja. Hvað væri þetta gamla hús í Bersagasse án þín? Eins og eyðiey í Kyrrahafinu. Cecilia Eckert hrökk við og munn- svipur hennar varð hörkulegri en nokkru sinni fyrr. — Já, ég er vön að koma í heimsókn öðru hverju, sagði hún hvasst. Ég lít á það sem skyldu mína gagnvart föður þínum sáluga og afa okkar og ömmu að sjá svo um, að eitthvað af anda þeirra ríki áfram hér í húsinu. Ég hef einnig fórnað mér fyrir börnin -—- börn- in þín, Bettina! — Veizt þú í raun og veru hvað þetta á eftir að hafa í för með sér? Allur bærinn mun hafa þetta hús og fjölskyldu okkar að háði og spotti! — Já, ég geri mér það ljóst, svaraði Bettina kuldalega — ekki hvað sízt ef þú gengur hús úr húsi og blaðrar og blaðrar og blaðrar! Hundur tók að gelta úti á götunni. Eftir skamma stund breyttist gelt hans í lágt urr. Gamla klukkan á hillunni tifaði án afláts. Cecilia Eckert var orðlaus af reiði. Hún gekk að dyrunum en sneri sér andartak við á þröskuldinum, leit með fyrirlitningu til frænku sinnar og hreytti út úr sér: — Við munum áreiðanlega sjást aftur! Síðan strunsaði hún út. Þegar Cecilia kom út á götuna barðist hjarta hennar svo ótt, að hún varð að stanza til þess að reyna að róa sig- Eftir stundarkorn tók hún að ganga hægt eftir Bursagasse. Cecilia Eckert var ekki vön því, að henni væri and- mælt þegar hún gerði .sínar eitruðu athugasemdir. Áður fyrr hafði Bettina alltaf kyngt móðgunum hennar þegj- andi og hljóðalaust, en nú hafði hún risið öndverð gegn þeim. Hvernig gat staðið á því? — Viðbjóðslega frekur kvenmaður, tautaði Cecilia við sjálfa sig. — Ógeðs- lega ókurteis og siðlaus kvenpersóna! Hvaða rett hafði HÚN til að setja sig á háan hest? Hún var svo niðursokkin í eigin hugsanir, að hún tók ekki eftir því, hvert hún gekk. Ósjálfrátt hafði hún gengið upp bratta stíginn sem lá að villunni. Skyndilega stanzaði hún á þessum fáfarna vegi, stóð kyrr um stund og virti fyrir sér skilti sem fest var á hliðið á gömlu villunni: Tungumálaskóli. Kennari: Egon Hohenperch prins. Sérgrein: talkennsla. Cecilia Eckert opnaði hliðið rösklega og gekk að dyrunum. Hún brosti með sjálfri sér. Þessa villu þekkti hún vel, jafnvel og hún þekkti sinn gamla vin Hohenperch prins og það sem um hann var talað. Um leið og hún lyfti hendinni til þess að hringja dyrabjöllunni var lykli snúið í skráargatinu. Dyrnar opnuðust og eigandi villunnar stóð fyrir framan hana. Hohenperch prins var maður á bezta aldri, stór og stæðilegur. Gráu hárin voru vandlega greidd og hann var glæsilegur í klæðaburði: í röndóttum buxum og rauðum flauelsjakka. — Nei, þetta er sveimér óvænt ánægja og heiður, hrópaði hann. Cecilia Eckert gekk hægt inn í for- stofuna og leit í kringum sig. Prinsinn gekk á undan henni upp lítinn stiga og opnaði dyrnar á stóru dagstofunni. — Gjörðu svo vel og fáðu þér sæti. Þú verður að afsaka að hér er allt á rúi og stúi, en það er enginn hægðar- leikur fyrir einmana og gamlan pipar- karl að halda svona stóru húsi í röð og reglu. Þetta var mjög falleg stofa. Húsgögn- in voru gömul og þung. Umhverfis lágt borð með glerplötu, sem var fullt af flöskum voru þrír þægilegir stólar með mismunandi litu áklæði. Á veggj- 30 FALXINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.