Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 11
menn tyggja það vel, svo það leysist upp, þá leysi það slím úr maganum og hreinsi hann með því móti, að menn selji upp. Sjómenn tíðka þessa lækn- ingu. Þeir hafa með sér strengi, sem búnir séu til úr þessari jurt, mylja þá svo að þeir geti komizt í pípuna og þurrka þá loksins svo kviknað geti í þeim...“ Worm svarar sr. Arngrími: „Jurtin er kaldrar náttúru og einkum holl fyrir þá, sem eru vots eðlis, ef þeir neyta hennar aðeins í hófi eins og annarra læknislyfja. Ef menn draga að sér reyk hennar gegnum pípu eins og sjómenn tíðka, hreinsar hún slím úr heilanum og skilningsvitunum. Ef menn láta svo mik- ið tóbak sem jafngildir múskathnot, standa á víni náttlangt og drekka það svo, þá eiga menn hægra með að selja upp, en annars veit ég ekki, hvort ó- hætt er að taka jurt þessa inn.“ Á þessum bréfum sézt, að tóbak hef- ur lítt verið kunnugt á íslandi um 1630, en 1639 þegar Stefán Ólafsson síðar pró- fastur í Vallarnesi er í Skálholti, drep- ur hann á tóbak í ljóðabréfi. Um miðja öldina er tóbak orðið algengt um land allt og var það löngu tíðkað að senda sem vinargjöf einn þumlung tóbaks. Enn fremur iðkuðu menn að biðja um svo til einn þumlung tóbaks, ef þeir voru í tóbakshraki. í ljóðabréfi til sr. Eiríks Ólafssonar að Kirkjubæ yrkir Bjarni Gissurarson á Þingmúla: Bróðir, nefi mínu minn miskunn veittu nokkra, láttu’ í bréfi liggja þinn að létta kvefi þumlunginn. Um þessar mundir tóku menn allt það tóbak, sem nú þekkist. Bæði reyk-, munn- og neftóbak. Var það kallað að drekka tóbak, þegar menn tóku í nef- ið. Konur og karlar neyttu þess jafnt og kvað svo ramt að notkun tóbaks, að menn tóku í nefið í kirkjum og vinnu- menn reyktu á engjum og í rúmum sín- um langt fram á nætur, enda kveður sr. Stefán Ólafsson svo í kvæði sínu um vinnumenn: Enn skal hinn fjórða auka óð að gamni sér Raspur til að fínsaxa neftóbak. um bifsaða tóbaksbauka, sem brúkast taka hér. Um predikun oft þeir eru teknir á loft, þegar gera’ á blíða bæn þeir belgja við sinn hvoft svo um máltíð miðja magnast þessi iðja. Og Brynjólfur biskup Sveinsson segir í bréfi til presta í Vestfirðingafjórðungi: „Prestar séu hófsamir, sjái við ofdrykkj- um brennivíns og tóbaks, hvar af mörg- um hefur því miður hneykslan orðið í þessu landi“. Enda þótt prestar ömuðust mjög við ó- hófsnotkun tóbaks, þá var ekki laust við að þeim fyndist gott að fá sér í nefið við og við. Einkum töldu þeir neftóbak gott við kvefi og hósta. Hallgrímur Pét- ursson kveður: Tóbakið hreint fæ gjörla eg greint, gerir höfðinu létta skerpir vel sýn, svefnbót er fín, sorg hugarins dvín. Sannprófað hef ég þetta. En presturinn kemur fljótlega upp í þeim og skortir þá ekki umvöndunar- tóninn í ræður þeirra og kvæði. Hall- grímur Pétursson kveður enn: Formerkist, að tóbaks-tetur tíðkast nú um Akranes. Húskinn hver, sem hokrað getur hrækti, spýtti og reyknum blés. En það er lukka, ef þorri í vetur þeim ei annan taxta les. Og séra Hallgrímur yrkir enn um nef- tóbakið: Tóbak nef neyðir náttúru eyðir, upp augun breiðir, út hrákann leiðir, minnisafl meiðir, máttleysi greiðir og yfirlit eyðir. En þótt prestar ýmist löstuðu eða lof- uðu neftóbak í ræðu og riti, kunnu þeir Neftóbaksdósir Napóleons. að meta kosti þess og ókosti og margir voru þeir, sem ekki gátu án þess verið. Aftur á móti var í tízku á þessum tíma að gera siðbótarkvæði og því eru þeir Stefáh og Hallgrímur svo hvassyrtir á stundum. Sr. Stefán yrkir til dæmis um neftóbakið: Ég læt ei langt á milli að leggja í nasir mínar tóbaksgrasið gott, hnerrana hægt svo stilli, hafa þær náðir sínar, ef í þeim verður vott, en sú jurt, sem eykur nefinu farða, illskudaun og skófartetrið harða, ætti að berast undir tóftargarða, því öllu betri er mylsnan sauðasparða. Oft kvað þó annað við hjá sr. Stefáni, enda sést það bezt á þessari vísu: Presta tóbak prísa eg rétt, páfinn hefur það svo til sett, að skyldi þessi skarpa rót skilning gefa og heilsubót. Ekki leið á löngu, unz ýmsir tóku að færa sér tóbaksþörf manna í nyt. Okur á tóbaki var vel þekkt og þeir, sem fóru Frh. á bls. 34. íslenzkur tannbaukur, talinn vera eftir Sæmund Hólm.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.