Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 34
Taktu í nefið • •. Frh. af bls. 11 í kaupstað, keyptu oft mikið magn tó- baks og seldu í sinni sveit. Þeir, sem fyrstir komu, fengu gott verð fyrir sína vöru, en alltaf fór verðið lækkandi eft- ir því sem fleiri komu með það. Og fékk þá margur tóbaksfylli ódýrt. Árið 1679 eru sett lög á alþingi: „um tóbaks- höndlan hér á landi, hvað haldast skuli“. Fyrst er talað um óhæfilega og skað- sama tóbakssölu „með ótilheyrilegri ok- ursaðferð, sem um mörg ár í þessu landi svo tíðkazt hefur og ætíð meir og meir í vöxt fer“ og er sagt, að af henni leiði „þessa lands innbyggjara, svo búenda sem þjónustufólks, eldra og yngra, for- djarf og útörmun". Um þessar mundir var tóbak almennt mjög dýrt. Var ein alin af rullu og skrúftóbaki seld á 6, 8, 10, 16 og jafnvel 20 fiska. Þá var fræg- astur tóbaksokrara, svokallaður Bauka- Jón. Stöktóbak var haft til nefs og reykj- ar. Þá kostaði pundið 12 fiska, ef greitt var í fiski eða lýsi, en annars 13 fiska, ef borgað var í öðrum varningi. Samkvæmt þessum taxta, 1684, kostaði veturgam- all sauður 20 fiska, svo að menn geta séð, að tóbak var ekki gefið í þann tíð á íslandi. ★ Einn hlutur var nauðsynlegur, ef menn tóku í nefið. Það var ílát undir neftóbak. Erlendis, þar sem neftóbaks- neyzla heyrir fortíðinni til, muna menn einkum eftir neftóbakinu vegna dós- anna. Flestar tóbaksdósir voru gerðar miklum hagleik og var það keppikefli smiða að gera fegurstar dósir. Dósirnar eru bæði gerðar úr gulli og silfri. Enn fremur eru þær til í fílabeini, góðviði, beini o. fl. Oft hefur verið mannsmynd á þeim, hattslögun og hauskúpulögun og enn fremur hornslögun. Þessar dósir eru ýmist búnar til þess að hafa á borði, í vasa eða kventöskum. Margar eru tví- botna eða tvíhólfa, aðrar eru þannig útbúnar, að þegar þrýst er á fjöður, kemur lítil mynd í ljós. Stundum eru gangverk inn í þeim og einnig eru til neftóbaksdósir, þar sem spiladósir eru inn í. Sakir þess hve margar neftóbaks- dósir eru haglega gerðar, sækjast safn- arar mjög eftir þeim. Fallegustu og skrautlegustu neftóbaks- dósirnar komu frá Frakklandi á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. Napole- on Bonaparty mat mikils fagrar nef- tóbaksdósir og verzlunin með þær stóð meö mikium blóma, meðan hann hélt um stjórnartaumana. Og enn er til fjöldi neftóbaksdósa, sem hafa verið í hans eigu. Napoleon var mikill neftóbaksmað- ur og nsftóbaksþörf hans fór ætíð vax- andi e^tir því sem árin færðust yfir hann. Frá Englandi komu einnig fagrar dósir og frægustu dósasmiðir í Englandi voru John Obrisset, sem uppi var á tím- um Önnu drottningar, og James Sandy, sem teiknaði Laurence-kirk-dósirnar. ★ Á íslandi er áreiðanlegt, að menn not- uðu dósir undir neftóbak þegar á 17. öld. Og enn eru til dósir Bauka-Jóns. Baukar eða pontur voru þó algengastar. Stefán Ólafsson minntist einnig á birki- kúpur og birkibauka. Birkikúpurnar geymdu menn í vettlingsþumlungum. Hljóta þær því að hafa verið mjög litlar. Sr. Stefán kveður: Margir bauka brúka í báðar nasir slúka hnerralaunin lúka, og lendabylgjur fjúka inn við öskufúka, aðrir löngum húka, kol af kömpum strjúka og káma nasadúka. Menn þekktu einnig ílát, sem kallað var kyllir. Á Þjóðminjasafninu eru margir frægir baukar og pontur, sem hafa verið í eigu ýmissa merkra manna. Baukar voru gerðir úr ýmsu efni. Tannbaukar þóttu alltaf meiri gersemar en trébaukar, en mest þótti koma til bauka úr lausnarsteinum. Ólafur Dav- íðsson minnist á tvo bauka, mjög gamla, úr lausnarsteinum. Þeir voru í eigu Löwe’s veitingamanns í Kaupmanna- höfn, er áður var fatasali á íslandi. Seg- ir Ólafur þessa bauka vera metfé. Bauk- ar og pontur voru líka smíðaðar úr horni. Frægir eru baukar þeir, sem kenndir eru Sæmundi Hólm og geymdir eru á Þjóðminjasafninu. Kunnur að hag- leikssmíði á baukum var líka Hannes Guðmundsson bóndi að Eiðstöðum í Blöndudal, faðir Guðmundar heitins Hannessonar prófessors. Og enn í dag smíða menn bauka, ýmsir listamenn hafa og spreytt sig á að smíða bauka. Þar á meðal er Ríkarður Jónsson. Og enn hefja menn af öllum stéttum pont- urnar á loft og fá sér duglega í nefið. Sr. Stefán Ólafsson kvað: Bauk hér brúka ríkir bauk hafa sultargaukar bauk sá eg biskup taka bauk ‘hafa prestar að auki bauk hefur bóndi í taki bauk hefur kona í hraki bauk hefur böðull og skækja bauk hefur þræll í hnauki. En þessi lýsing á ekki við í dag. Enda þótt neftóbaksmönnum fari nú óðum fækkandi, eru enn til miklir nef- tóbaksménn og siðurinn er enn vinsæll, einkum meðal eldri kynslóðarinnar. —- Margar sögur eru og til um neftóbaks- menn og ætlum við til gamans að segja tvær þeirra. Björn Eysteinsson hét bóndi í Vatns- dal í Húnavatnssýslu á síðari hluta 19. aldar. Hann var ýmist vel í álnum eða örsnauður. Eitt sinn er hann var sem fátækastur hokraði hann á koti fram á Grímstunguheiði. Átti hann mörg börn og eitt sumarið lifði fjölskyldan á grasa- seyði einu saman í margar vikur. Ein- hverju sinni bar svo við, að Björn varð neftóbakslaus. Fer hann þá niður til Grímstungu til Björns nafna síns, er síðar bjó á Kornsá og biður hann að selja sér í nefið fyrir eina krónu. Björn í Grímstungu var þá oddviti hreppsins. Hann segist ekkert neftóbak eiga, enda sé hann hættur að taka í nefið. En hann tekur krónuna upp í ógoldið sveitarút- svar. Fer Björn Eysteinsson heim við svo búið. Um haustið hittast þeir nafn- arnir í réttunum. Er Björn Eysteinsson þá vel fjáður og á gnótt neftóbaks. Hann mælir þá til nafna sins: „Viltu í nefið nafni?“ Og er hinn gerir sig líklegan til að þiggja, kippir Björn að sér dósunum Framhald á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.